1740. bæjarstjórn 12.09.18

Fundargerð 1740. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 12. september 2018 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 3. hæð. Hófst fundurinn kl. 16:00.

Fundinn sátu:

Arna Magnúsdóttir í stað Hildar Þórisdóttur L-lista,

Elfa Hlín Pétursdóttir L-lista,

Eygló Björg Jóhannsdóttir B-lista.

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Elvar Snær varaforseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. Forseti leitaði í upphafi fundar afbrigða um að bæta inn sem lið 18 „Uppbygging innviða í ferðamálum.“

Afbrigðið samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2437

Varaforseti gaf orðið laust.

Til máls tók formaður bæjarráðs og kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Gjaldskrá áhaldahúss vegna innri þjónustu

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá áhaldahúss vegna innri þjónustu. Gjaldskráin taki gildi þann 1. október 2018“.

 

Enginn tók til máls.

Tillaga að gjaldskrá áhaldahúss vegna innri þjónustu samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Félagsheimilið Herðubreið – Greinargerð um ástand elsta hluta hússins og tillögur að stefnu í endurbótum

 

Til máls tóku Elfa Hlín, Elvar Snær, bæjarstjóri og Eygló Björg.

 

4. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2438

Varaforseti gaf orðið laust.

Til máls tók varaformaður bæjarráðs og kynnti fundargerðina. Elfa Hlín um lið 3, bæjarstjóri um lið 7, Elvar Snær, Þórunn Hrund og Elfa Hlín um lið 1.1.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Mat á burðarþoli Seyðisfjarðar m.t.t. sjókvíaeldis

 

Til máls tók Oddný Björk sem leggur fram bókun:

„Samhliða sem bæjarstjórn Seyðisfjarðar fagnar því að búið sé að gera mat á burðarþoli fjarðarins m.t.t. sjókvíeldis bendir hún á og tekur undir ályktun síðasta aðalfundar SSA og telur skipulag fjarða eigi að vera á forræði sveitarfélagsins rétt eins og önnur landssvæði innan sveitarfélagsmarkanna.“

Bókun aðalfundar SSA:

Skipulag haf- og strandsvæða

Aðalfundur SSA haldinn á Hallormsstað 7. og 8. september 2018 leggur áherslu á að tryggja sveitarfélögum skipulagsvald strandsvæða. Þó svo stigið hafi verið það skref í skipulagsmálum haf- og strandsvæða að stofna til Svæðisráðs telur fundurinn að skipulag fjarðanna eigi að vera á forræði sveitarfélaga rétt eins og önnur landsvæði innan sveitarfélagamarka.

 

Bókun samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Reglur um garðslátt

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um reglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja“.

 

Til máls tók formaður bæjarráðs og kynnti tillöguna. Bæjarstjóri, Elfa Hlín, Elvar Snær, Eygló Björg, Oddný Björk, Arna, Elfa Hlín og Eygló Björk.

 

Til máls tók Oddný Björk sem lagði fram breytingartillögu :

„Miðað er við að allt að þrír slættir séu fríir í stað eins sláttar, sem framlögð tillaga gerir ráð fyrir.“

 

Breytingartillaga Oddnýjar felld með tveimur atkvæðum gegn einu. Elvar Snær og Rúnar greiddu atkvæði gegn tillögunni, Arna, Elfa Hlín, Eygló Björg og Þórunn Hrund sátu hjá.

 

Tillaga bæjarráðs að reglum um garðslátt samþykkt sjö greiddum atkvæðum.

 

7. Fundargerð 862. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga     

Lögð fram til kynningar.

 

8. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2439

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar með fundargerðinni:
Fræðslunefndar frá 28.08.18.
Umhverfisnefndar frá 30.08.18.

 

Forseti gaf orðið laust.

Til máls tók formaður bæjarráðs og kynnti fundargerðina. Þórunn Hrund, Eygló Björg, Elvar Snær, Rúnar, Oddný Björk, Elfa Hlín og bæjarstjóri um lið 6.

 

Fundarhlé frá 17:33-17:41

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram vegna liðar 6,“ Garðarsvöllur-lántaka-málefni fótboltavallar“ :

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að undirbúa útboð vegna endurgerðar yfirborðs fótboltavallar við Garðarsveg. Útboðsverkið miðast við sáningu með fráviksútboði miðað við þökulagningu og að verkið hefjist sem fyrst. Jafnframt heimilar bæjarstjórn bæjarráði að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun varðandi málið, verði þörf á.


Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Ránargata 9, Suðurgata 8, umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Farfuglaheimilisins Haföldunnar

 

Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga umhverfisnefndar:

Ránargata 9, Suðurgata 8, gistileyfi í flokki IV. – Stærra gistiheimili.

Umsækjandi: Farfuglaheimilið Hafaldan, kt. 610508-0810.

 

Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki IV, stærra gistiheimili skv. 3. gr. laga nr. 85/2007. Um er að ræða beiðni fyrir  rekstrarleyfi. Gestafjöldi 16 + 44  samtals 60.

 

Lokaúttekt hefur farið fram og starfsemi er að öðru leyti í samræmi við byggingarleyfi.

Ránargata 9 stendur á svæði þar sem skilgreind landnotkun er verslunar og þjónustusvæði og Suðurgata 8 stendur á stofnanasvæði samkvæmt aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030.  Samkvæmt 2. gr. 4. mgr. í reglugerð nr. 1277/2016 telst stærra gistiheimili vera gisting í atvinnuhúsnæði. Starfsemi er því í samræmi við skipulagsskilmála.

 

Ekki eru til reglur um afgreiðslutíma gististaða.

Umsögn Haust liggur ekki fyrir.

Umsögn eldvarnareftitlits liggur ekki fyrir.

 

Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn veiti jákvæða umsögn vegna þessarar umsóknar.

 

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Á grundvelli tillögu umhverfisnefndar samþykkir bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn um fyrirliggjandi umsókn um gistileyfi í flokki IV. Stærra gistiheimili vegna Ránargötu 9 og Suðurgötu 8 með sömu takmörkunum og gilt hafa“.

 

Til máls tóku Oddný Björk og Elfa Hlín.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

10. Deiliskipulag

Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga frá umhverfisnefnd :

Varðandi deiliskipulag leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að svæðið við Hlíðarveg innan Dagmálalækjar og neðan við Múlaveg verði deiliskipulagt ásamt lóðunum nr. 51 og 55 við Múlaveg.

 

Eftirfarandi tillaga borin upp:

„Bæjarstjórn samþykkir að fela byggingarfulltrúa að vinna deiliskipulagslýsingu fyrir svæðið við Hliðarveg innan Dagmálalækjar og neðan við Múlaveg ásamt lóðunum nr. 51 og 55 við Múlaveg.“

 

Enginn tók til máls

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

11. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu 3

Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga frá umhverfisnefnd:

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að þessari breytingu aðalskipulags Fljótsdalshéraðs.

 

Eftirfarandi tillaga borin upp:

„Bæjarstjórn samþykkir með vísan til tillögu umhverfisnefndar að veita ekki umsögn við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

 

Enginn tók til máls

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

12. Tilnefning í hóp vegna viðræðna við sveitarfélög á þjónustusvæði Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs um samstarf og/eða sameiningu sveitarfélaga á svæðinu 

 

Tilnefndir eru sem aðalmenn Hildur Þórisdóttir L-lista, Elvar Snær Kristjánsson D-lista og Eygló Björg Jóhannsdóttir B-lista.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

13. Fundargerð hafnarmálaráðs frá 06.09.2018

Í fundargerðinni er að finna eftirfarandi tillögu frá Hafnarmálaráði:

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn að gildandi erindisbréf Hafnarmálaráðs verði óbreytt áfram.

 

Forseti gaf orðið laust.

 

Til máls tók formaður hafnarmálaráðs og kynnti fundargerðina, Rúnar, Elfa Hlín og Oddný Björk.

 

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að gildandi erindisbréf Hafnarmálaráðs verði óbreytt í gildi.“

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

14. Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun

 

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá Hafnarmálaráði:

„Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2018:

Viðauki nr. 7, deild 4250, Eignir, Verkefni 42-AH.  Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, 5.000.000 króna.

Viðauki nr. 8, deild 4250, Eignir, 42-FERJUL. Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, 300.000 krónur.

Viðauki nr. 9, deild 4250, Eignir, 42-HAFN. Útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, 18.600.000 krónur.

Viðauki nr. 10, deild 4250, Eignir, 42-H-VERND. Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, 7.000.000 krónur.

 Viðauki nr. 11, deild 4250, Eignir, 42-H-LANDG. Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, 550.000 króna.

Viðauki nr. 12, deild 4250, Eignir, 42-H-BJÓL. Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, 21.750.000 króna. 

Nettóbreyting viðauka nemur 16.000.000 gjaldamegin í reikningshaldi Hafnarsjóðs.

Viðaukanum verði mætt af handbæru.“

 

Forseti gaf orðið laust.

Til máls tók bæjarstjóri og kynnti tillöguna

 

Tillaga hafnarmálaráðs um viðauka, samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

15. Kosning í velferðarnefnd

Lagt er til að Elva Ásgeirsdóttir verði aðalmaður velferðarnefndar í stað Lilju Finnbogadóttur. Lagt er til að Auður Ingibjörg Brynjarsdóttir verði varamaður í stað Elvu Ásgeirsdóttur.

 

Tillaga um nefndarmenn í velferðarnefnd, samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

16. Kosning í umhverfisnefnd 

Lagt er til að Sveinn Ágúst Þórsson verði aðalmaður umhverfisnefndar í stað Brynhildar Berthu Garðarsdóttur. Lagt er til að Brynhildur Bertha Garðarsdóttir verði varamaður í stað Sveins Ágústs Þórssonar.

 

Tillaga um nefndarmenn í umhverfisnefnd, samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

17. Fjarðarheiðargöng

Lögð fram ályktun frá Aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) sem  haldinn var á Hallormsstað 7. og 8. september 2018 sem er eftirfarandi:

 

„Jarðgangagerð

Aðalfundur SSA haldinn á Hallormsstað 7. og 8. september 2018 ítrekar mikilvægi þess að tengja byggðir á Austurlandi með samgöngum til þess að rjúfa vetrareinangrun og efla framtíðarmöguleika svæðisins sem eins atvinnu- og þjónustusvæðis. Tryggja verður, á fjárlögum næsta árs, fjármagn til jarðganga undir Fjarðarheiði á milli Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar, sem er forgangsverkefni í jarðgangagerð á Austurlandi. Aðstæður í samgöngumálum til og frá Seyðisfirði á vetrum eru algjörlega óviðunandi, í því samhengi er rétt að minna á að Seyðisfjörður er landamæragátt að áfangastaðnum Austurlandi.

Þá þarf að ráðast í rannsóknir sem fyrst á gangakostum á milli Norðfjarðar og Seyðisfjarðar um Mjóafjörð. Lögð er áhersla á að við uppsetningu samgönguáætlunar og gerð fjárlaga verði jarðgangagerð og rannsóknir vegna þeirra fjármagnaðar með sérstökum hætti þannig að aðrar mikilvægar framkvæmdir í samgöngumálum landshlutans dragist ekki sökum fjárskorts.

Næstu verkefni í jarðgangagerð á Austurlandi eru göng til að tengja annars vegar Borgarfjörð og hins vegar Vopnafjörð við miðsvæðið.

 

Forseti gaf orðið laust.

Til máls tók Oddný Björk,

 

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að senda alþingismönnum og samgönguyfirvöldum ályktunina til kynningar. Ályktunin undirstrikar svo að ekki verður um villst vilja um leiðarval, forgangsröðun og mikilvægi jarðgangagerðar undir Fjarðarheiði milli Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar eins og greinilega hefur komið fram á aðalfundum SSA á undanförnum árum. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að bjóða þingmönnum Norðausturs kjördæmis til fundar í kjördæmaviku í október 2018 á Seyðisfirði og að halda aðra fundi í kjördæmavikunni á Seyðisfirði.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

18. Uppbygging innviða í ferðamálum

Elfa Hlín og Oddný Björk lýsa yfir vanhæfi sínu.Vanhæfi samþykkt með fimm greiddum atkvæðum.

 

Varaforseti gefur orðið laust.
Til máls tóku Þórunn Hrund, bæjarstjóri, Arna, Þórunn Hrund, Eygló Björg, bæjarstjóri, Elvar Snær, Rúnar og Elvar Snær.

 

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að boða ferða- og menningarmálanefnd, bæjarfulltrúa og Ólaf Örn Pétursson á kynningarfund um uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu á Seyðisfirði.“

 

 

Fundi slitið kl. 19.20

Fundargerðin er á 11 blaðsíðum.