Bæjarstjórn 24.01.18

Miðvikudaginn, 24. janúar 2018, kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hófst fundurinn kl. 16:00.

Fundinn sátu: Arnbjörg Sveinsdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir.  Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2417

Eftirfarandi fundargerð var lögð fram til kynningar : 
Umhverfisnefnd, dagsett 11.12.2017.

 

Tillaga undir lið 4.2. tekin fyrir undir lið 2 í dagskrá.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Elfa Hlín og Svava um lið 3.5., Arnbjörg um liði 3.3. og 1 og bæjarstjóri til svara.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð 15. fundar stjórnar SvAust, 6.12.17 

Bæjarráð leggur fram svohljóðandi tillögu til bæjarstjórnar, vegna starfsemi SvAust :

„Seyðisfjarðarkaupstaður samþykkir ekki þær forsendur sem koma fram í drögum að samningi og forsendum í fylgigögnum um aðkomu að rekstri um almenningssamgöngur á vegum SvAust.“

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Margrét, Þórunn Hrund, Margrét, Arnbjörg, bæjarstjóri og Arnbjörg.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2418

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina og Arnbjörg um lið 4.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2419

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Uppgjör við Brú lífeyrissjóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram :

„Bæjarstjórn felur bæjarráði að undirbúa uppgjör við Brú lífeyrissjóð.“

 

Til máls tóku bæjarstóri og Arnbjörg.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

  

6. Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Seyðisfjarðarkaupstað 2018.

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn :

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti árið 2018“.

 

Til máls tóku bæjarstjóri og Elfa Hlín.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

7. Fundargerð 855. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.12.17.  

Lögð fram til kynningar.

 

8. Fjarðarheiðargöng

Fram fer umræða um Fjarðarheiðagöng. Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundum bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar með samgönguráðherra og formanni samgönguráðs.

Eftirfarandi bókun lögð fram :

„Undanfarna daga hefur óveður gengið yfir landið. Því hafa fylgt talsverðar truflanir á samgöngum og hafa Seyðfirðingar ekki farið varhluta af því sem venja er við slíkar aðstæður. 

Fjarðarheiðin hefur verið ófær eða lokuð í á þriðja sólarhring og bíður fjöldi ferðamanna og flutningabíla eftir að komast til og frá ferjunni Norröna, auk hefðbundinnar umferðar vegna atvinnu-, skóla- og þjónustusóknar. 

Viðvörun frá Veðurstofu Íslands þar sem snjóflóðahætta er metin mikil var gefin út á svæðinu enda hafa tvö snjóflóð fallið í Seyðisfirði, rétt fyrir utan byggð í gærkvöldi en um var að ræða meðalstór flóð. 

Frá því í nóvember hafa veðurofsi og verulegar truflanir á samgöngum ríkt bæði á Fagradal og Fjarðarheiði. Það sýnir að samgöngur til og frá Seyðisfirði yrðu eftir sem áður jafn ótryggar og óöruggar ef göng undir Fjarðarheiði yrðu látin víkja fyrir lakari kostum svo sem göngum undir  Mjóafjarðarheiði eða beint til suðurs yfir í Fannardal. 

Bæjarstjórn minnir því enn og aftur á mikilvægi þess, þó ekki sé nema af framangreindum ástæðum, að tekin verði ákvörðun um tímasetningu framkvæmda við Fjarðarheiðargöng. Samkvæmt núgildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir að Fjarðarheiðargöng verði næsta jarðgangaframkvæmd á eftir Dýrafjarðargöngum og því löngu tímabært að ákvarðanir liggi fyrir um upphaf framkvæmda.”

 

Til máls tóku bæjarstjóri og Arnbjörg.

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

9. Hafnargata 11.      

Fram fer umræða um Hafnargötu 11. Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundum bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar með fjármálaráðherra og Hafsteini S. Hafsteinssyni, embættismanni í ráðuneytinu. Auk þess fundi með framkvæmdastjóra Minjaverndar.

Til máls tóku bæjarstóri og Elfa Hlín.

 

10. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram :

„Bæjarstjórn samþykkir að reglur félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk gildi hjá Seyðisfjarðarkaupstað, staðfærðar fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.“    

 

Til máls tóku bæjarstjóri og Margrét.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

                    

Fundi var slitið kl. 18.17