Bæjarráð 25.05.16

2361.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 25.05.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 39. fundar atvinnu- og framtíðarmálanefndar frá 17.05.16. Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð 21. fundar velferðarnefndar frá 17.05.16. Fundargerðin samþykkt.

2. Erindi:

2.1. Samorka 18.05.16. Norræna vatnsveituráðstefnan.

Ásamt erindinu er dagskrá ráðstefnunnar sem fer fram 28-30. september n.k. lögð fram til kynningar.

2.2. Starfa 19.04.16. Starfsendurhæfing Austurlands, upplýsingar.

Lögð fram til kynningar eftirtalin gögn: Auglýsing um staðfestingu á breytingu á skipulagsskrá nr. 72/2008 breytingin varðar 9.gr. um reikningsár og framlagningu ársreiknings Starfa, ársreikningur Starfa 2015, fundargerð ársfundar 2015 frá 29.04.16, ársskýrsla 2015, fundargerð stjórnar frá 29.04.16, fundargerð stjórnar frá 14.10.15, fundargerð stjórnar frá 26.02,16 og fundargerð stjórnar frá 29.04.16.

2.3. Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs 19.05.16. Tilnefning í félagsmálanefnd.

Bæjarráð tilnefnir Arnbjörgu Sveinsdóttur í félagsmálnefnd á meðan Svava Lárusdóttir verður í leyfi frá störfum í nefndinni.

2.4. Heilbrigðisstofnun Austurlands 20.05.16. Upplýsingar um læknaþjónustu.

Í erindinu kemur fram að yfirvofandi sé alvarlegt ástand í læknamönnun á næstu vikum og mánuðum.Bæjarráð lítur stöðuna mjög alvarlegum augum og tekur undir áhyggjur stofnunarinnar sem fram koma í erindinu.

Bæjarráð samþykkir að árétta fyrri ósk eftir fundi með stjórnendum stofnunarinnar.

2.5. Framsóknarfélag Seyðisfjarðar 23.05.16. Rekstur Félagsheimilisins Herðubreiðar. Lagt fram til kynningar.

2.6. Ungmennafélag Íslands 23.05.16. Unglingalandsmót UMFÍ 2019.

 Lagt fram til kynningar.

2.7. Landsnet 24.05.16. Matslýsing vegna kerfisáætlunar 2016-2025.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 143. fundar félagsmálanefndar frá 27.04.16.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð 27. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Lögð fram til kynningar.

4. Fjarðargata 8. Erindi frá Brunavörnum frá.11.04.16.

Bæjarstjóri greindi frá fundi sem hann átti með forsvarsmönnum Austfars vegna erindis Brunavarna um að kannaðir verði möguleikar á að fá inni fyrir starfsemi slökkviliðs Seyðisfjarðar í Fjarðargötu 8. Áfram í vinnslu.

5. Rekstur félagsheimilisins Herðubreiðar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir rekstaraðila til að sjá um starfsemi félagsheimilisins Herðubreiðar á grundvelli framlagðrar útboðslýsingar.

6. Fjárhagsáætlun 2017.

Farið yfir forsendur fyrir úthlutun fjárhagsramma vegna vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma sem verða afhentir nefndum og forstöðumönnum í samræmi við ferli fjárhagsáætlunar.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:04.