Bæjarráð 22.03.17

2390.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 22.03.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir. Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 13.03.17.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Alþingi 16.03.17. Frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa o.fl.), 236. mál.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 16.03.17. Beiðni frá Orkustofnun um upplýsingar fyrir virkjunarkosti.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu erindisins til umhverfisnefndar.

2.3. Alþingi 17.03.17. Frumvarp til laga um umhverfisstofnun (heildarlög), 204. mál.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu erindisins til umhverfisnefndar.

2.4. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 7.03.17. Fjárhagsáætlun 2017-2020.

Í erindinu er kallað eftir frekari greiningu á þróun fjármála kaupstaðarins vegna neikvæðrar áætlunar um rekstrarniðurstöðu A-hluta.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.5. Samband íslenskra sveitarfélaga 20.03.17. Kynning vegna breytinga á kjarasamningum Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda leikskóla.

Lögð fram kynning á breytingum sem gerðar voru á kjarasamningum Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda leikskóla og fundargerð samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands frá 17.03.17.

2.6. Samband íslenskra sveitarfélaga 21.03.17. Breytingar á kjarasamningi Félags íslenskra hljómlistarmanna.

Lagður fram tölvupóstur með kynningu á breytingu á kjarasamningi við Félags íslenskra hljómlistarmanna og fundargerð samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra hljómlistarmanna frá 24.02.17.

2.7. Brynjar Smári Ísleifsson og Gylfi Arinbjörn Magnússon 22.03.17. Snjór á sparkvelli.

Í erindinu er óskað eftir upphitun á vellinum til að hægt sé að spila fótbolta á honum.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið. Vegna mikils kostnaðar er ekki unnt að hafa völlinn upphitaðan. Bæjarráð samþykkir að skoða lausnir til að hreinsa snjóinn af vellinum.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð fráveitufagráðs Samorku frá 10.02.17.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Frumkvöðlasetur.

Lögð fram greinargerð frá forstöðumanni Skaftfells um starfsemi og rekstur Öldugötu frumkvöðlaseturs – vinnustað skapandi greina, fyrir tímabilið október 2016 til janúar 2017. Bæjarráð felur bæjarstjóra að framlengja núgildandi samning til 30. júní 2017.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:18.