Bæjarráð 27.04.16

2358.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 27.04.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 17:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð atvinnu- og framtíðarmálanefndar frá 19.04.16.

Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð velferðarnefndar frá 19.04.16.

Vegna liðar 2 í fundargerðinni „Læknisþjónusta á Seyðisfirði“, samþykkir bæjarráð að óska eftir fundi með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Fundargerðin samþykkt.

1.3. Fundargerð ungmennaráðs frá 3.04.16.

Lögð fram til kynningar.

1.4. Fundargerð umhverfisnefndar frá 25.04.16.

Í lið 1 í fundargerðinni leggur umhverfisnefnd til að landnotkun á lóðinni Langatanga 7 verði breytt úr athafnasvæði í gildandi aðalskipulagi, í verslunar- og þjónustusvæði, að Aðalheiði Borgþórsdóttur verði veitt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina; Langitangi 7 og ennfremur að samþykkt verði stækkun lóðarinnar um u.þ.b. 20 metra til suðurs og 20 metra til vesturs.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir að fela byggingarfulltrúa að undirbúa tillögu um breytingu á aðalskipulagi í samræmi við tillögu umhverfisnefndar“.

Bæjarráð tekur jákvætt í aðra þætti erindisins sem verða teknir til afgreiðslu eftir framgangi ferlis við breytingar á aðalskipulagi.

Vegna liðar 2 í fundargerðinni „Botnahlíð 13, umsókn um leyfi til sölu gistingar,“ leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, samþykkir bæjarstjórn leyfisveitingu fyrir sitt leyti“. Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar“.

2. Erindi:

2.1. Landskerfi bókasafna 14.04.16. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2016.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. 14.04.16. Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2015. Lagt fram til kynningar. Í erindinu kemur fram að á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga var samþykkt að greiða út arð sem nemur 523.000.000 kr. sem skiptist niður á hluthafa sjóðsins. Hlutur Seyðisfjarðarkaupstaðar af því er 0,977% fyrir fjármagnstekjuskatt sem er 20%.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta arðgreiðslunni.

2.3. Alþingi 20.04.2016. Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638 mál.

Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir 70 milljónum króna til Fjarðarheiðarganga árin 2017 og 2018 til viðbótar framlagi þessa árs. Auk þess kemur fram að gert er ráð fyrir 100 milljónum króna til öryggisaðgerða á Seyðisfjarðarvegi um Fjarðarheiði.„Bæjarráð Seyðisfjarðar fagnar því að gert er ráð fyrir að ljúka rannsóknum vegna Fjarðarheiðarganga og að hefja undirbúning framkvæmda samkvæmt áætluninni. Bæjarráð leggur áherslu á að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist samhliða framkvæmdum við Dýrafjarðargöng sé þess nokkur kostur. Jafnframt fagnar bæjarráð áformum áætlunarinnar um vegbætur í öryggisskyni á Seyðisfjarðarvegi um Fjarðarheiði og hvetur til samþykktar umrædds hluta tillögunnar.

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 7. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 19.04.16. Lögð fram til kynningar.

4. Umsókn í Styrktarsjóð EBÍ.

Bæjarráð samþykkir að sækja um fjárframlag til gerðar bæjarskiltis sem verður samgöngubót og bætir aðgengi og eykur umferðaröryggi vegfarenda á Seyðisfirði.

5. Fjármál 2016.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu 31.03.16. Horfur á frávikum rædd.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:06.