1739. bæjarstjórn 15.08.18

Fundargerð 1739. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 3. hæð. Hófst fundurinn kl. 16:00.

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir forseti bæjarstjórnar L-lista,

Elfa Hlín Pétursdóttir L-lista,

Eygló Björg Jóhannsdóttir B-lista.

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

og Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins: 

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn.

Forseti byrjaði á að leita afbrigða um að bæta inn sem lið 15 „Skaftfell – skipan í stjórn“, lið 16 „Framkvæmdir 2018“, lið 17 „Tillaga að áskorun bæjaryfirvalda um heilbrigðismál“, lið 18 – „Bókun um erindisbréf“, lið 19 „Húsnæðismál“ og lið 20 – „Fjarðarheiðagöng“.

 

Afbrigðin samþykkt með handauppréttingu, alls 7 atkvæði.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2432

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Forseti gaf orðið laust.

Til máls tók bæjarstjóri.

 

2. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2433  

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Forseti gaf orðið laust.   

Enginn tók til máls.

 

3. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2434         

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Forseti gaf orðið laust.  

Enginn tók til máls.

 

4. Kosning í ferða- og menningarnefnd sbr. samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar

 

Tilnefndir sem aðalmenn: Arna Magnúsdóttir L- lista, formaður Oddný Björk Daníelsdóttir D –lista.

Tilnefndur sem áheyrnarfulltrúi: Hjalti Þór Bergsson B-lista

Tilnefndir sem varamenn:  Sigurjón Guðmundsson L- lista. Sigfríð Hallgrímsdóttir D-lista.

Tilnefndur sem varaáheyrnarfulltrúi: Snædís Róbertsdóttir B-lista.

Tilnefndir frá ferðaþjónustuaðilum sem aðalmenn: Davíð Kristinsson og Sesselja Hlín Jónasardóttir.

Tilnefndir sem varamenn frá ferðaþjónustuaðilum: Bóas Eðvaldsson og Tinna Guðmundsdóttir.

Tilnefndur frá menningargeira sem aðalmaður, Arnbjörg Sveinsdóttir .

Tilnefndur sem varamaður frá menningargeira, Þorgeir Sigurðsson.

 

Tillögur um nefndarmenn og áheyrnarfulltrúa samþykktar með handauppréttingu, alls 7 atkvæði.

 

5. Kosning í kjörstjórn við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar sbr. samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar

 

Tilnefndir sem aðalmenn: Guðni Sigmundsson L- lista, Ólafía Stefánsdóttir L- lista og Jóhann Grétar Einarsson D- lista. 

Tilnefndir til vara Ásta Guðrún Birgisdóttir L- lista, Unnur Óskarsdóttir L- lista og Auður Brynjarsdóttir D- lista.

 

Tillögur um fulltrúa samþykktar með handauppréttingu, alls 7 atkvæði.

 

6. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2435         

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Forseti gaf orðið laust.  

Enginn tók til máls.

 

7. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2436         

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Forseti gaf orðið laust.  

Enginn tók til máls.

 

8. Fjármál 2018 – fjárhagsstaða áhaldahúss

 

Fyrir fundinum liggja eftirfarandi tillögur frá bæjarráði:

„Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að staða þjónustumiðstöðvar verði jöfnuð með framlagi frá aðalsjóði.“

„Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að gjaldskrá verði endurskoðuð og miðað verði við að allir starfsmenn verði seldir eftir tímaskráningu á þau verk sem þeir sinna.“

 

Forseti gefur orðið laust um tillögurnar. Enginn tók til máls.

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að fjárhagsstaða áhaldahúss þann 1. janúar 2018 verði jöfnuð með framlagi frá aðalsjóði sem nemur 55.603.909 krónum en það er viðskiptaskuld áhaldahússins við aðalsjóð í ársreiknin fyrir árið 2017.“

 

Til máls tók Elfa Hlín.

Tillaga samþykkt með handauppréttingu, alls 7 atkvæði.

 

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að endurskoða gjaldskrá áhaldahúss og að miðað verði við að allir starfsmenn verði seldir eftir tímaskráningu á þau verk sem þeir sinna. Bæjarráð leggi tillögu að gjaldskrá áhaldahúss fyrir fund bæjarstjórnar í september næstkomandi.“

 

Tillaga samþykkt með handauppréttingu, alls 7 atkvæði.

 

9. Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði Aldan og Bakkahverfi – annar áfangi Frumathugun 23.07.2018

Bæjarstjóri kynnti skýrsluna.

Til máls tók Elfa Hlín.

 

10. Starfslok bæjarstjóra vegna tímabundinnar ráðningar

Undir þessum lið vék bæjarstjóri af fundi.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga frá meirihluta bæjarstjórnar:

„Bæjarstjórn samþykkir að starfslok Vilhjálms Jónssonar kt.220360-4749 sem bæjarstjóra verði þann 30. september 2018 og felur bæjarráði að ganga frá uppgjöri vegna starfslokanna.“

 

Til máls tóku Elvar Snær og Elfa Hlín.

 

Tillaga samþykkt með handauppréttingu, með 5 atkvæðum, meirihlutans og Oddnýjar Bjarkar Daníelsdóttur. Tveir sitja hjá; Elvar Snær Kristjánsson D-lista og Eygló Björg Jóhannsdóttir B-lista.

 

11. Ráðningarsamningur við Aðalheiði Borgþórsdóttur í starf bæjarstjóra

 

Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga:

„Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að ráðningarsamningi við Aðalheiði Borgþórsdóttur í starf bæjarstjóra.“

 

Til máls tóku Elfa Hlín, Elvar Snær, Hildur, Elvar Snær og Eygló Björg sem lagði fram bókun.

 

Eygló Björg leggur fram bókun frá minnihluta:

“Minnihlutinn telur að samningurinn sé ásættanlegur fyrir kaupstaðinn fyrir utan kostnaðarauka sem launahækkun að upphæð 115.000 kr. á mánuði hefur í för með sér, sem leiðir af sér kostnaðarauka upp á tæpar 2.000.000 á ári. Í komandi kjarasamningaviðræðum eru fyrirséðar launahækkanir sem að munu ganga inn í þennan samning.”

 

Hér var gert fundarhlé.

 

Til máls tók Þórunn Hrund og lagði fram bókun frá meirihluta:

“Laun núverandi bæjarstjóra hafa verið lægri en almennt gengur og gerist hjá sveitarstjórum í sveitarfélögum af sambærilegri stærð. Við teljum að sveitarfélagið standi undir greiðslum hærri launa í takt við launakjör sveitarstjóra almennt. Um fastlaunasamning er að ræða og því engin yfirvinna greidd.”

 

Til máls tóku Oddný Björk, Elfa Hlín og Eygló Björg.

 

Tillaga samþykkt með handauppréttingu, alls 4 atkvæði. Þrír sitja hjá; Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista, Elvar Snær Kristjánsson D-lista og Eylgó Björk Jóhannsdóttir B-lista.

 

12. Kosning á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sbr. samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar

 

„Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna Hildi Þórisdóttur í stað Vilhjálms Jónssonar sem aðalmann og til vara Elvar Snær Kristjánsson í stað Hildar Þórisdóttur.“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillagan samþykkt með handauppréttingu, alls 7 atkvæði.

 

13. Upptökur af bæjarstjórnarfundum

 

Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga:

„Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að undirbúa upptökur og/eða útsendingu bæjarstjórnarfunda, útfærslu þess og framkvæmd.“

 

Til máls tók Rúnar.

 

Tillaga samþykkt með handauppréttingu, alls 7 atkvæði.

 

14. Málefni fótboltavallarins

Bæjarstjóri fer yfir stöðu mála.

 

Hér var gert fundarhlé.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að leita hagstæðra kjara og samninga fyrir láni til skamms tíma allt að 20 milljónum króna, sem nýta skal til endurgerðar knattspyrnuvallarins við Garðarsveg.“

 

Greinargerð

Starfshópur um endurgerð fótboltavallarins hefur óskað eftir því við bæjarráð að fjárheimildir til verksins á næsta ári verði 20 milljónir króna, til viðbótar við þær 15 milljónir sem heimild er fyrir á þessu ári. Mannvirkjasjóður KSÍ hefur gefið vilyrði fyrir að styrkja framkvæmdina um 7 milljónir auk þess sem starfshópurinn telur mögulegt að hann afli styrkja og framlaga upp á 10-12 milljónir í viðbót og verður verkið þá fullfjármagnað. Til að styrkur KSÍ falli ekki niður þarf að nýta hann á þessu ári. Samkvæmt ábendingum hönnuðar EFLU er bæði hagkvæmara að framkvæmdir gangi hratt fyrir sig og óskynsamlegt að hafa svæðið opið lengi.

Ljóst er að svigrúm sveitarfélagsins til framkvæmda og viðhalds árið 2019 er takmarkað og forgangsverkefnin mörg og brýn. Því verður að fjármagna framkvæmdina að hluta með lántöku ef af henni á að verða.

Jafnframt verði gerður samningur við knattspyrnudeildina varðandi framtíðarsýn fyrir völlinn, notkun hans og eflingu barna- og unglingastarfs.

Þá er brýnt að fyrrnefndur starfshópur haldi áfram starfi sínu og leiti allra fjármögnunarleiða annarra.

 

Til máls tóku Oddný Björk, Hildur, bæjarstjóri og Elvar Snær.

 

Tillaga samþykkt með handauppréttingu, alls 7 atkvæði.

 

15. Skipun í stjórn Skaftfells

 

„Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna Oddnýju Björk Daníelsdóttur D-lista í stjórn Skaftfells og til vara Hildi Þórisdóttur L-lista.“

 

Til máls tóku Elvar Snær og Þórunn Hrund.

Tillaga samþykkt með handauppréttingu, alls 7 atkvæði.

 

16. Framkvæmdir 2018

Fyrir fundinum lágu gögn um stöðu framkvæmda ársins 2018.

Forseti gaf orðið laust.

Enginn tók til máls.

 

17. Tillaga að áskorun bæjaryfirvalda um heilbrigðismál

 

Hér var gert fundarhlé.

 

Eftirfarandi tillaga að áskorun bæjarstjórnar um heilbrigðismál lögð fyrir fundinn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar skorar á stjórnendur HSA og stjórnvöld önnur að tryggja viðunandi læknisþjónustu á Seyðisfirði allt árið um kring í ljósi þeirra erfiðu samgangna sem okkur er gert að búa við. Þar til að Fjarðarheiðargöng verða að veruleika er með öllu óásættanlegt að hér séu ekki læknar starfandi með fasta viðveru allt árið. Þá er mikilvægt að tryggja aðra grunnheilbrigðisþjónustu og starfsemi til frambúðar. Staðan er grafalvarleg og stefnir öryggi íbúa og gesta í hættu. Því samþykkir bæjarstjórn að bjóða heilbrigðisráðherra til fundar á Seyðisfirði,eins fljótt og kostur er.“

 

Forseti gaf orðið laust.

Til máls tók Elfa Hlín.

 

Tillaga samþykkt með handauppréttingu, alls 7 atkvæði.

 

18. Bókun um erindisbréf

 

Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:

„Yfirstandandi er endurskoðun á samþykkt um stjórn kaupstaðarins og erindisbréfum nefnda og ráða. Sú vinna er tímafrek og rétt að vanda til verka. Því er stefnt að því að þær breytingar á nefndum og ráðum sem í bígerð eru taki gildi í upphafi ársins 2019.“

 

Forseti gaf orðið laust.

Til máls tóku Elfa Hlín, Oddný Björk, Þórunn Hrund, Eygló Björg, Elfa Hlín, Elvar Snær og Þórunn Hrund.

 

19. Húsnæðismál

 

Oddný Björk leggur fram bókun frá minnihluta:

„Minnihlutinn óskar eftir upplýsingum um stöðu mála í húsnæðismálum kaupstaðarins og hver sé stefna og áætlun meirihlutans í þeim málum.“

 

Til máls tóku Elvar Snær og bæjarstjóri.

 

20. Fjarðarheiðagöng

 

Elvar Snær leggur fram bókun frá minnihluta:

„Á fundi bæjarstjórnar 23. júní síðast liðinn samþykkti bæjarstjórn tillögu minnihlutans að fela bæjarstjóra að skipuleggja fund með samgönguráðherra og óska eftir samvinnu Fljótsdalshéraðs.

Óskað er eftir upplýsingum um stöðu málsins frá bæjarstjóra.“

 

Til máls tóku bæjarstjóri og Elfa Hlín.

 

 

Fundi slitið kl. 19.48

Fundargerðin er á 11 blaðsíðum.