Bæjarráð 29.03.17
2391. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 29.03.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Á fundinn undir þessum lið mætti Guðjón Hauksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA). Málefni HSA, staða og horfur heilbrigðisþjónustu á Austurlandi rædd ítarlega.
2. Fundargerðir:
2.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 21.03.17.
Fundargerðin samþykkt.
2.2. Fundargerð umhverfisnefndar frá 27.03.17
Frestað.
3. Erindi:
3.1. StarfA 21.03.17. Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands .
Lagt fram fundarboð vegna ársfundar Starfsendurhæfingar Austurlands sem verður haldinn 31. mars næstkomandi. Ásamt fundarboðinu eru lagðar fram fundargerðir stjórnar StarfA á starfsárinu 2016.
3.2. Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum 24.03.17. Slóðar og smalavegir.
Lagt fram til kynningar.
3.3. Minjastofnun Íslands 24.03.17. Auglýsing um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð 2017.
Lögð fram til kynningar.
3.4. Alþingi 28.03.17. Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál.
Bæjarráð vísar í umsögn um frumvarp sama efnis sem er eftirfarandi: „Bæjarráð telur að með hliðsjón af þeirri óvissu um niðurstöðu áhrifa frumvarpsins á tekjur sveitarfélaga að heppilegra væri að annarra leiða væri leitað til að treysta tekjustofna sveitarfélaga með varanlegri hætti“. Bæjarráð bendir jafnframt á að um óvenjulegar tekjur jöfnunarsjóðs er að ræða og að mikilvægt sé að tryggja að þær skiptist á réttlátan hátt milli sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að setja reglur um skiptingu.
3.5. Alþingi 28.03.17. Frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál.
Lagt fram til kynningar.
4. Fjármál 2017.
Farið yfir ýmis atriði tengt fjármálum ársins og undirbúningi viðauka vegna frávika frá fjárhagsáætlun.
5. Grunnleigusamningur um atvinnulóð við Síldarvinnsluna vegna Strandarvegs 1-11.
Lagður fram til kynningar.
6. Grunnleigusamningur um atvinnulóð við Síldarvinnsluna vegna Strandarvegs 13.
Lagður fram til kynningar.
7. Fjárhagsáætlun 2018.
1. Farið yfir frumdrög að römmum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:31.