Bæjarráð 27.10.17
2410. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar
Föstudaginn 27.10.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 14:15.
Fundinn sátu: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Knattspyrnuvöllur við Garðarsvöll.
Á fundinn undir þessum lið mætti Sveinn Ágúst Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Hugins. Farið yfir mögulegar endurbætur Garðarsvallar.
2. Fundargerðir:
2.1. Fundargerð velferðarnefndar frá 17.10.17.
Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga frá nefndinni er varða fjárhagsáætlun.
Fundargerðin samþykkt.
3. Erindi:
3.1. Minjastofnun Íslands 13.10.17. Umsóknir vegna verndarsvæða í byggð.
Lagt fram til kynningar.
3.2. Samtök ferðaþjónustunnar 16.10.17. Vörugjöld bílaleigubíla og skoðun á skattbyrði bílaleigufyrirtækja.
Í erindinu er vakin athygli á færslu bílaleigubíla í efsta þrep vörugjalda og mögulegum áhrifum þess.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til ferða- og menningarnefndar.
3.3. Rannveig Þórhallsdóttir 23.10.17. Beiðni um styrkveitingu vegna rannsókna á gripum „fjallkonunnar“ sem fannst við Vestdalsvatn 2004.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 krónur.
4. Samstarf sveitarfélaga:
4.1. Fundargerð félagsmálanefndar frá 17.10.17.
Lögð fram til kynningar.
5. Ytra mat á leikskólum 2018.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um að framkvæmt verði ytra mat á leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla.
6. Fjárhagsáætlun 2018.
Farið yfir sviðsmyndir fjárhagsramma. Áfram í vinnslu.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:42.