Bæjarráð 31.01.18

Fundargerð 2420. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 31.01.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð. 

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1, Fundargerðir:

1.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 15.01.18.

Vegna liðar 2 í fundargerðinni, „Í skugga valdsins“ vísar bæjarráð til reglna sem bæjarstjórn samþykkti um einelti á vinnustað, Reglur og leiðbeiningar fyrir stjórnendur, þann 14. Júní 2016. Þar er tekið á þeim atriðum er nefndin bendir á. „Bæjarráð samþykkir jafnframt að leggja eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. Seyðisfjarðarkaupstaður áskilur sér rétt til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni, kynbundið og kynferðislegt ofbeldi. Einnig skulu þeir sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafnréttislögum í starfi sínu og að aðgerðaráætlun sé skýr. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Seyðisfjarðarkaupstaður hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt við greiðslu styrkja.

Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð velferðarnefndar frá 16.01.18.

Vegna liðar 1 „Sparkvöllur – erindi frá foreldrafélagi Seyðisfjarðarskóla“ í fundargerðinni vísar bæjarráð til gildandi fjárhagsáætlunar og viðhalds- og verkefnaáætlunar sem er í vinnslu.  Vegna liðar 2 „Húsnæði eldri borgara“ í fundargerðinni vísar bæjarráð til viðhalds og verkefnaáætlun sem er í vinnslu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurnum í lið 1 og 2 í fundargerðinni.

Fundargerðin samþykkt.

1.3. Fundargerð fræðslunefndar frá 23.01.2018.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Mannvirkjastofnun 4.01.18. Brunavarnaráætlun ekki í gildi, Seyðisfjörður.

Í erindinu er vakin athygli á því að ekki liggur fyrir brunavarnaráætlun fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.

Brunavarnaráætlun er í vinnslu hjá Brunavörnum á Austurlandi.

2.2. Samband íslenskra sveitarfélaga 12.01.18. Persónuvernd skref fyrir skref.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 16.01.18. Innleiðing Grunnskóla á kröfum persónuverndar í kjölfar álits Persónuverndar í Mentor máli.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 16.01.18. Ábendingar um hvernig hægt sé að verjast spillingu í opinberum innkaupum.

Lagt fram til kynningar.

2.5. Sýslumaðurinn á Austurlandi 17.01.18. Beiðni um að fara með þing- og sveitarsjóðsgjöld á afskriftareikning.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um stöðu innheimtumála á vegum kaupstaðarins hjá embættinu.

2.6. Samband íslenskra sveitarfélaga 22.01.18. Umsögn um drög að frv. Til laga um lögheimili og aðsetur.

Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og þau sjónarmið sem þar eru sett fram. Bæjarráð telur mikilvægt að áhrif af lagasetningunni á sveitarfélög verði greind vandlega og gert ráð fyrir mótvægisaðgerðum og endurskoðun ófyrirséðra neikvæðra áhrifa.

2.7. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 25.01.18. Skýrsla um eftirlit með vatnsveitu Seyðisfjarðarkaupstaðar árið 2017.

Lögð fram til kynningar.Samkvæmt skýrslunni er vatnsveitan vel rekin, neysluvatn stenst alla kvarða samkvæmt niðurstöðu árlegrar heildarúttektar 2017, dagbók haldin um viðhaldsverkefni en reglubundið og sýnilegt innra eftirlit þarfa að skerpa m.a. viðbragðsáætlun.

Bæjarráð felur bæjarverkstjóra að vinna á úrbótum í samræmi við ábendingar í skýrslunni.

2.8. Foreldrafélag Seyðisfjarðarskóla 26.01.18. Íþróttavöllur.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 161. fundar félagsmálanefndar frá 16.01.18.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Fjármál.

4.1. Farið yfir nokkur atriði er tengjast fjármálum og uppgjöri ársins 2017, m.a. bráðabirgða uppgjör útsvarstekna og uppgjör um aðsókn að Sundhöll.
4.2. Farið yfir ýmis atriði er tengjast fjármálum, rekstri og fyrirhuguðum framkvæmdum ársins 2018.

 

5. Leiguíbúðir.

Lagður fram tölvupóstur frá þjónustufulltrúa – trúnaðarmál.

Bæjarráð samþykkir að fela þjónustufulltrúa að vinna áfram að málinu með hliðsjón af reglum kaupstaðarins um leiguíbúðir og leggja fram tillögur um breytingar sé talin þörf á.

 

6. Uppgjör við Brú lífeyrissjóð.

Farið yfir forsendur vegna undirbúnings uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Áfram í vinnslu.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:34.