Bæjarráð 23.03.16

2354.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 23.03.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð. Fundargerðin var færð í tölvu.

Gerðir fundarins

1. Erindi:

1.1. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 8.03.16. Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2015. Í erindinu er gerð grein fyrir framlögum sjóðsins fyrir árið 2015. Einnig að í mars fari fram endurskoðun á framlögum fyrir árið 2016. Lagt fram til kynningar.

1.2. Skaftfell 12.03.16. Öldugata 14. Í erindinu er óskað eftir að leigja Öldugötu 14 fyrir frumkvöðlasetur. Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

1.3. Framsóknarfélag Seyðisfjarðar 12.03.16. Ályktun um aðgengi slökkviliðs að vatni. Lögð fram til kynningar.

1.4. Tækniminjasafn Austurlands 15.03.16. Styrkbeiðni. Í erindinu er óskað eftir tveimur sumarstarfsmönnum úr Vinnuskólanum í sumar á tilteknum forsendum. Bæjarráð samþykkir að taka erindið til skoðunar þegar mönnun vinnuskólans liggur fyrir.

1.5. Liðsemd 16.03.16. Heilsu- og vinnuvernd. Erindið varðar heilsufarsskoðanir og vinnuvernd og aukið heilsulæsi. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til forstöðumanna kaupstaðarins.

1.6. Samband íslenskra sveitarfélaga 16.03.16. Boð í námsferð til Svíþjóðar. Sambandið býður sveitarstjórnarmönnum upp á námsferð til Svíþjóðar 29. ágúst til 1. september til að kynna sér íbúalýðræði í sænskum sveitarfélögum. Bæjarráð samþykkir að kaupstaðurinn eigi fulltrúa í ferðinni.

1.7. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 17.03.16. Bókun frá 6. fundi stjórnar SSA um Ísland ljóstengt. Kynnt.

2. Samstarf sveitarfélaga:

2.1. Fundargerð samstarfsnefndar SNS og Félags grunnskólakennara nr. 53 8.01.16. Lögð fram til kynningar.

2.2. Fundargerð samstarfsnefndar SNS og Félags grunnskólakennara nr. 54 10.02.16. Lögð fram til kynningar.

2.3. Fundargerð samstarfsnefndar SNS og Félags grunnskólakennara nr. 55 1.03.16. Lögð fram til kynningar.

2.4. Fundargerð 6. fundar stjórnar Sambands sveitarfélag á Austurlandi fyrir starfsárið 2015-2016 frá 15 mars. Lögð fram til kynningar.

3. Ársreikningur.

Lögð fram drög að ársreikningi fyrir árið 2015, fyrir fyrirtæki, sjóði og stofnanir kaupstaðarins. Bæjarstjóri kynnti vinnu við ársreikninginn og helstu niðurstöður.

4. Margildi.

Lögð fram kynning frá Margildi um fyrirhugaða lýsisframleiðslu til manneldis. Bæjarstjóri greindi frá efni fundar sem hann átti með fulltrúum Margildis en af hálfu fyrirtækisins er unnið að undirbúningi staðarvals á Austfjörðum fyrir framleiðsluna. „Bæjarráð lýsir áhuga á að fá að fylgjast með framvindu verkefnisins með mögulega staðsetningu á Seyðisfirði í huga.“

5. Félagsheimilið Herðubreið.

Lögð fram bókun úr fundargerð bæjarstjórnar frá 1707. fundi hennar og erindi frá verkefnahópi um endurreisn Herðubreiðar. „Bæjarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum“.

6. Fjárhagsáætlun 2017 - 2020. Lögð fram tillaga að ferli, vinnulagi, tímaáætlun og framsetningu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016. Bæjarráð samþykkir tillöguna sem verður send forstöðumönnum og nefndum. Bæjarráð samþykkir einnig að rammar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 verði unnir á grunni þriggja ára áætlunar, tekið verði mið af útkomu ársins 2015 og viðmiðum bæjarstjórnar um afkomu og fjárhagsstöðu kaupstaðarins.

7. Viðauki II við samning SSA, Skaftfells, og Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 6.07.2015. Lagður fram viðauki við samning Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), Skaftfells, miðstöð myndlistar á Austurlandi og Seyðisfjarðarkaupstaðar í tengslum við samning um sóknaráætlun sem undirritaður var 6. júlí 2015. Viðaukinn er nr. II.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:57.