Bæjarráð 27.09.17

2408. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 27.09.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 09:30. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Erindi:

1.1. Persónuvernd 14.09.17. Ársskýrsla Persónuverndar 2016.

Ársskýrsla Persónuverndar 2016 lögð fram til kynningar.

1.2. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 19.09.17. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2017.

Bæjarstjóri sækir ársfundinn fyrir hönd kaupstaðarins.

 

2. Fjármál 2017.

Farið yfir ýmis atriði tengd fjármálum.

 

3. Eldvarnarbandalagið – samstarfssamningur.

Bæjarráð felur Dagnýju Erlu Ólafsdóttur, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa að fara með umboð kaupstaðarins á fundi sveitarfélaga sem eiga aðild að Brunavörnum á Austurlandi og Eldvarnarbandalagsins.

 

4. Húsnæðismál.

Bæjarstjóri greindi frá efni og umræðum fundar sem haldinn var á Akureyri um húsnæðismál á landsbyggðinni.

Á fundinum kom fram að húsnæðisvandi sem sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við er á margan hátt ólíkur vandanum á SV-horninu. Út um land er markaðsverð oft á tíðum lægra en byggingarkostnaður með þeim afleiðingum að nýbyggingar eru nokkuð fátíðar. Ljóst er að nýleg lög og reglur um húsnæðismál ná að óbreyttu ekki utan um ríkjandi vanda á landsbyggðunum.

 

5. Fjárhagsáætlun 2018.

5.1. Heimsókn velferðarnefnd.

Á fundinn undir þessum lið mætti Svava Lárusdóttir formaður nefndarinnar. Svava fór ítarlega yfir áherslur og mál á málasviði nefndarinnar.

5.2. Heimsókn ferðamálahópur.

Á fundinn undir þessum lið mættu Aðalheiður Borgþórsdóttir, Dagný Erla Ómarsdóttir og Jessica Auer. Þær gerðu grein fyrir tillögum tengdum ferðamálum, innviðum og umhverfismálum sem fram komu á opnum fundi 24. ágúst síðastliðnum og mögulegum útfærslu þeirra.

Ályktun frá fundinum ásamt tillögunum eru til umfjöllunar í fastanefndum kaupstaðarins.

5.3. Heimsókn fræðslunefnd.

Á fundinn undir þessum lið mætti Íris Dröfn Árnadóttir formaður nefndarinnar. Hún lagði fram áherslur vegna fjárhagsáætlunar 2018 og starfsáætlun og kynnti umfjöllun nefndarinnar og stjórnenda um fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarráð samþykkir að heimsækja skólann tengt fundum við gerð fjárhagsáætlunar.

 

6. Grunnleigusamningur um lóð til íbúðarhúsabyggingar – Fjörður 4.

Bæjarstjóra falið að árita framlagðan samning með breytingu á skilgreiningu viðmiðs um flokkun húsnæðis í lið 5.

 

7. Heilbrigðisþjónusta.

Staða heilbrigðisþjónustu og framkvæmd hennar á liðnum mánuðum rædd. Sérstaklega skert viðvera lækna og lækkað þjónustustig sem ekki getur talist viðunandi í ljósi þess mikla fjölda ferðamanna sem sækir Seyðisfjörð heim.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir upplýsingum um starfsemina og umfang hennar.

 

8. Löggæsla.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir upplýsingum um stöðu og framvindu uppbyggingar löggæslu á Seyðisfirði og nýtingu fjárheimilda í fjárlögum þar að lútandi.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:56.