Bæjarráð 27.01.16

2348.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 27.01.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 4.01.16. Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð 17. fundar velferðarnefndar frá 12.01.16. Vegna liðar 1 í fundargerðinni, „Viðmið vegna notkunar félagasamtaka af líkamsrækt Seyðisfjarðarkaupstaðar“, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að framlög tillaga um viðmið vegna samningagerðar og gjaldfrjálsra afnota íþróttafélaga af líkamsræktarstöð Seyðisfjarðarkaupstaðar verði samþykkt.
Vegna liðar 2 í fundargerðinni, „Jafnréttismál – jafnréttisáætlun“ leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að framlögð jafnréttisáætlun 2015-2019 verði samþykkt. Fundargerðin samþykkt.

1.3. Fundargerð umhverfisnefndar frá 25.01.16. Vegna liðar 1, í fundargerðinni „Norðurgata 8 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga“, vék Margrét af fundi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga vegna málsins.
Vegna liðar 2. í fundargerðinni „Deiliskipulag á hafnarsvæði og Öldu“, samþykkir bæjarráð að vísa tillögu að deiliskipulagi á hafnarsvæði og Öldu sem auglýst var og ekki bárust athugasemdir við, til umfjöllunar hjá hafnarmálaráði. Vegna liðar 3 í fundargerðinni „Deiliskipulag við Ársstíg, skipulagslýsing almenn kynning“ felur bæjarráð bæjarstjóra að afla upplýsinga vegna málsins í samræmi við umræður á fundinum. Fundargerðin samþykkt.

 1. Erindi:

2.1. Mennta- og menningarmálaráðuneytið 30.12.15. Eftirfylgni með úttekt á Seyðisfjarðarskóla og Leikskólanum Sólvöllum lokið. Bæjarráð fagnar því að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur staðfest að umbótum í samræmi við áætlun um úrbætur í kjölfar úttektar ráðuneytisins er lokið. Bæjarráð þakkar stjórnendum og starfsfólki skólanna fyrir þátttöku í umbótaferlinu.

2.2. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 7.01.16. Eftirlit með vatnsveitu Seyðisfjarðar árið 2015. Lagt fram til kynningar.

2.3. Austurbrú 8.01.16. Fjárhagsáætlun Austurbrúar fyrir árið 2016. Lagt fram til kynningar.

2.4. Vatnajökulsþjóðgarður 8.01.16. Fundur um mögulegt samstarf um rekstur upplýsingamiðstöðvar. Lagt fram til kynningar. Samþykkt að bæjarstjóri sæki fundinn.

2.5. Dögun 8.01.16. Fundarboð vegna fundar um TISA samninga. Lagt fram til kynningar.

2.6. Samband íslenskra sveitarfélaga 8.01.16. Samræmd lóðaafmörkun. Bæjarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa og umhverfisnefnd að taka saman sjónarmið kaupstaðarins og ábendingar um málið.

2.7. Samband íslenskra sveitarfélaga 13.01.16. Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

2.8. Hjalti Sölvason 13.01.16. Stefnumótun sveitarfélags. Bæjarráð hefur fengið kynningu á verkefninu „Stefnumótun sveitarfélags“ sem bréfritari býður.  Bæjarráð telur verkefnið og aðferðafræðina áhugaverða og geta nýst. Samþykkt að taka málið fyrir í haust við gerð starfa- og fjárhagsáætlunar.

2.9. Krabbameinsfélag Austurlands 13.01.16. Beiðni um styrk. Bæjarráð samþykkir að styrkja félagið um 30.000 kr. af lið 2159-9191.

2.10.         Samorka 14.01.16. Aðalfundur Samorku 2016. Lagt fram til kynningar.

2.11.         Teiknistofan AKS 19.01.16. Kynning. Lagt fram til kynningar.

2.12.         Umhverfis- og auðlindaráðuneytið 22.01.16. Breytingar á byggingarreglugerð nr. 112/2012. Bæjarráð felur byggingarfulltrúa og umhverfisnefnd að taka saman drög að umsögn kaupstaðarins.

2.13.         Sókn lögmannsstofa 25.01.16. Tilboð í innheimtu- og ráðgjafaþjónustu. Samþykkt að fela innheimtufulltrúa að taka saman upplýsingar um innheimtur á vegum kaupstaðarins og kostnað.

2.14.         Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum 26.01.16. Styrkumsókn. Bæjarráð samþykkir að bjóða Leikfélaginu aðstöðu til einnar sýningar í bíósal Félagsheimilisins án endurgjalds og styrk að upphæð 10.000 kr. af lið 2159-9191.

 1. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 4. fundar fagráðs vatnsveitna frá 14.12.15. Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð 5. fundar fagráðs fráveitna frá 14.12.15. Lögð fram til kynningar.

3.3. Fundargerð 3. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 15.12.16. Lögð fram til kynningar.

3.4. Fundargerð 4. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 15.12.16. Lögð fram til kynningar.

3.5. Fundargerð 25. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Lögð fram til kynningar.

3.6. Fundargerð 101. fundar sameiginlegs fundar samstarfsnefnda Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara frá 14.01.16. Lögð fram til kynningar.

3.7. Fundargerð 23. fundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 19.01.16 Lögð fram til kynningar.

 1. Skólamötuneyti. Farið yfir niðurstöður verðkönnunnar vegna skólamáltíða og forsendur í rekstri skólamötuneytis. Niðurstaða bæjarráðs er að starfsemi skólamötuneytis verði með sama sniði og verið hefur.
 2. Gjaldskrár. Lagðar fram tillögur um breytingar á gjaldskrám fyrir Íþróttamiðstöð, Sundhöll og tjaldsvæði. Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2016 fyrir:
  1. Íþróttamiðstöð.
  2. Sundhöll.
  3. Tjaldsvæði.
  4. Miðstöð menningarfræða. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um áform Austurbrúar um starfsemi og fyrirkomulag tengd verkefninu.
  5. Sumarlokun bæjarskrifstofu. Bæjarráð samþykkir að sumarlokun bæjarskrifstofu verði frá og með 11. júlí til og með 5. ágúst 2016.
  6. Afnotasamningur við Knattspyrnudeild Hugins. Samningur um afnot Knattspyrnudeildar Hugins af íþróttaaðstöðu kaupstaðarins  fyrir árið 2016 lagður fram til kynningar.
  7. Samningur við N4 vegna þáttagerðar á Austurlandi 2016. Lögð fram drög að samningi við N4 vegna þáttagerðar á Austurlandi fyrir árið  2016. Bæjarráð samþykkir framlögð drög með breytingartillögum sem kynntar verða fyrir fulltrúum N4.
  8. Reglur um afslátt af fasteignaskatti árið 2016. Lögð fram drög að reglum um afslátt af fasteignaskatti fyrir árið 2016. Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti árið 2016“.
  9. Þróun almenningssamgangna á Austurlandi (SvAust). Lögð fram fundargerð frá fundi fulltrúa sveitarfélaga um almenningssamgöngur sem haldinn var  21.01.16, erindisbréf fyrir starfshóp um þróun almenningssamganga á Austurlandi (SvAust) og flæðirit.  Bæjarráð samþykkir að Hjalti Þór Bergsson verði fulltrúi kaupstaðarins í starfshóp um verkefnið, til vara verði bæjarstjóri.
  10. Ísland ljóstengt. - Ljósleiðaravæðing á Austurlandi. Farið yfir stöðu varðandi ljósleiðaravæðingu í dreifbýli og undirbúning vegna hennar. Samþykkt að stefna að því að vinna málið í samstarfi við önnur sveitarfélög á Austurlandi standi vilji til þess.
  11. Ljósaskilti í Bjólfi. Bæjarráð samþykkir að láta gera við ljósaskilti í Bjólfi.
  12. Verksamningur Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar við Íslenska gámafélagið um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs. Samningurinn sem undirritaður var 25.01.16 ásamt fylgigögnum lagður fram til kynningar.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:06.