Bæjarráð 02.11.16

2375.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 2.11.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fjárhagsáætlun 2017

1.1. Ferða- og menningarnefnd.

Á fundinn undir þessum lið mætti Jónína Brá Árnadóttir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi og fór yfir áherslur nefndarinnar við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017.

1.2. Velferðarnefnd

Á fundinn undir þessum lið mætti Sigurveig Gísladóttir formaður velferðarnefndar og kynnti áherslur nefndarinnar við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017.

 

2. Fundargerðir

2.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 25.10.16.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 2.2 „Fjárhags- og starfsáætlun Seyðisfjarðarskóla - Húsnæðismál“ í fundargerðinni að vísa honum til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Fundargerðin samþykkt.

2.2. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 31.10.16.

Fundargerðin samþykkt.

2.3. Fundargerð umhverfisnefndar frá 31.10.16.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 4 í fundargerðinni „Vestdalseyri, aðalskipulagsbreyting skipulagslýsing, kynning og umsagnir“ tillögu umhverfisnefndar um að vísa umsögnum vegna skipulagslýsingarinnar til bæjarstjórnar. Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir að láta vinnu hættumat vegna ofanflóða fyrir Vestdalseyrina“.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 5 í fundargerðinni „Breyting á aðalskipulagi 2010-2030, drög að skipulagslýsingu“ tillögu umhverfisnefndar um breytingar á iðnaðar- og atvinnusvæðum er varðar gáma. Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir að senda framlagða skipulagslýsingu til umsagnar og að auglýsa hana“.

Fundargerðin samþykkt.

 

3. Erindi

3.1. Erla Dóra Vogler 27.10.16. Umsókn um styrk til flutnings tónlistar á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar á aðventunni.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 krónur.

3.2. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 28.10.16. Mál nr. 10/2015. Kæra á ákvörðun Seyðisfjarðarkaupstaðar um að leggja á stöðuleyfisgjöld vegna gáma að Þórsmörk og Fjarðargötu 1, Seyðisfirði fyrir árið 2014.

Niðurstaða úrskurðarnefndar lögð fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar hjá umhverfisnefnd og byggingarfulltrúa.

3.3. Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi 1.11.16. Æskulýðsmót ÆSKA og ÆSKEY helgina 10.-12. Febrúar 2017.

Lögð fram beiðni um styrk í formi húsnæðisnotkunar.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að hafa milligöngu um málið við hlutaðeigandi aðila.

 

4. Samstarf sveitarfélaga

4.1. Samband íslenskra sveitarfélaga 1.11.16. Umsögn sambandsins um erindi er varða lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar hjá velferðarnefnd.

4.2. Fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegsfélaga frá 23.09.16.

Lögð fram til kynningar.

4.3 Fundargerð 1. fundar samgöngunefndar SSA starfsárið 2016-2017.

Lögð fram til kynningar.

 

5. Fjárhagskerfi

Lagður fram samningur um aðgang að hugbúnaði við Wise lausnir ehf.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

 

6. Starfsmannamál

6.1. Lögð fram beiðni frá Jónínu Brá Árnadóttur um ársleyfi frá störfum frá og með 1. janúar 2017.

Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Jónínu um leyfið og að auglýsa starfið laust umsóknar í sama tíma.

6.2. Lögð fram drög að starfsmannastefnu og fylgiskjöl henni viðkomandi.
Málið áfram í vinnslu.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:13.