Bæjarráð 31.08.16

2368.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 31.08.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson ritaði fundargerð.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 2.5. „Guðjón Sigurðsson 30.08.16. Umsókn um að fá að nýta til sláttar, túnskika fyrir ofan Hagavöll“ og lið nr. 5, „Húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði takmörkuð notkun við LungA skólann í Herðubreið“. Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 23.08.16.

Vegna tillögu nefndarinnar í lið 1 í fundargerðinni „Sameining skóladeilda“, samþykkir bæjarráð að taka efni hennar til skoðunar.

Vegna liðar 3.1 og 3.16 í fundargerðinni felur bæjarráð fræðslunefnd að færa efni þeirra inn í tillögur sínar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt.

1.2. Fundargerð umhverfisnefndar frá 29.08.16.

Vegna liðar 1. í fundargerðinni „Langitangi 7, aðalskipulagsbreyting skipulagslýsing, kynning, umsagnir“, leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

 „Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisnefndar að vinna áfram að breytingu á aðalskipulagi er varðar breytta landnotkun í Langatanga á grundvelli skipulagslýsingar að teknu tilliti til umsagna og að höfðu samráði við umsagnaraðila“.

Vegna liðar 6 í fundargerðinni „Botnahlíð 31, umsókn um leyfi til sölu gistingar“.

Svohljóðandi tillaga umhverfisnefndar verður til afgreiðslu bæjarstjórnar á næsta fundi hennar.

„Umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir viða að orðið verði við umsókninni. Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnareftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar“.

Í lið 7 í fundargerðinni „Deiliskipulag í Lönguhlíð, tillaga að breytingu“ er eftirfarandi tillaga til bæjarstjórnar.

„Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að landnotkun í aðalskipulagi á svæðinu verði breytt úr frístundasvæði í viðskipta og þjónustusvæði og svæði fyrir eina íbúðarhúsalóð“. 

Vegna liðar 15 í fundargerðinni „Múlavegur 16, umsókn um leyfi fyrir stoðvegg“ samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti að veita leyfi fyrir gerð veggjarins á þeim hluta hans sem verður utan lóðar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Samband íslenskra sveitarfélaga 18.08.16. Byggðaráðstefnan 2016.

Lagt fram fundarboð um Byggðaráðstefnuna 2016 sem haldin verður á Breiðdalsvík 14. og 15. september 2016.

Bæjarráð samþykkir að hvetja bæjarfulltrúa til að mæta á ráðstefnuna og að skrá þátttöku tímanlega.

2.2. Samband íslenskra sveitarfélaga 19.08.16. Málþing um hringrásarhagkerfið.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 23.08.16. Minnisblað um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að senda erindið til þjónustufulltrúa, velferðarnefndar og umhverfisnefndar til kynningar.

2.4. Samband sveitarfélaga á köldum svæðum 25.08.16. Styrkveitingar Orkusjóðs. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

2.5. Guðjón Sigurðsson 30.08.16. Umsókn um að fá að nýta til sláttar, túnskika fyrir ofan Hagavöll.

Ásamt erindinu er lögð fram loftmynd af svæðinu.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 145. fundar félagsmálanefndar frá 29.06.16.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð 10. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 18.08.16.

Lögð fram til kynningar.

3.3. Fundargerð 146. fundar félagsmálanefndar frá 23.08.16.

Lögð fram til kynningar.

3.4. Fundargerð 44. Fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi frá 23.08.16.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Herðubreið – Tilboð í rekstrarsamning.

Tilboð í rekstrarsamning um félagsheimilið Herðubreið lögð fram. Eitt tilboð barst frá LungA skólanum, Sesselju Hlín Jónasardóttir og Celia Harrisson. Tilboðið er trúnaðarmál í samræmi við útboðslýsingu frá 30. júní 2016.

Bæjarráð samþykkir að boða til fundar bæjarfulltrúa með tilboðsgjafa og felur bæjarstjóra að boða til fundarins.

 

5. Húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði takmörkuð notkun við LungA skólann í Herðubreið.

Lagður fram húsaleigusamningur við LungA skólann til vors 2017.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:56.