1745. bæjarstjórn 10.01.19

1745. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Fimmtudaginn 10. janúar 2019 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 3. hæð. Hófst fundurinn klukkan 16:00.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Arna Magnúsdóttir í stað Benediktu Guðrúnar Svavarsdóttur  L-lista,

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Ágúst Torfi Magnússon í stað Rúnars Gunnarssonar L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. Forseti óskar eftir að bæta inn sem afbrigði lið nr. 10 „Sameining sveitarfélaga“.

 

Afbrigði samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1. 2450. fundargerð bæjarráðs frá 10. desember 2018

Með fundargerðinni er tekinn fyrir liður 1.2 úr 48. fundargerð atvinnu- og framtíðarnefndar frá 6. desember 2018. Lið númer 4 í fundargerðinni er vísað áfram til afgreiðslu í bæjarstjórn en nefndin leggur til að bæjarstjórn óski eftir fundi með yfirstjórn Smyril Line á nýju ári.

 

Forseti ber fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjóra er falið að óska eftir fundi með yfirstjórn Smyril Line hið allra fyrsta.“

 

Tillaga opnuð fyrir umræðu.
Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

2.  2452. fundargerð bæjarráðs frá 28. desember 2018

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.
Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

3. 2453. fundargerð bæjarráðs frá 4. janúar 2019

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:
Velferðarnefnd frá 18.12.18

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.
Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Oddný Björk tekur til máls um lið 6 og Elvar Snær sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að bjóða út endurnýjun yfirborðs knattspyrnuvallar við Garðarsveg. Tilboðin skulu miðast við sáningu og unnin í samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögn unnin af verkfræðistofunni EFLU.

 

Greinargerð:

Þann 12. desember síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn breytingartillögu minnihlutans um hækkun á fjárfestingum í eignarsjóði fjárhagsáætlun 2019-2022 að upphæð 35 milljónir vegna  knattspyrnuvallar við Garðarsveg. Allir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með fjárhagsáætluninni.

Þann 15. ágúst síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn tillögu um lántöku allt að 20 milljónum króna til fjárveitingar í Garðarsvöll. Áður hafði fyrri bæjarstjórn samþykkt 15 milljónir til sama verkefnis.

Öll framboðin lýstu yfir stuðningi við framkvæmd á nýjum knattspyrnuvelli í aðdraganda síðustu kosninga.

Sérfræðingur EFLU sem vann tillögu að verkinu og útboðsgögn hefur mælt með því að framkvæmdin sé unnin í einu lagi og á sem skemmstum tíma bæði af hagkvæmnisjónarmiðum og til að valda sem minnstu raski á nærumhverfinu. Einnig er skynsamlegt að leita tilboða tímanlega áður en verktakar hafa fest sig í önnur verk.

Framkvæmdin við Garðarsvöll er eina framkvæmdin í fyrirhuguðum fjárfestingum kaupstaðarins sem er tilbúin til útboðs.

Eins og sjá má á þessari yfirferð hefur ríkt þverpólitísk samstaða um að hefja framkvæmdir á nýjum knattspyrnuvelli við Garðarsveg, hann hefur verið fjármagnaður og allri undirbúningsvinnu lokið og því ekkert því til fyrirstöðu að leita tilboða í verkið.”

 

Til máls tók Þórunn Hrund um lið 6 og leggur fram bókun:

„Meirihluti bæjarstjórnar vill taka fram að frestun á útboði vegna knattspyrnuvallar við Garðarsveg er tilkomin vegna ráðningaferlis byggingarfulltrúa sem er í vinnslu um þessar mundir. En byggingarfulltrúa verður falið að halda utanum útboð og útboðsgögn þegar þar að kemur.“  

 

Til máls tóku Oddný Björk, Vilhjálmur, Hildur, Elvar Snær, Hildur og Elvar Snær, Vilhjálmur og bæjarstjóri um lið 6.

 

Tillaga borin upp til samþykktar.

 

Tillaga felld með 3 greiddum atkvæðum Þórunnar Hrundar, Ágústar og Örnu. Hildur situr hjá. Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur greiddu atkvæði með.

 

Fundarhlé hefst kl. 16.36
Fundarhléi lýkur kl. 16.37

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

4. 2454. fundargerð bæjarráðs frá 9. janúar 2019

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.
Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

Forseti ber fram eftirfarandi tillögu úr lið 2 „Tímabundið samkomulag við Fljótsdalshérað varðandi umsýslu á sviði skipulags- og byggingarmála“:

„Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að samkomulagi við Fljótsdalshérað um tímabundna umsýslu skipulags- og byggingarmála fyrir Seyðsifjarðarkaupstað.“

 

Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum Þórunnar Hrundar, Hildar, Ágústar og Örnu. Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur sitja hjá.

 

Fundarhlé hefst kl. 16.40
Fundarhléi lýkur kl. 16.49

 

Til máls tóku Oddný Björk, bæjarstjóri, Elvar Snær, bæjarstjóri, Elvar Snær, bæjarstjóri, Oddný Björk, bæjarstjóri og Þórunn Hrund um lið 1.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

5. Erindisbréf ungmennaráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar og tilnefning fulltrúa í ráðið. - AMÍ fulltrúi 7. janúar 2019

 

Forseti ber fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn tilnefnir Galdur Mána Davíðsson og Mikael Nóa Ingvason í ungmennaráð og samþykkir eftirfarandi tilnefningar frá nemendaráði Seyðisfjarðarskóla: Gunnar Einarsson og Jóna Mist Márusdóttir til vara. Frá Íþróttafélaginu Huginn: Elísa Maren Ragnarsdóttir. Frá Æskulýðsstarfi kirkjunnar: Helena Lind Ólafsdóttir.“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

6. Þjóðskrá Íslands – 17.12.2018 – Upplýsingar um veitur hjá sveitarfélögum

Lagt fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

 

 

7. Samband íslenskra sveitarfélaga 21. 12. 2018 – innleiðing starfsmats BHM

Lagt fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

 

 

8. Samband íslenskra sveitarfélaga 18.12.2018 – Fundargerð 866. fundar stjórnar sambandsins

Lagt fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

 

 

9. Byggingarfulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar 21.12.2018 – bréf frá Sigurði Jónssyni

 

Vilhjálmur víkur af fundi

 

Fundarhlé hefst kl. 16:59
Funarhléi lýkur kl. 17:08

 

Forseti ber fram eftirfarandi bókun:

„Meirihluti og bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar vísa ásökunum Sigurðar Jónssonar algjörlega á bug sem eru bæði alvarlegar og ærumeiðandi. Farið er fram á skriflega afsökunarbeiðni og að hann dragi ásakanir sínar til baka í bréfi til bæjarstjórnar Seyðisfjarðar sem og varafulltrúa.“

 

Til máls tóku Oddný Björk, bæjarstjóri og Elvar Snær sem leggur fram eftirfarandi bókun:

„Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:

Eins og fram kemur í fundagerðum bæjarráðs og bæjarstjórnar hefur minnihlutinn gagnrýnt ferli á uppsögn samnings við EFLU vegna byggingarfulltrúa kaupstaðarins alveg frá því að minnihlutanum var hleypt að málinu.

 

Vísað er til eftirfarandi fundagerða:

 

Bæjaráð nr. 2445

Bæjarstjórn nr. 1742

 

Með bókun þessari lýsir minnihlutinn alfarið allri ábyrgð á málinu, málsmeðferð, stöðu og afleiðingum á hendur meirihlutans.

 

Það lýsir stöðu mála í dag að meirihlutinn telur sér ekki fært að auglýsa eftir tilboðum í endurnýjun yfirborðs Garðarsvallar fyrr en ráðið hefur verið í stöðu byggingarfulltrúa. Þá hefur verið gerður samningur við Fljótsdalshérað um að veita nokkurs konar bráðaþjónustu á sviði skipulags- og byggingarmála en engu öðru verði sinnt. Það er því ljóst eins og minnihlutinn hefur áður vakið athygli á með bókun hve illa hefur verið haldið á málinu allan tímann af hálfu meirihlutans.”

 

Fundarhlé hefst kl. 17:10
Fundarhléi lýkur kl. 17:43

 

Til máls tekur Þórunn Hrund og leggur fram eftirfarandi bókun frá meirihlutanum:

 

„Meirihlutinn tekur fulla ábyrgð á öllu ferlinu sem viðkemur uppsögn samnings Eflu um byggingarfulltrúa og ráðningarferli nýs byggingarfulltrúa sem hefur verið unnið faglega frá upphafi. Minnihlutinn hefur fengið allar sömu upplýsingar og meirihlutinn um stöðu málsins og því frábiðjum við okkur allar ásakanir um að minnihlutanum hafi verið haldið frá málinu. Eins og staðan er núna höfum við samning við Fljótsdalshérað um skipulags- og byggingarmál þangað til nýr byggingarfulltrúi kemur til starfa. Það er því langt frá því að illa hafi verið unnið að málinu. Við teljum okkur ávallt vera málefnaleg og vinna okkar störf með hag bæjarbúa að leiðarljósi og hvetjum minnihlutann til að sýna samstarfsvilja.“

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Elvar Snær, bæjarstjóri og Þórunn Hrund.

 

 “Elvar Snær Kristjánsson óskar eftir skriflegu svari um hvort birta eigi béf til bæjarstjórnar frá Sigurði Jónssyni dagsett 21. desember”

 

 

10. Sameining sveitarfélaga

Róbert Ragnarsson og Páll Björgvin Guðmundsson frá RR ráðgjöf hafa verið fengnir til að halda utan um sameiningarferlið og þá gagnaöflun sem því fylgir. Róbert sér um verkefnisstjórnina en Páll Björgvin ásamt Bergþóri Haukdal halda utan um greininguna. Lagt er upp með að ræða fyrst við u.þ.b. 5 manns frá hverju sveitarfélagi til að fá grunnupplýsingar og svo fara yfir eignastöðu hvers sveitarfélags fyrir sig, fjármál, skipulagsmál, atvinnulíf, innviði, byggðaþróun ofl. Síðan yrði tekin ein vika í íbúafundi þegar nægilegar grunnupplýsingar liggja fyrir. Fram hafa komið tillögur frá Jóni Þórðarsyni sem telur mikilvægt að málefnahópar skipaðir fólki úr öllum sveitarfélögum verði búið að vinna sína grunnvinnu áður en íbúafundir verða haldnir og málin kynnt fyrir íbúunum. Samstaða er um þá útfærslu. Auk þess þarf að skoða vel tæknilegar lausnir margra mála svo sem rafræna stjórnsýslu, fjarkennslu og fl.

 

Til máls tóku Oddný Björk, Elvar Snær, bæjarstjóri, Hildur, Þórunn Hrund og Elvar Snær.

 

 

Fundargerð á 9 bls.

Fundi slitið kl. 18:39.