1743. bæjarstjórn 12.12.18
1743. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 12. desember 2018 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 3. hæð. Hófst fundurinn klukkan 16:00.
Fundinn sátu:
Hildur Þórisdóttir L-lista,
Benedikta Guðrún Svavarsdóttir í stað Elfu Hlín Pétursdóttur L-lista,
Vilhjálmur Jónsson B-lista,
Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,
Rúnar Gunnarsson L-lista,
Elvar Snær Kristjánsson D-lista,
Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.
Fundarritari var Eva Jónudóttir.
Gerðir fundarins:
Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. Forseti óskaði í upphafi eftir því að bæta inn afbrigðum, þ.e. lið 14 „Viðaukar um fjárhagsáætlun 2018“, lið 15 „Drög að greinargerð með fjárhagsáætlun 2019-2022“, lið 16 „Siggi Dvergur ehf.“ og lið 17 „Tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn“.
Afbrigðin samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
Dagskrá:
1. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2447 frá 12. nóvember 2018
Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:
Umhverfisnefnd frá 24. september 2018
Fundargerð opnuð fyrir umræður.
Til máls tóku formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Vilhjálmur, forseti , Oddný Björk og forseti um lið 9.
Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
2. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2448 frá 21. nóvember 2018
Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram með fundargerðinni:
Ferða- og menningarmálanefnd frá 19. nóvember 2018
Umhverfisnefnd frá 29. október 2018
Tillögu undir lið 2.2. í fundargerð er vísað til liðar 7 á dagskrá
Tillögu undir lið 3.2. í fundargerð er vísað til liðar 8 á dagskrá
Tillögu undir lið 3.4. í fundargerð er vísað til liðar 9 á dagskrá
Fundargerð opnuð fyrir umræður.
Til máls tóku formaður bæjarráðs sem kynnir fundargerðina, Oddný Björk um lið 1, Elvar Snær um liði 1 og 9 og forseti um lið 9.
Fundarhlé hefst kl. 16.21
Fundarhlé lýkur kl. 16.26
Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma á námskeiði fyrir sveitarstjórnarmenn sem allra fyrst á nýju ári og setji sig í samband við þar til bæra aðila.“
Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
3. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2449 frá 28. nóvember 2018
Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram með fundargerðinni:
Fræðslunefnd frá 27. nóvember 2018
Velferðarnefnd frá 20. nóvember 2018
Fundargerð opnuð fyrir umræður.
Til máls tóku formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Oddný Björk um liði 5 og 7.1., Vilhjálmur um lið 2.8., Elvar Snær um liði 2.4. og 6 og leggur fram eftirfarandi bókun:
„Minnihlutinn gagnrýnir þau vinnubrögð sem höfð hafa verið er varðar undirbúning og auglýsingu um stöðu skipulags- og byggingafulltrúa.
Engin kostnaðargreining hefur verið gerð fyrir stöðuna þar með talið hvort hagkvæmara sé að hafa hana í verktöku eða sem stöðugildi kaupstaðarins.
Ekki hefur verið gerð fullnægjandi starfslýsing fyrir stöðuna.
Auglýsing um stöðuna var birt án heimildar bæjarráðs sem þó sér um starfsmannamál kaupstaðarins samkvæmt erindisbréfi, þar með talið starfsmannaráðningu byggingafulltrúa.
Að lokum uppfyllir auglýsingin ekki 7. gr. Skipulagslaga 2010 nr. 123 22. september."
Fundarhlé hefst kl. 16.36
Fundarhléi lýkur kl. 16.56
Til máls tekur Þórunn Hrund um lið 6 og leggur fram eftirfarandi bókun:
„Meirihluti bæjarstjórnar hafnar því alfarið að ekki hafi verið staðið faglega að undirbúningi og auglýsingu um starf byggingarfulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar. Við höfum leitað aðstoðar hjá lögfræðingi Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og Mannvirkjastofnunar varðandi auglýsingu. Einnig höfum við fengið leiðbeiningar varðandi kostnaðarhlutann frá fjármálaráðgjafa. Því teljum við þessa gagnrýni minnihlutans ekki eiga við rök að styðjast.
Benedikta Guðrún Svavarsdóttir
Hildur Þórisdóttir
Rúnar Gunnarsson
Þórunn Hrund Óladóttir“
Fundarhlé hefst kl. 16.59
Fundarhléi lýkur kl. 17.14
Til máls tekur Elvar Snær um lið 6 og leggur fram eftirfarandi bókun:
„Minnihlutinn vísar á bug rökum í bókun meirihlutans að faglega hafi verið staðið að auglýsingu um starf byggingafulltrúa. Þau gögn sem meirihluti vísar til hafa ekki verið lögð fyrir bæjarráð í vinnu við undirbúning málsins, hvorki aðstoð lögfræðings Sambandsins, Mannvirkjastofnunnar, né heldur kostnaðaútreikningar fjármálaráðgjafa á mögulegum kostum til lausnar."
Til máls tekur Vilhjálmur og bæjarstjóri um lið 3.
Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
4. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2450 frá 10. desember 2018
Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram með fundargerðinni:
Atvinnu- og framtíðarmálanefnd frá 1. nóvember 2018
Atvinnu- og framtíðarmálanefnd frá 6. desember 2018
Tillögu undir lið 5 í fundargerð er vísað til liðar 13 á dagskrá
Fundargerð opnuð fyrir umræður.
Til máls tóku formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, bæjarstjóri um lið 2.2., Vilhjálmur um lið 4 og leggur fram eftirfarandi bókun:
Bókun vegna auglýsingar og undirbúnings við ráðningu byggingafulltrúa:
„Í tölvupósti sem bæjarstýra Seyðisfjarðarkaupstaðar Aðalheiður Borgþórsdóttir sendir Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þann 7. desember s.l. nánar tiltekið yfirmanni lögfræðisviðs er undirritaður borinn þungum röngum sökum sem eru til þess fallnar að rýra trúverðugleika hans. Undirritaður fer því fram á skriflega afsökunarbeiðni og að henni ásamt leiðréttingu vegna málsins verði afhent honum og send Sambandi íslenskra sveitarfélaga og óskað staðfestingar á móttöku sendingarinnar frá Sambandinu.
Vilhjálmur Jónsson“
Til máls tóku bæjarstjóri, Vilhjálmur, Þórunn Hrund, Elvar Snær, Oddný Björk, bæjarstjóri, Oddný Björk og Elvar Snær um lið 4.
Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
5. Fundargerð Hafnarmálaráðs frá 29. nóvember 2018
Tillögu undir lið 2 í fundargerð er vísað til liðar 12 á dagskrá
Tillögu undir lið 3 í fundargerð er vísað til liðar 13 á dagskrá
Fundargerð opnuð fyrir umræður.
Til máls tóku Þórunn Hrund sem kynnti fundargerðina, bæjarstjóri um liði 1.1., 1.3., 2, 5 og 8, Vilhjálmur um liði 1.1. og 5, Elvar Snær, bæjarstjóri, Vilhjálmur, Oddný Björk um lið 5, Rúnar um lið 6.
Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
6. Samband Íslenskra sveitarfélaga, 29. nóvember 2018. UT - dagurinn
Til máls tók forseti sem kynnti málið.
7. Gangbrautir og umferðaröryggismál
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar um að gerð verði umferðaröryggisáætlun fyrir Seyðisfjörð til afgreiðslu bæjarstjórnar.“
Til máls tóku Vilhjálmur og forseti, sem leggur fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarstjórn samþykkir að umhverfisnefnd vinni drög um umferðaröryggisáætlun sem yrði lögð fram til samþykktar á fyrsta ársfjórðungi ársins 2019.“
Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
8. Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið – Viðauki við fjárhagsáætlun 14. nóv. 2018
Til máls tók bæjarstjóri sem fór yfir stöðu málsins. Vilhjálmur og bæjarstjóri.
9. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 20. nóv 2018
„Óskað eftir umsögn bæjarstjórnar varðandi kvörtun bæjar- og varabæjarfulltrúanna Oddnýjar Bjarkar Daníelsdóttur, Eyglóar Bjargar Jóhannsdóttur og Skúla Vignissonar til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 2. ágúst 2018, vegna framkvæmdar ráðningar bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar. „
Til máls tóku Elvar Snær, Oddný Björk og Rúnar.
Fundarhlé hefst kl. 18.10
Fundarhléi lýkur kl. 18.21
Til máls tók Þórunn Hrund og leggur fram eftirfarandi bókun:
„Þar sem bæjarfulltrúar minnihlutans eru málshefjendur er nokkuð ljóst að bæjarstjórn getur ekki svarað erindi ráðuneytisins sem stjórnvald heldur er hér um að ræða erindi sem beinist að vinnubrögðum meirihlutans.
Svar forseta bæjarstjórnar var sent til Samgöngu – og sveitarstjórnarráðuneytisins 7. desember sl. Vakin er athygli bæjarfulltrúa á að komin er lokaniðurstaða frá Umboðsmanni Alþingis um ferlið við ráðningu bæjarstjóra, þar sem fram kemur að ekki þótti ástæða til að gera athugasemdir við aðkomu sveitarstjórnar að ráðningarferlinu. Niðurstaða Umboðsmanns Alþingis er endanleg. Því er tímabært að bæjarfulltrúar leyfi nýjum bæjarstjóra, sem er án nokkurs vafa, afar hæfur í starfið, að fá svigrúm til að komast inn í verkefnin sem tilheyra starfinu.
Benedikta Guðrún Svavarsdóttir
Hildur Þórisdóttir
Rúnar Gunnarsson
Þórunn Hrund Óladóttir.“
Fundarhlé hefst kl. 18.24
Fundarhléi lýkur kl. 18.33
Til máls tók Oddný Björk sem leggur fram eftirfarandi bókun :
„Minnihlutinn lýsir furðu á því að svar skuli þegar hafi verið sent Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu með hliðsjón af ósk ráðuneytisins og afgreiðslu bæjarráðs frá 28.11.2018 án þess að upplýst hafi verið um sendinguna. Fyrirspurn ráðuneytisins var beint til bæjarstjórnar Seyðisfjarðar og mun því minnihluti bæjarstjórnar koma athugasemdum sínum á framfæri við ráðuneytið.
Athugasemdirnar beinast að málsmeðferð í aðdraganda ráðningar og ekki að núverandi bæjarstjóra og á því ekki að hafa áhrif á hans störf."
10. Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2019
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir eftirfarandi álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2019:
1. A flokkur verði 0,625% af fasteignamati.
Til máls tók Vilhjálmur og leggur fram eftirfarandi bókun :
„Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að álagningarhlutfall fasteigna í A flokki verði 0,5% af fasteignamati.
Greinargerð:
Gert er ráð fyrir hækkun fasteignamats á húsnæði á Seyðisfirði nemi 12,6% á árinu 2019 og hefur fasteignaverð undanfarin ár verið umfram vísitölur. Skatttekjur með framlögum úr jöfnunarsjóði eru tæpum 25 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir í rammaáætlun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Þegar ákveðið var að leggja álag á fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði árið 2011 var fjárhagsstaða kaupstaðarins erfið. Seyðisfjarðarkaupstaður var með skuldugustu sveitarfélögum landsins og námu skuldir 220% af tekjum. Rekstrarniðurstaða hafði verið neikvæð um árabil og nam neikvæð rekstrarniðurstaða samstæðunnar árið 2010 70 milljónum króna. Veltufé frá rekstri árið 2010 var neikvætt. Með þá niðurstöðu var hvorki hægt að greiða af lánum né fjárfesta án lántöku. Af hálfu lánadrottna var lokað fyrir lántökur nema til endurfjármögnunar lána sem jafnframt var skilyrt því að bæjaryfirvöld legðu fram trúverðuga aðgerðaáætlun.
Til samanburðar nú er að árið 2017 var svonefnd skuldahlutfall 108%. Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings var jákvæð um tæpar 124 milljónir króna. Veltufé frá rekstri samstæðunnar þ.e. A- og B-hluta nam 209 milljónum króna. Afkomuspá fyrir árið 2018 gerir ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu.
Tillögunni fylgir breytingartillaga við fjárhagsáætlun sem lögð verður fram undir þeim lið.“
Til máls tóku Rúnar, Oddný Björk, Benedikta, Vilhjálmur, bæjarstjóri, Oddný Björk, Vilhjálmur og bæjarstjóri.
Breytingartillaga felld með 4 greiddum atkvæðum frá Benediktu, Hildi, Rúnari og Þórunni Hrund.
Tillaga bæjarráðs samþykkt með 4 greiddum atkvæðum. Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur greiddu gegn tillögunni.
11. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2019
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagðar tillögur að þjónustugjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2019 fyrir:
1. Seyðisfjarðarskóla – Leikskóladeild.
2. Bókasafn
3. Vinnuskóla – Garðaþjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja.
4. Leikjanámskeið
5. Íþróttamiðstöð
6. Sundhöll
7. Tjaldsvæði
8. Bæjarskrifstofu
9. Áhaldahús – Gjaldskrá innri þjónustu.
10. Vatnsveitu
11. Fráveitu.“
Til máls tók Oddný Björk sem leggur fram eftirfarandi bókun:
„Mér þykir leitt að það þurfi að hækka leikskólagjöld í sveitarfélaginu þar sem það gerir bæinn minna samkeppnishæfan á landsvísu.“
Til máls tóku Rúnar og Oddný Björk sem leggur fram eftirfarandi bókun:
„Ég fagna því að hundaleyfisgjöld hækki ekki árið 2019.“
Tillaga samþykkt með 4 greiddum atkvæðum. Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur sitja hjá.
12. Gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2019
Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2019.“
Enginn tók til máls.
Tillaga samþykkt með 4 greiddum atkvæðum. Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur sitja hjá.
13. Fjárhagsáætlun 2019 - 2022
Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki, stofnanir og sjóði kaupstaðarins fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2020 til 2022.“
Til máls tóku bæjarstjóri og Vilhjálmur sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
„Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi breytingartillögu við tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 til 2022.
Breyting á fjárfestingaáætlun.
„Eignasjóður - Hækkun á fjárfestingu vegna knattspyrnuvallar við Garðarsveg 35.000.000 króna.
Hafnarsjóður – Lækkun á fjárfestingu 10 milljónir króna.
Fjármögnun – Lán frá lánasjóði sveitarfélaga eins og vilyrði standa fyrir að upphæð 20.000.000 króna.
Áætlun taki breytingum að því leyti að fært verði fyrir framkvæmdinni innan Eignasjóðs milli áranna 2019 og 2020 og fjármögnun með sama hætti.
Greinargerð
Fyrir liggur að með framangreindum breytingartillögum er framkvæmdin fjármögnuð miðað við áætlanir og samkvæmt greinargerð frá bæjarstjórnarfundi í ágúst síðastliðnum. Framkvæmdin er tilbúin til útboðs. Nokkur óvissa eru um hluta framkvæmda í framkvæmdaáætlun þar sem þær hafa ekki verið kostnaðarmetnar eða að hönnun liggi fyrir og því kann að vera að hluti þeirra gangi ekki fram innan tímamarka.
Greinargerð frá fundi bæjarstjórnar í ágúst:
„Greinargerð
Starfshópur um endurgerð fótboltavallarins hefur óskað eftir því við bæjarráð að fjárheimildir til verksins á næsta ári verði 20 milljónir króna, til viðbótar við þær 15 milljónir sem heimild er fyrir á þessu ári. Mannvirkjasjóður KSÍ hefur gefið vilyrði fyrir að styrkja framkvæmdina um 7 milljónir auk þess sem starfshópurinn telur mögulegt að hann afli styrkja og framlaga upp á 10-12 milljónir í viðbót og verður verkið þá fullfjármagnað. Til að styrkur KSÍ falli ekki niður þarf að nýta hann á þessu ári. Samkvæmt ábendingum hönnuðar EFLU er bæði hagkvæmara að framkvæmdir gangi hratt fyrir sig og óskynsamlegt að hafa svæðið opið lengi.
Ljóst er að svigrúm sveitarfélagsins til framkvæmda og viðhalds árið 2019 er takmarkað og forgangsverkefnin mörg og brýn. Því verður að fjármagna framkvæmdina að hluta með lántöku ef af henni á að verða.
Jafnframt verði gerður samningur við knattspyrnudeildina varðandi framtíðarsýn fyrir völlinn, notkun hans og eflingu barna- og unglingastarfs.
Þá er brýnt að fyrrnefndur starfshópur haldi áfram starfi sínu og leiti allra fjármögnunarleiða annarra.““
Til máls tóku bæjarstjóri, Vilhjálmur, Benedikta, Oddný Björk, bæjarstjóri, Elvar Snær, Þórunn Hrund, Rúnar, bæjarstjóri, Vilhjálmur, Rúnar, Oddný Björk og Elvar Snær.
Fundarhlé hefst kl. 19.29
Fundarhléi lýkur kl. 20.14
Þórunn Hrund leggur til breytingartillögu við breytingartillögu Vilhjálms:
„Bæjarstjórn samþykkir að eftirfarandi texti í breytingartillögu Vilhjálms „Hafnarsjóður – Lækkun á fjárfestingu 10 milljónir króna“ falli brott úr tillögunni.“
Breytingartillaga Þórunnar Hrundar borin upp og samþykkt með sjö greiddum atkvæðum
Breytingartillaga Vilhjálms borin upp og samþykkt með sjö greiddum atkvæðum
Hafnarmálaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2019 .“
Til máls tóku Vilhjálmur, bæjarstjóri, Vilhjálmur, Rúnar, Vilhjálmur, Þórunn Hrund, bæjarstjóri.
Til máls um fjárhagsáætlun tóku Vilhjálmur og Oddný Björk.
Fjárhagsáætlun samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
14. Viðaukar um fjárhagsáætlun 2018
Viðauki 5 2018
Viðauki númer 34. Deild 0010 Jöfnunarsjóður, tekjur umfram það sem gert er ráð
fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 13.700.000 krónur.
Viðauki númer 35. Deild 04111 Sólvellir leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla,
útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 11.900.000
krónur.
Viðauki númer 36. Deild 04211 Grunnskóladeild /Seyðisfjarðarskóli, útgjöld
umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 10.000.000 krónur.
Viðauki númer 37. Deild 04211 Grunnskóladeild /Seyðisfjarðarskóli, útgjöld
umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.500.000 krónur.
Viðauki númer 38. Deild 0922 Aðalskipulag, útgjöld innan þess sem gert var ráð
fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.000.000 krónur.
Viðauki númer 39. Deild 0923 Deiliskipulag, útgjöld innan þess sem gert var ráð
fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.000.000 krónur.
Viðauki númer 40. Deild 0953 Byggingarfulltrúi, útgjöld umfram það sem gert var
ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.000.000 krónur.
Viðauki númer 41. Deild 0925 Verndarsvæði í Byggð, útgjöld innan þess sem gert
var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.000.000 krónur.
Viðauki númer 42. Deild 21011 Sveitarstjórn, útgjöld umfram það sem gert var ráð
fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.000.000 krónur.
Viðauki númer 43. Deild 2107 Endurskoðun og Ráðgjöf, útgjöld umfram það sem
gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.000.000 krónur.
Viðauki númer 44. Deild 2210 Breyting á lífeyrisskildbindingu, útgjöld innan þess
sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 9.700.000 krónur.
Viðauki númer 45. Deild 4101 Almenn Hafnargjöld, tekjur umfram það sem gert er
ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 24.000.000 krónur.
Viðauki númer 46. Deild 4172 Hafnarvarsla, útgjöld umfram það sem gert var ráð
fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.000.000 krónur.
Viðauki númer 47. Deild 4111 Hafnarmannvirki, útgjöld umfram það sem gert var
ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.000.000 krónur.
Viðauki númer 48. Deild 4161 Hafnarhús Ferjuleiru 1, útgjöld umfram það sem
gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.000.000 krónur.
Viðauki númer 49. Deild 4172 Hafnarvarsla, útgjöld umfram það sem gert var ráð
fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.000.000 krónur
Viðauki númer 50. Deild 4161 Hafnarhús Ferjuleiru 1, útgjöld umfram það sem
gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 6.000.000 krónur.
Viðauki númer 51. Deild 4165 Áhaldahús, útgjöld umfram það sem gert var ráð
fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.000.000 krónur.
Viðauki númer 52. Deild 2813 Vaxta og verðbótagjöld af langtímaskuldum,
útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.500.000 krónur
Viðauki númer 53. Deild 3184 Fjármagnsgjöld, útgjöld innan þess sem gert var ráð
fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.000.000 krónur.
Nettóbreyting viðauka nemur 6.000.000 króna tekjumegin í reikningshaldi kaupstaðarins.
Viðaukar samþykkir með sjö greiddum atkvæðum.
15. Drög að greinargerð með fjárhagsáætlun 2019-2022
Drög að greinargerð lögð fram til kynningar.
Til máls tóku Oddný Björk, bæjarstjóri, Vilhjálmur og Elvar Snær.
16. Siggi Dvergur ehf.
Eftirfarandi yfirlýsing liggur fyrir fundinum:
Á jörðinni Dvergasteini 2, 711 Seyðisfirði, landnúmer 154848 hafa ábúendur jarðarinnar Sigurður Filippusson kt. 260442-3769 og Soffía Margrét Ívarsdóttir kt. 030450-2809 haft jörðina í ábúð frá 15.07.1976. Við upphaf búskapar ábúenda á jörðinni var og er ræktað land um 11,4 hektarar og annað eins sjálfsuppgrætt. Stundaður var hefðbundinn búskapur á jörðinni með sauðfé, kýr og hesta. Eiga þau þar lögheimili og stunda eingöngu sauðfjárbúskap í dag. Ástand mannvirkja og jarðarinnar verður að teljast gott. Jörðina hafa ábúendur setið vel og mælir bæjarstjórn með því að þau fái jörðina keypta. Sigurður Filippusson er fæddur og uppalinn á jörðinni og hafa þau Soffía Margrét Ívarsdóttir alið þar upp níu börn í búskapartíð sinni. Næst yngsta barn þeirra, Þórunn Sigurðardóttir, hefur áhuga á að taka við af foreldrum sínum.
Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
17. Tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn
Tekin fyrir beiðni frá Elfu Hlín Pétursdóttur um tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn vegna veikinda frá og með 12. desember.
Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
Fundi slitið kl. 22.13.
Fundargerðin er á 18 blaðsíðum.