1746. bæjarstjórn 13.02.19

1746. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 2. hæð. Hófst fundurinn klukkan 16:00.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir L-lista,

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. Forseti óskar eftir að bæta inn afbrigði, lið nr. 15 „Samskipti‘‘ og lið nr. 16 „List í ljósi - Eyrarrósin“.

 

Afbrigði um lið nr. 15 „samskipti“ fellt með 4 greiddum atkvæðum Hildar, Benediktu, Þórunnar Hrundar og Rúnars. Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur greiða á móti.

Afbrigði um lið nr. 15 „List í ljósi – Eyrarrósin“ samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. Kynning á heilsueflandi samfélagi

Verkefnastjóri mætir á fundinn og kynnir HSAM verkefnið fyrir bæjarstjórn.

 

Fundarhlé hefst kl. 16:28
Fundarhléi lýkur kl. 16:51

 

Bæjarstjórn þakkar góða kynningu á verkefninu og fagnar þeirri mikilvægu stefnu sem HSAM verkefnið er.

 

2. Fundargerð 1. fundar hafnarmálaráðs Seyðisfjarðar frá 22. janúar 2019

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs, sem kynnti fundargerðina. Hafnarstjóri um lið 1.3. og leggur fram bókun :

Það vekur furðu nýs hafnarstjóra að árið 2017 var byrjað á framkvæmd uppá tæpar 50 milljónir um beltun Bjólfsbakka án samnings við verktaka eða bókunar um samþykkt hafnarmálaráðs. Síðan kemur í ljós að helmingur verksins er enn óunninn án þess að nokkur vissi af eftir því sem best verður séð og 11 milljónir frá árinu 2018 eru enn ógreiddar. Engar upplýsingar um málið komu fram við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2019 sem er alvarlegt“. 

 

Elvar Snær um liði 1.4. og 3, bæjarstjóri um lið 3, Vilhjálmur um lið 1.3., bæjarstjóri um lið 1.3., Elvar Snær um lið 3, bæjarstjóri um lið 3 og Þórunn Hrund um lið 1.3.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

3. Fundargerð 2. fundar hafnarmálaráðs Seyðisfjarðar frá 11. febrúar 2019

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs, sem kynnti fundargerðina. Elvar Snær um lið 5, Rúnar um lið 5, Þórunn Hrund um lið 5, Vilhjálmur um lið 4, Oddný Björk um lið 4, bæjarstjóri um lið 4, Rúnar um lið 5 og Vilhjálmur um lið 4.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

4. 2455. fundargerð bæjarráðs Seyðisfjarðar frá 16. janúar 2019

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs, sem kynnti fundargerðina. Oddný Björk um lið 2.1. og bæjarstjóri um lið 2.1.

Forseti ber fram eftirfarandi bókun:

,,Bæjarstjórn þakkar umhverfis- og samgöngunefnd fyrir að taka á móti fulltrúum Seyðisfjarðarkaupstaðar og SSA og jákvæðar undirtektir við málaleitan kaupstaðarins varðandi flýtingu Fjarðarheiðarganga í samgönguáætlun. Bæjarstjórn skorar á Alþingi að færa Fjarðarheiðargöng framar í samgönguáætlun, þannig að framkvæmdir geti hafist á fyrsta tímabili áætlunarinnar. Bæjarstjórn áréttar það að vilji er til þess að veggjöld fjármagni framkvæmd við göngin að hluta.“

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

5. 2456. fundargerð bæjarráðs Seyðisfjarðar frá 23. janúar 2019

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram með fundargerðinni:
Atvinnu- og framtíðarmálanefnd frá 08.01.2019
Ferða- og menningarnefnd frá 18.01.2019
Velferðarnefnd frá 15.01.2019

Undir lið 2.3. í fundargerð bæjarráðs má finna eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar leggur til að árskort í Sundhöll Seyðisfjarðar gildi einnig í heitan pott og gufu í íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar og samþykkir breytingu á gjaldskrá þar að lútandi.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs, sem kynnti fundargerðina. Oddný Björk um lið 2.3., Elvar Snær um lið 2.1., Rúnar um lið 2.1., Oddný Björk um lið 2.1., bæjarstjóri um lið 2.1., Elvar Snær um lið 2.1., Benedikta Guðrún um lið 2.1., Oddný Björk um lið 2.1. og bæjarstjóri um lið 2.1.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum
Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

6. 2457. fundargerð bæjarráðs Seyðisfjarðar frá 30. janúar 2019

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:
Fræðslunefnd frá 22.01.2019

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs, sem kynnti fundargerðina. Oddný Björk um lið 4, bæjarstjóri um lið 4, Elvar Snær um liði 4 og 6 og bæjarstjóri um lið 4.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

7. 2458. fundargerð bæjarráðs Seyðisfjarðar frá 6. febrúar 2019

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:
Umhverfisnefnd frá 28.01.19

 

Undir lið 4.1. í fundargerð bæjarráðs er að finna eftirfarandi tillögur:

,,Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fjarðarbyggðar vegna stækkunar hafnarsvæðis á leirunni á Eskifirði.“

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

,,Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.“

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir að ganga að tilboði fornleifastofu vegna fornleifaskráningar við deiliskipulag við Hlíðarveg – Múlaveg.“

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: 

„Bæjarstjórn samþykkir að verða við erindi Þjóðskrár um samvinnu við Seyðisfjarðakaupstað um söfnun á hnitsettum eignamörkum í stafrænum gagnagrunni, eigindi og eigindalýsingu gagna og heimild til frekari miðlunar á gögnum.“  

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

Undir lið 14 í fundargerð bæjarráðs má finna eftirfarandi tillögu:

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Líf og Sál verði fengin sem ráðgjafi til úttektar í Seyðisfjarðarskóla á grundvelli tilboðs dagsettu 21.01.2019

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn breytingatillögu við viðauka nr. 1. Lagt er til að kostnaði vegna ráðgjafa verð mætt með eftirfarandi hætti. Viðauki nr. 1 . Útgjöldum vegna viðauka verði mætt af deild nr. 2159 lykli nr 9991 yfir á deild nr. 0401 á lykil nr. 4390. Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun er að upphæð kr 2.500.000.

Hér víkur Þórunn Hrund af fundi.

 

Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum

Þórunn Hrund kemur aftur inn á fund.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs, sem kynnti fundargerðina. Oddný Björk um lið 5.1., Rúnar um lið 5.1. og  Elvar Snær um lið 4.1.

Forseti ber þá upp eftirfarandi bókun:

,,Bæjarstjórn Seyðisfjarðar lýsir vonbrigðum með fækkun stöðugilda opinberra starfa á Seyðisfirði. Bæjarstjórn skorar á ríkisvaldið að endurskoða afstöðu sína gagnvart opinberum störfum á landsbyggðinni í samræmi við gildandi byggðaáætlun sem Alþingi hefur samþykkt fyrir árin 2018-2024.“

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

8. Synjun formanns bæjarráðs og bæjarstýru um að verða við beiðni bæjarfulltrúa um að setja mál á dagskrá bæjarráðsfundar nr. 2458

Forseti býður Vilhjálmi að koma upp og kynna málið. Vilhjálmur kynnir og Rúnar tekur til máls.

,,Undirritaður vill leggja fram bókun : Réttur bæjarstjórnarmanns til að fá mál tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi er skýr í lögum og við höfum orðið við ósk Vilhjálms Jónssonar um að fá mál á dagskrá á þessum fundi eins og vera ber. Hins vegar er hvergi neitt að finna í sveitarstjórnarlögum, samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar né erindisbréfi bæjarráðs um rétt bæjarstjórnarmanns til að fá mál tekið fyrir í bæjarráði. Málinu sem krafist var að tekið yrði fyrir bæjarráð var lokið og því engin ástæða til að taka það upp að nýju. Þess ber einnig að geta að það var ég einn sem tók þessa ákvörðun sem formaður bæjarráðs og því engin ástæða til að draga bæjarstjóra inn í þá umræðu. Það vekur hins vegar furðu mína að ekki hefur verið ástæða til að fjalla um einstaka launasamninga hingað til, minn eigin samningur þar með talinn, en skyndilega telur bæjarfulltrúi að nauðsynlegt sé að ræða launakjör nýs byggingafulltrúa. Sá samningur var gerður í samráði við kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga og er einnig gerður með tilliti til starfsmannastefnu og launastefnu Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs.“

 

Til máls tóku Oddný Björk, Rúnar, Oddný Björk, Elvar Snær, Benedikta Guðrún, Vilhjálmur og leggur fram tillögu :

„Vegna fordæmalausar höfnunar formanns bæjarráðs og bæjarstýru á að setja mál á dagskrá bæjarráðs í síðustu viku samþykkir bæjarstjórn að komi til þess að formenn nefnda eða þeir aðilar sem starfa með nefndum telji það vera álitamál hvort mál sem óskað er eftir að fá setta á dagskrá eigi þar við skulu þeir umsvifalaust hafa samband við viðkomandi bæjarfulltrúa eða nefndarmann og afla nauðsynlegra upplýsinga og/eða rökstyðja sérstaklega ástæður þess ef þeir hyggjast ekki setja umbeðin mál á dagskrá.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum 138/2011 og samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar er réttur til að fá mál tekin á dagskrá ótvíræður og ekki fjallað um skilyrði synjunar.”

 

Meirihluti og bæjarstjóri leggja fram eftirfarandi bókun:

Það sætir furðu að launasamningur nýráðins byggingarfulltrúa sé kveikjan að umfjöllun hér í dag. Í tíð fyrrverandi bæjarstjóra voru starfsmenn ráðnir án sérstakra fundabókana um auglýsingar, ráðningasamninga, starfslýsinga eða laun. Launakostnaður við fyrrverandi byggingarfulltrúa kostaði bæjarsjóð um 2,4 milljónum meira á ársgrunni heldur en samningur við nýráðinn byggingarfulltrúa kostar. Þar fyrir utan skilaði fyrrverandi byggingarfulltrúi helmingi færri vinnustundum eða um 1000 klukkustundum færri en nýráðinn byggingarfulltrúi.“

                                                                                        

Til máls tóku bæjarstjóri, Elvar Snær, Vilhjálmur sem ber af sér sakir, Elvar Snær og bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

9. Fundargerðir samstarfsnefndar vegna sameiningarviðræðna Seyðisfjarðarkaupstaðar og sveitarfélaga á Austurlandi

Til máls tóku forseti sem kynnir fundargerðir samstarfsnefndar. Oddný Björk, Elvar Snær, Hildur og Vilhjálmur sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að fundargerðir samstarfsnefndar vegna sameiningarviðræðna sveitarfélaga sem Seyðisfjarðarkaupstaður er aðili að verði ásamt viðeigandi gögnum lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs eftir fundi sameiningarnefndar.”

 

Elvar Snær, bæjarstjóri og Hildur.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

10. Starfsmannastefna, launastefna og jafnlaunavottun

Til máls tóku Vilhjálmur, Oddný Björk, Elvar Snær, bæjarstjóri, Oddný Björk, bæjarstjóri og Vilhjálmur sem leggur fram tillögu:

„Bæjarstjórn beinir því til bæjarráðs að taka til skoðunar starfslýsingar og að alltaf séu til starfslýsingar fyrir öll störf. Störf verði ekki auglýst fyrr en fyrir liggur fullgerð starfslýsing í samræmi við kröfur sem gerðar eru til opinberra aðila. Að gildandi reglum og kjarasamningum sé fylgt og jafnræðis gætt við launasetningu. Miðað verði við að lágmarka yfirvinnu og í því sambandi tekið mið af jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Jafnframt verði horft til jafnréttisáætlunar kaupstaðarins og á þær skyldur sem þar er að finna svo og undirbúnings vegna upptöku jafnlaunavottunar.

Einnig felur bæjarstjórn bæjarráði að undirbúa tillögu um þóknun til vinnu- og starfshópa á vegum kaupstaðarins.” 

 

Tillaga felld með fjórum atkvæðum Hildar, Rúnars, Benediktu og Þórunnar Hrundar. Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur greiða atkvæði með.

 

11.Skriflegt svar við ósk Elvars Snæs Kristjánssonar um hvort birta eigi bréf frá Sigurði Jónssyni dagsett 21. desember til bæjarstjórnar

 

Vilhjálmur víkur af fundi.

 

Forseti ber upp eftirfarandi bókun sem lögð er fram af meirihluta og bæjarstjóra:

,,Ekki er æskilegt að birta bréfið opinberlega vegna orðalags og ærumeiðandi aðdróttana. Bréfið er opinbert skjal sem hægt er að nálgast hjá bæjarstjóra.“

 

Til máls tóku Elvar Snær og bæjarstjóri.

    

Fundarhlé hefst kl. 19:34

Fundarhléi lýkur kl. 19:43

 

12. Samband íslenskra sveitarfélaga – 867. fundargerð frá 25. janúar 2019

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

13. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 29.01.2019 – Áfangastaðaáætlanir

Ráðuneytið fer þess á leit með bréfi sínu að áfangastaðaáætlun Austurlands verði lögð fram í bæjarráði/bæjarstjórn og vísað til viðeigandi nefndar sem er Ferða- og menningarnefnd. Áfangastaðurinn Austurland er gríðarlega metnaðarfullt verkefni sem hefur verið unnið innan Austurbrúar síðastliðin 3 ár í nánu samstarfi við sveitarfélögin. Fyrir liggur ítarleg skýrsla hjá Austurbrú sem mælst er til að fjallað verði um á næsta fundi bæjarráðs sem og Ferða- og menningarnefndar. Mikilvægt er að áætlunum sé fylgt eftir með aðgerðum sveitarfélaga.

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Elvar Snær og bæjarstjóri.

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu: 

Bæjarstjórn samþykkir að fjallað verði um áfangastaðaáætlun Austurlands á næsta fundi bæjarráðs og ferða- og menningarnefndar.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

  

14. DropBox fyrir fundargögn til bæjarfulltrúa

Til máls tóku bæjarstjóri, Vilhjálmur, bæjarstjóri, Þórunn Hrund, Oddný Björk og bæjarstjóri.

 

Fundarhlé hefst kl. 20:00

Fundarhléi lýkur kl. 20:02

 

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn vísar málinu til bæjarráðs, að skoðaðir verði hýsingarmöguleikar á fundargögnum til bæjarfulltrúa.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

15. List í ljósi - Eyrarrósin

Forseti leggur fram eftirfarandi bókun:

„Bæjarstjórn fagnar þeirri verðskulduðu viðurkenningu sem List í ljósi hefur hlotið og óskar framkvæmdastjórum hátíðarinnar innilega til hamingju.“

        

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Fundargerð á 13 bls.

Fundi slitið kl. 21:01.