Bæjarráð 25.01.17

2384.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 25.01.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Austurbrú 20.01.17. Opinn fundur: Rafbílavæðing Austurlands.

Í erindinu er kynntur opinn fundur um rafbílavæðingu Austurlands, fimmtudaginn 26. janúar 2017.

1.2. Þorvaldur Jóhannsson 24.01.16. Áframhald á ritun Sögu Seyðisfjarðar.

Í erindinu er reifuð ritun sögu Seyðisfjarðar fram til 1995 og hugmyndir um framhald söguritunar. Bæjarráð þakkar ábendinguna.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til ferða- og menningarnefndar.

1.3. Þorvaldur Jóhannsson 24.01.16. Birting greina/heimildir úr bæjarlífinu.

Í erindinu er fjallað um möguleika til birtingar frétta og greina á Seyðisfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

1.4. Þorvaldur Jóhannsson 24.01.16. Brattahlíð: Götu – botnlanginn.

Í erindinu er gerð grein fyrir ástandi enda Bröttuhlíðar austan Bröttuhlíðar 10 og óskað eftir að lagt verði slitlag yfir enda götunnar.

Með vísan til gildandi fjárhagsáætlunar er ekki unnt að verða við erindinu. Verkefnið er á lista yfir framkvæmdir vegna viðhalds gatna.

 

2. Samningur um rafrænar færslur.

Lagður fram samningur við Inexchange um rafrænar sendingar fyrir fjárhagskerfi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

 

3. Reglur um afslátt á fasteignagjöldum.

Lögð fram drög að reglum um afslátt á fasteignaskatti fyrir árið 2017. Áfram í vinnslu.

 

4. Starfsmannastefna.

Farið yfir framlögð drög að nýrri starfsmannastefnu fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.

Bæjarráð samþykkir að senda drögin til umfjöllunar hjá starfsmönnum kaupstaðarins. Miðað verði við að ábendingar eða umsagnir hafi borist fyrir kl.15:00 28. febrúar 2017.

 

5. Hitaveita Seyðisfjarðar.

Ítarleg umræða um stöðu hitaveitu á Seyðisfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með forstjóra RARIK ohf.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:55.