2430. Bæjarráð 23.05.18
Fundargerð 2430. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 23.05.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 13:15.
Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Fundargerðir:
1.1. Fundargerð velferðarnefndar nr. 40 frá 8.05.18.
Fundargerðin samþykkt.
2. Erindi:
2.1. Inspectionem ehf. 27.04.18. Brunavarnaráætlun.
Lagt fram til kynningar.
2.2. Ólöf Herborg Jóhannsdóttir 5.05.18. Styrkbeiðni.
Lögð fram beiðni um styrk til vinnslu Stakkahlíðar og Loðmundarfjarðarsögu.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til verkefnisins að upphæð 20.000 krónur af lið 2159-9991.
2.3. SÍBS 07.05.18. Áhrifaþættir heilbrigðis – hvað get ég gert.
Bæjarráð samþykkir að birta logo Seyðisfjarðarkaupstaðar í blaðinu.
2.4. Landskerfi bókasafna hf. 9.05.18. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2018.
Lagt fram til kynningar.
2.5. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 14.05.18. Héraðsskjalasafn: fjárhagsáætlun og rekstrarframlög 2019.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
2.6. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands 15.05.18. Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2018.
Í erindinu kemur fram að Seyðisfjarðarkaupstaður hlaut styrk að upphæð kr. 450.000 vegna upplýsingaskiltis við Neðri-Staf á Fjarðarheiði.
2.7. Trappa Ráðgjöf. 18.05.18. Skólaskrifstofa til leigu, fjarkennsla ráðgjöf ofl.
Bæjarstjóra falið að fara yfir erindið með skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.
3. Samstarf sveitarfélaga:
3.1. Fundargerð aðalfundar Brunavarna á Austurlandi 15.05.18.
Lögð fram til kynningar.
3.2. Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið i Stafdal frá 15.05.18.
Fundargerðin ásamt ársreikningi fyrir árið 2017 lögð fram til kynningar.
3.3. Fundagerð 9. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 14.05.18.
Lögð fram til kynningar.
4. Fjármál 2018.
4.1. Liður 4.3. úr fundargerð 2427. fundar bæjarráðs „Guðrún Veturliðadóttir. 03.04.18. Styrkbeiðni“.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 180.000 krónur af lið 2159-9991 í verkefnið „Stelpur rokka“.
4.2. Samningur við Héraðsskjalasafn Austfirðinga um skráningu gagna.
Lagður fram samningur um skráningu gagna frá Bókasafni Seyðisfjarðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn.
4.3. Samningur um útseldan heimilismat milli Seyðisfjarðarkaupstaðar, Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samninginn.
4.4. Ísland 2020 – atvinnuhættir og menning.
Lagt fram samkomulag við Sagaz um þáttöku í ritinu Ísland 2020 – atvinnuhættir og menning.
Bæjarráð staðfestir þáttöku kaupstaðarins í ritinu.
5. Bæjarskrifstofa - bókhaldsdeild.
Rætt um tilhögun og eflingu bókhaldsdeildar með hliðsjón af ábendingum endurskoðanda kaupstaðarins.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:31.