1742. bæjarstjórn 14.11.2018

Fundargerð 1742. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 3. hæð. Hófst fundurinn kl. 16:00.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Elfa Hlín Pétursdóttir L-lista,

Eygló Björg Jóhannsdóttir B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. Forseti óskaði eftir að bæta við eftirfarandi afbrigðum : liður 6 „Fundargerð Hafnarmálaráðs frá 13.11.2018“, liður 7 „Útsvar fyrir árið 2019“, liður 8 „Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2019“, liður 9 „Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2019“, liður 10 „Gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2018“, liður 11 „Fjárhagaáætlun hafnarinnar 2019-2022“, liður 16 „Þóknun vegna nefndarstarfa í sameiningarnefnd“, liður 17 „Fundargerð umhverfisnefndar frá 29. október 2018 liður 3 og 4 í dagskrá fundargerðar til afgreiðslu og liður 18 „Viðaukar“.

 

Afbrigði samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2443

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar með fundargerðinni :

Ferða- og menningarnefnd frá 31.05.2018

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2444

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sex greiddum atkvæðum. Elvar Snær situr hjá.

 

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2445

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

4. Fundargerð bæjarráðs nr. 2446

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar með fundargerðinni :

Atvinnu- og framtíðarmálanefnd frá 01.11.2018
Fræðslunefnd frá 30.10.2018
Velferðarnefnd frá 30.10.2018
Velferðarnefnd frá 06.11.2018
Starfshópur vegna knattspyrnuvallar við Garðarsveg frá 07.11.2018

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum

Til máls tók formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

5. Fundargerð hafnarmálaráðs frá 2. nóvember 2018

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina. Elvar Snær um liði 8 og 9, bæjarstjóri, Elvar Snær og bæjarstjóri.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

6. Fundargerð hafnarmálaráðs frá 13. nóvember 2018

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

7. Útsvar fyrir árið 2019

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að útsvar ársins 2019 verði 14,52% af útsvarsstofni.“

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

8. Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2019

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir eftirfarandi álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2019:

1. A flokkur verði 0,625% af fasteignamati.

2. B flokkur verði 1,32% af fasteignamati.

3. C flokkur verði 1,65% af fasteignamati.

4. Lóðarleiga verði 2% af mati lóðar.

5. Holræsagjald verði 0,335% af fasteignamati húss og lóðar.

6. Vatnsskattur verði: A liður 0,320% af gjaldstofni og B liður 0,445% af gjaldstofni.

7. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld fyrir heimili: a) Sorphirðugjald kr. 19.544 á íbúð. b) Sorpförgunargjald kr. 7.890 á íbúð.

8. Álagning fasteignagjalda og þjónustugjalda í fyrrverandi Seyðisfjarðarhreppi: Álagning á útihús og önnur mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði verði 0,4 % af fasteignamati. Þjónustugjöld verða ekki álögð árið 2019 nema sorphirðu- og sorpeyðingargjald. Gjalddagar fasteignagjalda verða átta: 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst og 15. september.“

 

Til máls tóku bæjarstjóri og Oddný Björk sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.

 Í ljósi þess að gert er ráð fyrir hækkun fasteignamats á íbúðamati á Seyðisfirði upp á 12,6% á árinu 2019, leggur minnihlutinn til að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði verði endurskoður með tilliti til lækkunar.“

 

Til máls tóku Elfa Hlín og Eygló Björg.

 

Tillaga samþykkt með 6 greiddum atkvæðum. Hildur situr hjá.

 

Forseti leggur fram eftirfarandi breytingartilögu:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir eftirfarandi álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2019:

1. B flokkur verði 1,32% af fasteignamati.

2. C flokkur verði 1,65% af fasteignamati.

3. Lóðarleiga verði 2% af mati lóðar.

4. Holræsagjald verði 0,335% af fasteignamati húss og lóðar.

5. Vatnsskattur verði: A liður 0,320% af gjaldstofni og B liður 0,445% af gjaldstofni.

6. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld fyrir heimili: a) Sorphirðugjald kr. 19.544 á íbúð. b) Sorpförgunargjald kr. 7.890 á íbúð.

7. Álagning fasteignagjalda og þjónustugjalda í fyrrverandi Seyðisfjarðarhreppi: Álagning á útihús og önnur mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði verði 0,4 % af fasteignamati. Þjónustugjöld verða ekki álögð árið 2019 nema sorphirðu- og sorpeyðingargjald. Gjalddagar fasteignagjalda verða átta: 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst og 15. september.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Fundarhlé gert kl. 16:55.
Fundarhlé lýkur kl. 17:02.

 

 

9. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2019

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagðar tillögur að þjónustugjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2019 fyrir: 

1. Seyðisfjarðarskóla – Leikskóladeild.
2. Bókasafn
3. Vinnuskóla – Garðaþjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja.
4. Leikjanámskeið
5. Íþróttamiðstöð
6. Sundhöll
7. Tjaldsvæði
8. Bæjarskrifstofu
9. Áhaldahús – Gjaldskrá innri þjónustu.
10. Vatnsveitu
11. Fráveitu.“

 

Til máls tóku Elfa Hlín og Eygló Björg sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að gjaldskrártillögur verði fullunnar áður en þær verða lagðar fram til samþykktar. Þá skuli gjaldskrártillögurnar sendar bæjarráðs- og bæjarstjórnarfulltrúum með gjaldskrá fyrir 2018 samanborið við gjaldskrártillögur 2019.“

        

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

10. Gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2019

Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn.“

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Elvar Snær og Eygló Björg.

 

Frestað til næsta fundar.

 

 

11. Fjárhagaáætlun hafnarinnar 2019-2022

Hafnarmálaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn."

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Elfa Hlín og Þórunn Hrund.

 

Tillaga samþykkt með 6 greiddum atkvæðum. Elvar Snær situr hjá.

 

 

12. Fundargerð 863. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerð kynnt.

 

 

13. Uppsögn samnings við Eflu um byggingafulltrúa

 Forseti ber upp eftirfarandi tillögu :

„Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningi Seyðisfjarðarkaupstaðar við EFLU um byggingarfulltrúa verði sagt upp fyrir 1. desember 2018 og felur bæjarstjóra, í samvinnu við bæjarráð að ákveða framtíðarfyrirkomulag um störf byggingar- og skipulagsfulltrúa hið fyrsta.“

 

Til máls tóku Eygló Björg, Hildur og Elvar Snær sem leggur fram eftirfarandi bókun:

 „Það er ákaflega óábyrgt að segja upp samningi við Eflu um byggingafulltrúa á þessum tímapunkti og mun þýða fullkomið óvissuástand um framvindu mála og erinda hjá sveitarfélaginu þegar ekki búið að finna lausn á málinu. Þá er það ámælisvert að meirhlutinn hafi ekki nýtt þá tæpa fimm mánuði sem hann hefur verið við stjórnvölinn að ganga frá stöðu byggingafulltrúa kaupstaðarins fyrst hann telur þörf á uppsögn nú.

 Elvar Snær Kristjánsoon D-lista
Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista“ 

 

Til máls tóku Elfa Hlín, bæjarstjóri, Eygló Björg, Oddný Björk, Elvar Snær og Rúnar.

 

Fundarhlé gert kl. 17.24
Fundarhlé lýkur kl. 17.31

 

Elfa Hlín leggur fram eftirfarandi bókun fh. L-listans:

„Bæjarfulltrúar L-listans mótmæla því að tímasetning uppsagnar samnings við Eflu um byggingarfulltrúa sé óábyrg eða illa undirbúin. Þetta mál er búið að vera í vinnslu frá því að nýr meirihluti tók við. Fundur var haldinn með EFLU fljótlega eftir kosningar og skoðaðir hafa verið möguleikar á því hvort að rétt sé að fara í samstarf við önnur sveitarfélög um störf byggingarfulltrúa eða auglýsa sjálf eftir starfsmanni til kaupstaðarins. Ákvörðunar um hvaða leið verður farin er að vænta á allra næstu dögum.

Elfa Hlín Pétursdóttir
Hildur Þórisdóttir
Rúnar Gunnarsson
Þórunn Hrund Óladóttir“

 

Til máls tóku Oddný Björk og bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með 4 greiddum atkvæðum. Oddný Björk, Elvar Snær og Eygló Björg greiða atkvæði á móti.

 

 

14. Skipan í nefndir

Eftirfarandi tillögur liggja fyrir fundinum:

„Lagt er til að Guðrún Ásta Tryggvadóttir taki sæti í velferðarnefnd sem varaformaður í stað Arnars Klemenssonar.“

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

"Lagt er til að Arna Magnúsdóttir taki sæti í félagsmálanefnd í stað Guðrúnar Ástu Tryggvadóttur.“

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

„Lagt er til að Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri verði tilnefnd í stað Vilhjálms Jónssonar í Almannavarnarnefnd Múlaþings, Brunavarnir á Austurlandi, Heilbrigðisnefnd, Skólaskrifstofu Austurlands, Fulltrúaráð Héraðsskjalasafns Austfirðinga – aðalfundur, Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands.“

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Til máls tóku Oddný Björk og Eygló sem leggur fram tillögu:

„Í samræmi við 50. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykkir bæjarstjórn að Vilhjálmur Jónsson frá B-lista verði áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.“

 

Til máls tók Elfa Hlín.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

15. Húsnæðismál

„Lagt er til að atvinnu- og framtíðarmálanefnd verði falið í samræmi við samþykkta húsnæðisstefnu kaupstaðarins að taka fasteignir í eigu bæjarins (íbúðarhúsnæði) til skoðunar, meti viðhaldsþörf þeirra og komi með tillögur um sölu eigna. Einnig er lagt til að þeim verði falið að koma með tillögur að leiðum til að mæta þeirri bráðu húsnæðisþörf sem er í bænum. Skila á tillögum til bæjarstjórnar á fyrsta ársfjórðungi 2019.“

 

Til máls tóku Elvar Snær og Rúnar.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

16. Þóknun vegna nefndarstarfa í sameiningarefnd

Undir þessum lið leggur Elvar Snær Kristjánsson fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að þóknun til nefndarmanna í sameiningarnefnd sveitarfélaga verði sú sama og til fastanefnda kaupstaðarins.

Bæjarstjórn leggur jafnframt til að útgjöldin verði færð á deild 2159, lykill 9991 og að bæjarstjóra sé falið að leggja fram tillögu að viðauka vegna málsins.“

 

Til máls tóku Elfa Hlín, Elvar Snær, Eygló Björg, Elfa Hlín, Eygló Björg og bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

17. Fundargerð umhverfisnefndar frá 29. október 2018 liðir 3 og 4 í dagskrá fundargerðar

Vegna liðar 3 – Deiliskipulag við Hlíðarveg, skipulagslýsing

„Bæjarstjórn samþykkir að framlögð skipulagslýsing fyrir Múlaveg og Hlíðarveg verði auglýst og kynnt á vinnslustigi að því skilyrði uppfylltu að inn í hana verði bætt lóðunum tveimur við Múlaveg, nr. 51 og 55, sem áður hafði verið samþykkt að skyldu deiliskipulagðar.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Vegna liðar 4 – Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir Lönguhlíð

„Bæjarstjórn samþykkir að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar er varðar breytta landnotkun í Lönguhlíð og breytingu á skilmálum skipulagsins fyrir íbúða- og atvinnusvæði sem og breytingu á deiliskipulagi fyrir Lönguhlíð verði auglýst og kynnt á vinnslustigi.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Til máls um tillögur tóku Elfa Hlín og Oddný Björk.

 

 

18. Viðaukar

Í fundargerð bæjarráðs nr. 2440 er lagt til að bæjarstjórn samþykki viðauka 13-33.

 • Viðauki númer 13, deild 0010 Jöfnunarsjóður: Framlög lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 5.830.000 krónur.
 • Viðauki númer 14, deild 0211 Fjárhagsaðstoð, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 500.000 krónur.
 • Viðauki númer 15, deild 0331 Heilsueflandi samfélaga, tekjur umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 250.000 krónur.
 • Viðauki númer 16, deild 0501 Menningarnefnd, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 99.473 krónur.
 • Viðauki númer 17, deild 0521 Bókasafn, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 400.000 krónur.
 • Viðauki númer 18, deild 0541 Söguritun, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.082.000 krónur.
 • Viðauki númer 19, deild 0587 Kirkjubyggingar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 299.309 krónur.
 • Viðauki númer 20, deild 0721 Slökkvistöð, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 308.000 krónur.
 • Viðauki númer 21, deild 0821 Sorpeyðing og urðunarstaðir, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 250.000 krónur.
 • Viðauki númer 22, deild 0824 Endurvinnslustöð, tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.500.000 krónur.
 • Viðauki númer 23, deild 0925 Verndarsvæði í byggð, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 8.150.000 krónur.
 • Viðauki númer 24, deild 1142 Sláttur og hirðing opinna svæða, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.108.102 krónur.
 • Viðauki númer 25, deild 21011 Sveitarstjórn, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.010.000 krónur.
 • Viðauki númer 26, deild 21011 Endurskoðun, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.360.000 krónur.
 • Viðauki númer 27, deild 2111 Kosningar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 745.645 krónur.
 • Viðauki númer 28, deild 2140 Bæjarskrifstofa, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.800.000 krónur.
 • Viðauki númer 29, deild 2142 Tölvudeild, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.100.000 krónur.
 • Viðauki númer 30, Eignasjóður, deild 31102 Viðhald ósundurliðað, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.147.495 krónur. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni og deildir: 31101 Grunnskóli 315.495 krónur, 31201 Félagsheimilið Herðubreið 782.000 3250 ELDHERÐUBR 1.100.000 krónur og 0561 Félagsheimilið Herðubreið 950.000 krónur.
 • Viðauki númer 31, Félagslegar íbúðir, deild 5710 Sameiginlegur rekstur félagslegra íbúða, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.938.042 krónur. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni og deildir: 5711 Múlavegur 18, 1.757.494 krónur, 57110 Múlavegur 36, 375.854 krónur og 57111 Múlavegur 34, 569.632 krónur. Niðurstaða viðaukans með skiptingu er 764.918 útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
 • Viðauki númer 32, Félagslegar íbúðir. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni og deildir: 57122 Hamrabakki 12 40T3.720 krónur, 5713 Múlavegur 22, 2.494.020 krónur og 5718 Múlavegur 40, 218.492 krónur. Niðurstaða viðaukans með skiptingu er 3.116.232 krónur, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
 • Viðauki númer 33, deild 6250 62_HOL, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.750.000 krónur.
 • Nettóbreyting viðauka nemur 22.107.475 gjaldamegin í reikningshaldi kaupstaðarins.

 

Til máls tók formaður bæjarráðs, sem gerir grein fyrir viðaukum.

 

Til að mæta útgjaldaauka er fjárfesting í Eignasjóð lækkuð um 15 millj. kr. og fjárfesting í félagslegum íbúðum lækkuð um 15 millj. kr.

 

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkir ofantalda viðauka vegna kostnaðarauka við verkefni á borði Seyðisfjarðarkaupstaðar“.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

19. Fjárhagsáætlun

Bæjarráð leggur fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 til fyrstu umræðu. Sigurður Álfgeir Sigurðarson, ráðgjafi frá Deloitte fer yfir fjárhagsáætlun með bæjarfulltrúum.

Greinagerð með fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar – bæjarstjóri kynnir.

 

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir til síðari umræðu framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki, stofnanir og sjóði kaupstaðarins fyrir árið 2019, þriggja ára áætlun fyrir árin 2020 til 2022.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

Fundi slitið kl. 19.17
Fundargerðin er á 15 blaðsíðum.