Bæjarráð 24.02.16

2351.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar.

Miðvikudaginn 24.02.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta inn lið nr. 4, „List í ljósi – Listahátíð á Seyðisfirði.“ Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Dagskrá:

1. Erindi:

1.1. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 10.02.16. Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla 2014. Lagt fram til kynningar. Fram kemur í erindinu að eftirlitsnefndin hefur yfirfarið upplýsingar kaupstaðarins vegna óska nefndarinnar um upplýsingar um ársreikning og endurskoðunarskýrslu kaupstaðarins fyrir árið 2014 og óski ekki eftir frekari upplýsingum.

1.2. Alþingi 22.02.16. Til umsagnar, frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál. Lagt fram til kynningar.

1.3. Lánasjóður sveitarfélaga 22.02.16. Framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

1.4. Austurbrú 08.02.16. Þjónustusamningar við sveitarfélög vegna 2016. Lagðar fram upplýsingar um framlög sveitarfélaga til markaðs- og atvinnuþróunarmála hjá Austurbrú ásamt þjónustu- og samstarfssamningi fyrir árið 2016. Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn. Samþykkt að taka málið til umfjöllunar sem sérstakan dagskrárlið á næsta fundi bæjarstjórnar.

2. Samstarf sveitarfélaga:

2.1. Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 9.02.16. Lögð fram til kynningar ásamt drögum að uppgjöri fyrir reksturinn í janúar 2016. Samþykkt að vísa fundargerðinni til umfjöllunar í velferðarnefnd.

2.2. Fundargerð 3. fundar stjórnar SSA starfsárið 2015-2016 frá 16.02.16. Lögð fram til kynningar.

2.3. Fundargerð 26. fundar Sjávarútvegssveitarfélaga frá 12.02.16. Lögð fram til kynningar.

3. Miðstöð menningarfræða. Lagt fram svar frá Austurbrú við fyrirspurn bæjarráðs um fyrirkomulag verkefnisins og starfsemi Austurbrúar á Seyðisfirði. Samþykkt að óska eftir að framkvæmdastjóri Austurbrúar komi á næsta fund bæjarráðs.

4. List í ljósi – Listahátíð á Seyðisfirði. Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum og öllum sem komu að uppsetningu List í ljósi – Listahátíðar á Seyðisfirði, fyrir framlag þeirra til menningar á Seyðisfirði og óskar þeim til hamingju með afar vel heppnaðan viðburð. Bæjarráð óskar þess að hátíðin marki upphaf árlegrar ljóslistahátíðar á Seyðisfirði.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:46.