Bæjarráð 22.02.17

2387.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 22.02.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 6.02.17.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 1 í fundargerðinni „Erindi N4 um stuðning við gerð Að Austan“ áframhaldandi samstarf á sömu forsendum og 2016. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi um það.

Vegna liðar 2 í fundargerðinni „Bókasafnið“, leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn samþykkir að unnin verði stefnumótun fyrir sameinað bókasafn“.

Vegna liðar 5 í fundargerðinni „Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu“, leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn samþykkir að bæjarstjóra verði falið að skrifa undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu“. Bæjarráð samþykkir vegna liðar 6 í fundargerðinni „Kynning á áfangastaðnum Austurland“ að ný upplýsingaskilti kaupstaðarins taki upp útlit úr verkefninu Áfangastaðurinn Austurland og verði unnin í samstarfi við hlutaðeigandi verkefnisstjóra Austurbrúar.

 

2. Erindi:

2.1. Ungmennafélag Íslands 07.02.17. Opnun umsókna um landsmót.

Lagt fram til kynningar.

2.2. THORP, ódagsett. Kynningarbréf – Stefnumótun í ferðaþjónustu.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Fjölís 1.02.17. Samningur um afritun verndaðra verka.

Lögð fram drög að nýjum samningi við Fjölís vegna afritunar á höfundarvörðu efni. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið að undirbúningi málsins.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

2.4. Ríkiskaup 9.02.17. Sameiginlegt örútboð á far- og borðtölvum.

Lagt fram til kynningar.

2.5. Alþingi 10.02.17. Frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga 128. mál, til umsagnar.

Lagt fram til kynningar.

2.6. Samband íslenskra sveitarfélaga 10.02.17. Fundur um fjármálastefnu, fjármálaáætlun og endurskoðun fjármálakafla sveitarstjórnarlaga.

Bæjarstjóri sem sótti fundinn fyrir hönd kaupstaðarins gerði grein fyrir efni hans.

2.7. Mennta- og menningarmálaráðuneytið 7.02.17. Innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar.

2.8. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. 10.02.17. Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

2.9.  Brunavarnir á Austurlandi 10.02.17. Umsögn við drög að reglugerð um brunavarnir og eldvarnareftirlit.

Lögð fram til kynningar.

2.10. Ómar Bjarki Smárason 12.02.17. Eingreiðslumark niðurgreiðslna rafhitunar í 16 ár fyrir hita- og varmadæluveitur.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að bjóða Ómari Bjarka til fundar við hentugleika til að fara yfir málið.

2.11. Alzheimersamtökin 7.02.16. Beiðni um styrk vegna málþings um heilabilun.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

2.12. Team Spark 2016_2017 14.02.17. Team Spark – Formula Student.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

2.13. Skipulagsstofnun 14.02.17. Ákvörðun Skipulagsstofnunar – Tillaga að matsáætlun vegna 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga frá Skipulagsstofnun um málið.

2.14. Samorka 20.02.17. Ósk um tilnefningar til umhverfisviðurkenningarinnar Kuðungsins.

Bæjarráð felur umhverfisnefnd að senda inn tilnefningu.

2.15. Samband íslenskra sveitarfélaga 20.02.17. Sveitarfélögin og ferðaþjónusta – málþing.

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandinu þar sem kynnt er málþing undir yfirskriftinni Sveitarfélögin og ferðaþjónustan. Markmið málþingsins er að sveitarstjórnarmenn komi saman til þess að ræða málefni ferðaþjónustu og þær áskoranir og tækifæri sem felast í fjölgun ferðamanna sem koma hingað til lands.

Bæjarráð samþykkir að sækja málþingið.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 31. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 3.02.17.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Fjármál 2017.

Farið yfir ýmiss atriði sem tengjast fjármálum og tekjumyndun ársins 2017

 

5. Vestdalseyri – Breyting á aðalskipulagi – fornleifaskráning.

Farið yfir stöðu fornleifaskráningar á Vestdalseyri og möguleika á að sameina verkefnið við fornleifaskráningu vegna Verndarsvæði í byggð - Seyðisfjörður.

Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga um málið frá Minjastofnun Íslands.

 

6. Húsnæðismál.

Rætt um stöðu og möguleika til að auka framboð íbúðarhúsnæðis.

Lagður fram tölvupóstur frá Íbúðarlánasjóði þar sem boðað er til kynningarfundar um gerð húsnæðisáætlana.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd kaupstaðarins.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:59.