1741. bæjarstjórn 17.10.18

Fundargerð 1741. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 17. október 2018 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 3. hæð. Hófst fundurinn kl. 16:00.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Elfa Hlín Pétursdóttir L-lista,

Eygló Björg Jóhannsdóttir B-lista,

Skúli Vignisson D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstýra.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn.  Forseti óskaði eftir að bæta inn afbrigði, Viðaukar, nr. 2 í  fundargerð. 

Afbrigði samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá

1. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2440

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar með fundargerðinni :

Atvinnu- og framtíðarmálanefnd frá 4.09.18.

Velferðarnefnd frá 4.09.18.

Í fundargerðinni er að finna eftirfarandi beiðni frá Velferðarnefnd:

„Velferðarnefnd óskar eftir kynningu á þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á erindisbréfi nefndar.“

Ferða- og menningarnefnd frá 10.09.18.

Ferða- og menningarnefnd frá 17.09.18.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók formaður bæjarráðs.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Viðaukar

Lagðar fram tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2018 í eftirfarandi deildum:

 • Viðauki númer 13, deild 0010 Jöfnunarsjóður: Framlög lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 5.830.000 krónur.
 • Viðauki númer 14, deild 0211 Fjárhagsaðstoð, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 500.000 krónur.
 • Viðauki númer 15, deild 0331 Heilsueflandi samfélaga, tekjur umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 250.000 krónur.
 • Viðauki númer 16, deild 0501 Menningarnefnd, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 99.473 krónur.
 • Viðauki númer 17, deild 0521 Bókasafn, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 400.000 krónur.
 • Viðauki númer 18, deild 0541 Söguritun, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.082.000 krónur.
 • Viðauki númer 19, deild 0587 Kirkjubyggingar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 299.309 krónur.
 • Viðauki númer 20, deild 0721 Slökkvistöð, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 308.000 krónur.
 • Viðauki númer 21, deild 0821 Sorpeyðing og urðunarstaðir, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 250.000 krónur.
 • Viðauki númer 22, deild 0824 Endurvinnslustöð, tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.500.000 krónur.
 • Viðauki númer 23, deild 0925 Verndarsvæði í byggð, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 8.150.000 krónur.
 • Viðauki númer 24, deild 1142 Sláttur og hirðing opinna svæða, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.108.102 krónur.
 • Viðauki númer 25, deild 21011 Sveitarstjórn, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.010.000 krónur.
 • Viðauki númer 26, deild 21011 Endurskoðun, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.360.000 krónur.
 • Viðauki númer 27, deild 2111 Kosningar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 745.645 krónur.
 • Viðauki númer 28, deild 2140 Bæjarskrifstofa, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.800.000 krónur.
 • Viðauki númer 29, deild 2142 Tölvudeild, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.100.000 krónur.
 • Viðauki númer 30, Eignasjóður, deild 31102 Viðhald ósundurliðað, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.147.495 krónur. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni og deildir: 31101 Grunnskóli 315.495 krónur, 31201 Félagsheimilið Herðubreið 782.000 3250 ELDHERÐUBR 1.100.000 krónur og 0561 Félagsheimilið Herðubreið 950.000 krónur.
 • Viðauki númer 31, Félagslegar íbúðir, deild 5710 Sameiginlegur rekstur félagslegra íbúða, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.938.042 krónur. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni og deildir: 5711 Múlavegur 18, 1.757.494 krónur, 57110 Múlavegur 36, 375.854 krónur og 57111 Múlavegur 34, 569.632 krónur. Niðurstaða viðaukans með skiptingu er 764.918 útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
 • Viðauki númer 32, Félagslegar íbúðir. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni og deildir: 57122 Hamrabakki 12 40T3.720 krónur, 5713 Múlavegur 22, 2.494.020 krónur og 5718 Múlavegur 40, 218.492 krónur. Niðurstaða viðaukans með skiptingu er 3.116.232 krónur, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
 • Viðauki númer 33, deild 6250 62_HOL, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.750.000 krónur.
 • Nettóbreyting viðauka nemur 22.107.475 gjaldamegin í reikningshaldi kaupstaðarins.

 

Enginn tók til máls.

 

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkir framlagðar tillögur og að þeim verði mætt af handbæru fé“.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Þóknun vegna vinnuhóps um knattspyrnuvöll

„Bæjarstjórn samþykkir að þóknun til nefndarmanna í vinnuhóp um knattspyrnuvöll verði sú sama og til fastanefnda kaupstaðarins.

Bæjarráð leggur jafnframt til að útgjöldin verði færð á deild 0663, Knattspyrnuvöllur við Garðarsveg og að bæjarstjóra verði falið að leggja fram tillögu að viðauka vegna málsins.“

        

Til máls tók Elvar Snær og Hildur.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2441

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar með fundargerðinni :

Umhverfisnefnd frá 24.09.18.

Fræðslunefnd frá 25.09.18.

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fram við bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða aðalskipulag og felur umhverfisnefnd ásamt skipulagsfulltrúa að stýra þeirri vinnu og tilkynna Skipulagsstofnun þar um.“

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók formaður bæjarráðs.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Endurskoðun aðalskipulags

„Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða aðalskipulag og felur umhverfisnefnd ásamt skipulagsfulltrúa að stýra þeirri vinnu og tilkynna Skipulagsstofnun þar um.“

 

Til máls tók formaður bæjarráðs.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2442

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar með fundargerðinni:

Ferða- og menningarnefnd, frá 08.10.18

 

Til máls tók formaður bæjarráðs.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

7. Fundargerð Hafnarmálaráðs, nr. 6

Til máls tók formaður hafnarmálaráðs, Eygló Björg og bæjarstýra.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Formaður Velferðarnefndar - Núverandi formaður hefur beðist lausnar

Lagt er til að Arna Magnúsdóttir verði aðalmaður sem og formaður Velferðarnefndar í stað Guðrúnar Ástu Tryggvadóttur og Guðrún Ásta taki sæti hennar sem varamaður í sömu nefnd.

Lagt er til að Tinna Guðmundsdóttir verði aðalmaður sem og formaður Ferða- og menningarnefndar í stað Örnu Magnúsdóttur. Lagt er til að Benedikta Guðrún Svavarsdóttir taki sæti sem varamaður í stað Tinnu Guðmundsdóttur í ferða- og menningarnefnd.

 

Tillögur voru samþykktar með sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Fjárhagsáætlun

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að ganga frá samningi við ráðgjafa varðandi fjárhagsáætlun sem og að koma með tillögu að viðauka vegna þess kostnaðar sem af því hlýst.“

 

Fundarhlé kl. 16.38 – 16.55

 

Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum; Hildur, Elfa Hlín, Rúnar, Þórunn Hrund, Eygló Björg og Skúli eru samþykk, Elvar Snær er á móti.

 

10. Fjarðarheiðagöng – Ályktun bæjarstjórnar

Eftirfarandi tillaga að ályktun bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar er lögð fram og verður send á Alþingismenn og fjölmiðla: 

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með framlagða Samgönguáætlun og að Fjarðarheiðargöng séu ekki inn í 5 ára áætlun. Einnig hlýtur að vera eðlilegt að horfa til Fjarðarheiðarganga út frá Umferðaröryggisáætlun. Það eru allir sammála um að Fjarðarheiðin í núverandi ástandi er svartur blettur í samgöngukerfi landsins. Umferð um Fjarðarheiði hefur aukist verulega jafnt að vetri sem og sumri auk þess sem þungaflutningar hafa aukist mikið. Þá verður ekki framhjá því horft að vegurinn er þjóðvegur 1 til Evrópu.

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar ítrekar vilja sinn til gjaldtöku flýti það framkvæmdum.“

 

Til máls tók formaður bæjarráðs.

 

Fundarhlé kl. 16.59 – 17.22

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


11. Sameiningarmál

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkir að skipa 3 fulltrúa í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.

Ákvörðun þessi er tekin á grundvelli niðurstöðu skoðanakönnunar á meðal íbúa umræddra sveitarfélaga, er framkvæmd var á vordögum 2018, en niðurstöður hennar sýndu vilja íbúa til sameiningar. Horft er til þess m.a. að sameining muni leiða til bættrar þjónustu, öflugri stjórnsýslu og auknum líkum á að ná árangri í áherslum í byggða- og samgöngumálum er unnið hefur verið að árum saman.

Stefnt skal að því að samstarfsnefnd skili niðurstöðum til sveitarfélaganna þannig að hægt verði að leggja þær fyrir íbúa þeirra til ákvörðunar fyrir lok árs 2019 en samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu tímaramma og endurskoða hann eftir því sem verkefninu vindur fram. Fulltrúi Fljótsdalshéraðs skal boða samstarfsnefndina saman til fyrsta fundar.“

 

Til máls tók Elvar Snær og lagði fram bókun.

„Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um heildarstefnu meirihlutans með tilliti til sameiningar.

Við lýsum eftir heildarstefnu meirihlutans og forgangsröðun þeirra mála og verkefna sem framundan eru með tilliti til hugsanlegrar sameiningar. Það er bagalegt að eyða tíma og orku í mikla endurskipulagningu á stjórnsýslunni þegar kaupstaðurinn horfir fram á sameiningarvinnu sem endar með íbúakosningu. Ef af sameiningu verður þarf væntanlega að endurskipuleggja stjórnsýsluna enn frekar. Með tilliti til fjölda nýrra bæjarstjórnarfulltrúa og óreynds bæjarstjóra teljum við kröftum okkar betur varið á öðrum vettvangi, t.d. við uppbyggingu innviða og í húsnæðismálum.“

 

Til máls tóku Elfa Hlín, Eygló Björg, Elvar Snær, Þórunn Hrund, Eygló Björg, Hildur, bæjarstýra, Elfa Hlín, Skúli, Þórunn Hrund, Elvar Snær, bæjarstýra, Elfa Hlín, Rúnar og Hildur.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Tillaga að fulltrúum í sameiningarnefnd: Elvar Snær Kristjánsson D-listi, Eygló Björg Jóhannsdóttir B-listi og Hildur Þórisdóttir L-listi.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Fundargerðin er á 9 blaðsíðum.
Fundi slitið kl. 18.20.