1744. bæjarstjórn 21.12.18

1744. aukafundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Föstudaginn 21. desember 2018 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 3. hæð. Hófst fundurinn klukkan 16:00.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Arna Magnúsdóttir í stað Benediktu Guðrúnar Svavarsdóttur  L-lista,

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. Forseti leitar afbrigða að bæta inn sem lið nr. 10 „Kosning í bæjarráð“.

 

Afbrigði samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. 2451. fundargerð bæjarráðs frá 19. desember 2018
Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:
Umhverfisnefnd frá 17.12.2018

 

Tillaga undir lið 2.1., liður 2 „Deiliskipulag við Hlíðarveg, skipulagslýsing“  í fundargerð vísað til liðar 2 á dagskrá

Tillaga undir lið 2.1. liður 3 „Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir Lönguhlíð“ í fundargerð vísað til liðar 3 á dagskrá

Tillaga undir lið 2.1. liður 4 „Endurskoðun aðalskipulags“ í fundargerð vísað til liðar 4 á dagskrá

Tillaga undir lið 4.2. í fundargerð vísað til liðar 8 á dagskrá

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.
Til máls tók formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina. Oddný Björk og formaður bæjarráðs um lið 1 og Elvar Snær um lið 4.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Deiliskipulag við Hlíðarveg, skipulagslýsing

Úr fundargerð umhverfisnefndar frá 17. desember :

 

Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að unnin verði skipulagstillaga að nýju deiliskipulagi við Múlaveg á grundvelli lýsingarinnar. Tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram koma í innsendum umsögnum og unnið verði að gerð skipulagstillögunnar í nánu samráði við hagsmunaaðila á svæðinu og Veðurstofu Íslands m.t.t. endurskoðunar á hættumati fyrir svæðið.“

 

Enginn tók til máls.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi fyrir Lönguhlíð

Úr fundargerð umhverfisnefndar frá 17. desember :

 „Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillögurnar að breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi í Lönguhlíð verði auglýstar. Tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram koma í innsendum umsögnum og tillögurnar lagfærðar m.t.t. til þeirra áður en þær verði auglýstar.

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Elvar Snær og bæjarstjóri.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Endurskoðun aðalskipulags

Úr fundargerð umhverfisnefndar frá 17. desember :

 

Nefndin samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að lýsingin verði unnin áfram og stefnt að því að auglýsa skipulagslýsinguna í janúar.“

 

Enginn tók til máls.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. SSA 14.12.2018  – Verkefnasamningur milli Seyðisfjarðarkaupstaðar, SSA, LungA skóla og Skaftfells

Bæjarráð vísar framlögðum samningi til afgreiðslu í bæjarstjórn og leggur fram tillögu um viðauka í dagskrárlið númer 8.

„Bæjarráð vísar framlögðum samningi til afgreiðslu í bæjarstjórn og leggur fram eftirfarandi tillögu um viðauka.  Útgjöldum verður mætt af deild 2159 lykli 9191 kr 280.000 deild 2159 lykli 9951 kr 70.000 deild 2159 lykli 9991 kr 1.150.000 eða samtals kr 1.500.000 fært á deild 0452 á lykil 0900. Bæjarstjóra falið að útbúa skjölin vegna viðauka.“

 

Til máls tóku Oddný Björk, bæjarstjóri, Vilhjálmur, Elvar Snær og bæjarstjóri.

Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum.Vilhjámur situr hjá.

 

6. SvAust - samningur um rekstur almenningssamgangna á Austurlandi

Bæjarráð samþykkir að vísa samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar:

 „Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning milli SvAust ehf. og Seyðisfjarðarkaupstaðar um aðkomu að rekstri almenningssamgangna á Austurlandi sem nemur kr. 243.471 á ársgrundvelli.‘‘

 

Enginn tók til máls.

Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum.Vilhjámur greiðir atkvæði á móti.

 

7. SvAust – samningur um framkvæmd hluta almenningssamgangna á starfssvæði SvAust

Bæjarráð samþykkir að vísa samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar:

 „Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning milli SvAust ehf. og Seyðisfjarðarkaupstaðar um framkvæmd hluta almenningssamgangna á starfssvæði SvAust.‘‘

Enginn tók til máls.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Viðaukar

Bæjarráð vísar framlögðum samningi til afgreiðslu í bæjarstjórn og leggur fram eftirfarandi tillögu um viðauka.

 

„Útgjöldum verður mætt af deild 2159 lykli 9191 kr 280.000 deild 2159 lykli 9951 kr 70.000 deild 2159 lykli 9991 kr 1.150.000 eða samtals kr 1.500.000 fært á deild 0452 á lykil 0900. Bæjarstjóra falið að útbúa skjölin vegna viðauka.“

 

Til máls tóku Vilhjálmur og bæjarstjóri.

Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum. Vilhjálmur situr hjá.

 

9. Landsnet

Lögð fram tilkynning um verkefnis- og matslýsingu fyrir kerfisáætlun Landsnets 2019-2028.

Til máls tók Vilhjálmur.

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkomna verkefnis- og matslýsingu fyrir kerfisáætlun Landsnets 2019 - 2028.“

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

10. Kosning í bæjarráð

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

 

„Lagt er til að Hildur Þórisdóttir taki sæti sem aðalmaður í bæjarráði vegna veikindaleyfis Elfu Hlínar Pétursdóttur frá og með 12. desember 2018.‘‘

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Fundargerð á 7 bls.

Fundi slitið kl. 17.03.