Bæjarráð 23.02.18

Fundargerð 2422. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar 

Föstudaginn 23.02.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 14:00. 

Fundinn sátu: Arnbjörg Sveinsdóttir í fjarveru Margrétar Guðjónsdóttur, Elfa Hlín Pétursdóttir, og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Garðarsvöllur

Á fundinn undir þessum lið mættu Njörður Guðmundsson og Sveinn Ágúst Þórsson frá stjórn knattspyrnudeildar Hugins. Þeir fóru yfir sína sýn á hönnun endurgerðar yfirborðs vallarins og hugmyndir um útfærslu og vinnslu einstakra þátta verkefnisins. Rætt um afsetningu efnis úr yfirborði vallarins og nýtingu þess. Áfram í vinnslu.

 

2. Fundargerðir:

2.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 5.02.18.

Fundargerðin samþykkt.

2.2. Fundargerð velferðarnefndar frá 13.02.18.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 1 í fundargerðinni „Sundhöll Seyðisfjarðar – mögulegt samstarf við tjaldsvæði að fela íþróttafulltrúa að hafa samráð við hlutaðeigandi forstöðumenn að leggja fram tillögu um lausn málsins.

Vegna liðar 3 í fundargerðinni „Sparkvöllur“ samþykkir bæjarráð að vísa tillögu velferðarnefndar að umgengnisreglum fyrir sparkvöll til umfjöllunar bæjarstjórnar.

Fundargerðin samþykkt.

2.3. Fundargerð atvinnu- og framtíðarmálanefndar frá 15.02.18.

Fundargerðin samþykkt.

 

3. Erindi:

3.1. Lífeyrissjóður starfsmanna rikisins 31.01.18. Sameining Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og B-deildar LSR 1. janúar 2018.

Lagt fram til kynningar.

3.2. Matvælastofnun 7.02.18. Eftirlegukindur í Bjólfinum.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar sem fer með fjallskilamál.

3.3. Samorka 7.02.18. Metoo: Hvatning Stjórnar Samorku til aðildarfyritækja.

Lagt fram til kynningar.

3.4. Ungt Austurland 8.02.18. Miðstjórnarfundur Ungs Austurlands 2017.

Ályktanir frá miðstjórnarfundi Ungs Austurlands um samgöngumál, heilbrigðismál, sveitarstjórnarkosningar og samstarf á Austurlandi lagðar fram til kynningar.

3.5. Pacta 8.02.18. Persónuvernd vinnsluskrá.

Lagt fram til kynningar.

3.6. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 8.02.18. Uppgjör sveitarfélaga við Brú lífeyrissjóð vegna laga nr.  127/2016.

Lagt fram til kynningar.

3.7. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 9.02.17. Þörf fyrir þriggja fasa rafmagn.

Bæjarráð samþykkir að fela atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúa að taka saman upplýsingar samkvæmt beiðninni.

3.8. Vinnumálastofnun 14.02.18. Sumarstörf fyrir háskólamenntaða með fjárstuðningi frá Vinnumálastofnun.

Bæjarráð samþykkir að beina því til atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa og byggingarfulltrúa að taka erindið til skoðunar með hliðsjón af fyrirliggjandi verkefnum.

3.9. Samband íslenskra sveitarfélaga 14.02.18. Handbók um íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttöku íbúa.

Lögð fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vekja athygli bæjarfulltrúa á handbókinni.

3.10. Alþingi 14.02.18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35.mál.

Lagt fram til kynningar.

3.11. Alþingi 15.02.18. Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir,52. mál.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð vísar til fyrri umsagnar Seyðisfjarðarkaupstaðar um sama mál.

3.12. Lánasjóður sveitarfélaga ohf 16.02.18. Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vekja athygli bæjarfulltrúa á erindinu.

 

4. Samstarf sveitarfélaga:

4.1. Fundargerð samstarfsnefndar sveitarfélaga á félagsþjónustusvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs frá 6.11.17.

Lögð fram til kynningar.

4.2. Fundargerð samstarfsnefndar sveitarfélaga á félagsþjónustusvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs frá 29.01.18.

Lögð fram til kynningar.

4.3. Fundargerð samstarfsnefndar sveitarfélaga á félagsþjónustusvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs frá 16.02.18.

Ásamt fundargerðinni eru lögð fram drög að skoðanakönnun til að kanna hug íbúa á svæðinu. 

Bæjarráð samþykkir að vinna áfram með drögin og að vísa fundargerðinni og umfjöllun um könnun til bæjarstjórnar.

 

5. Verkefnislýsing svæðisskipulags Austurlands.

Lögð fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa verkefnisslýsingunni til umfjöllunar og afgreiðslu hjá umhverfisnefnd.

 

6. Herðubreið.

Fram fer umræða um undirbúning endurbóta á hátíðarsal í Herðubreið.

 

7. Skjalakerfi.

Farið yfir þörf fyrir mála- og skjalakerfi og rædd lausn sem Advania býður.

Áfram í vinnslu.

 

8. Sýslumaðurinn á Austurlandi.

Fram fer umræða um stöðu og fækkun starfa hjá embættinu sem gengur gegn yfirlýstri stefnu og fyrirheitum stjórnvalda við stofnun embættisins um fjölgun starf og ný verkefni embætta Sýslumanna.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:56.