1747. bæjarstjórn 15.03.19

1747. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Föstudaginn 15. mars 2019 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 2. hæð. Hófst fundurinn klukkan 16:00.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir L-lista,

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Dagný Erla Ómarsdóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. 1746. fundur bæjarstjórnar frá 13.02.2019

Forseti bæjarstjórnar ber þá upp eftirfarandi breytingartillögu á óljósu orðalagi.

Orðalagið úr fundargerð bæjarstjórnar frá 13.02.2019 er svohljóðandi:

„ Forseti óskar eftir að bæta inn afbrigði, lið nr. 15 „Samskipti‘‘ og lið nr. 16 „List í ljósi - Eyrarrósin“.

Afbrigði um lið nr. 15 „samskipti“ fellt með 4 greiddum atkvæðum Hildar, Benediktu, Þórunnar Hrundar og Rúnars. Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur greiða á móti.“

 

„Hið rétta er að Hildur, Benedikta, Þórunn Hrund og Rúnar greiddu atkvæði með afbrigði um lið nr. 15 ,,Samskipti“ en afbrigðið var fellt með atkvæðum Elvar Snæs, Oddnýjar og Vilhjálms. 2/3 hluta atkvæða þarf til að afbrigði sé samþykkt.“

Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

Til máls tóku Elvar Snær um lið 8 og leggur fram eftirfarandi bókun:

„Að leiðrétta rangfærslur í bókunum formanns bæjarráðs annars vegar og bæjarstjóra og meirihluta hins vegar rúmast vart fyrir í stuttri bókun og því langar okkur að drepa á því helsta.

Réttur fulltrúa til að taka mál á dagskrá í nefndum, ráðum og stjórnum sveitarfélaga er skýr og hvetjum við formann bæjarráðs til að kynna sér sveitarstjórnarlögin betur (2.mgr. 52.gr.). 

Að bera saman launakostnað verktaka og launþega er álíka eins og að bera saman epli og appelsínu. Þar sem engir útreikningar voru að baki fullyrðingum í bókun bæjarstjóra og meirihluta frá síðasta fundi gerum við ráð fyrir að inn í þá vanti launatengd gjöld, sumarleyfi, veikindi, húsnæðis- og tækjakostnað auk trygginga svo eitthvað sé talið. Þá er athygliverð fullyrðing um mun á skiluðum tímafjölda fyrrverandi og núverandi bygingarfulltrúa. Miðað við gögn er bæjarstjóri dreifði á síðasta fundi ætti núverandi byggingarfulltrúi að skila 195 tímum á mánuði. Í því samhengi spyrjum við hvort núverandi byggingarfulltrúi skili þessum 30 yfirvinnutímum í vinnu á mánuði sem hann fær greitt fyrir? 

Rétt er að benda á að greiðsla fyrir þessa yfirvinnu slagar hátt upp í það stöðugildi sem vantar á leikskólann og ekki finnst fjármagn fyrir.

Elvar Snær Kristjánsson

Oddný Björk Daníelsdóttir“

 

Vilhjálmur vekur athygli á mögulegu vanhæfi og það er borið undir atkvæði.

 

Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum Þórunnar Hrundar, Hildar, Rúnars og Benediktu. Elvar Snær og Oddný Björk greiða á móti.

 

Vilhjálmur vék af fundi kl. 16:13

 

Til máls tóku Rúnar og bæjarstjóri um lið 8 sem leggur fram eftirfarandi bókun:  

„Bæjarstjóri kallar eftir skriflegum útreikningum frá Elvari Snæ á þessum samanburði varðandi unninn tímafjölda á móti kostnaði.“

Elvar Snær um lið 8.

 

 

2. 2459. Fundargerð bæjarráðs frá 20.02.2019

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram með fundargerðinni:
Atvinnu- og framtíðarmálanefnd, dagsett 14.02.19
Ferða- og menningarnefnd, dagsett 11.02.2019

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Vilhjálmur um lið 1 og lið 2.2, bæjarstjóri um lið 1 og lið 2.2, Vilhjálmur um lið 2.2, Elvar Snær um lið 8 og leggur fram eftirfarandi bókun:

„Á 2442. fundi bæjarráðs þann 16. október s.l. var bæjarstjóra falið að sækja um byggðakvóta. Þegar leitast var eftir niðurstöðu umsóknarinnar í síðasti mánuði greindi bæjarstjóri frá því í tölvupósti að hann ásamt formanni bæjarráðs tóku einhliða ákvörðun um að sækja ekki um byggðakvóta sökum anna bæjarstjóra.

Að hunsa verkefni sem bæjarráð felur bæjarstjóra án samráðs við ráðið, án gildrar ástæðu og án þess að svo mikið sem upplýsa bæjarráð um að gengið hafi verið þvert á tilskipanir þess er skýrt brot á 3.mgr. 55.gr. sveitastjórnarlaga um hlutverk framkvæmdarstjóra. Við hvetjum bæjarstjóra og meirihluta að gera sér grein fyrir að stjórnvöld kaupstaðarins eru lýðræðislega kjörin og skerpa þurfi á verklagi og stjórnsýslu.“

Elvar Snær Kristjánsson

Oddný Björk Daníelsdóttir

Vilhjálmur Jónsson

 

Bæjarstjóri um lið 8, Þórunn Hrund um lið 8, Vilhjálmur um lið 8, bæjarstjóri um lið 8 og Vilhjálmur um lið 8, Oddný Björk um lið 8.

 

Fundarhlé hefst kl. 16:40

Fundarhléi lýkur kl. 16:57

 

Þórunn Hrund tekur til máls og leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta og bæjarstjóra:

„Í ljósi alvarlegra ásakana í garð bæjarstjóra og fyrrverandi formanns bæjarráðs viljum við benda á eftirfarandi: árið 2015 er úthlutað 15 tonnum af byggðakvóta til Seyðisfjarðar, síðan þá hefur ekki komið byggðakvóti til bæjarins. Í því samhengi má líka benda á að 2017 – 18 var ekki sótt um byggðakvóta fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.

Forsendur fyrir úthlutun byggðakvóta eru ekki til staðar í bænum þar sem útgerð á staðnum hefur aldrei haft úr eins miklum aflaheimildum að spila og togarinn landaði á síðasta ári metafla. Önnur forsenda fyrir byggðakvóta er að ekki gæti verulegra áhrifa á atvinnuástand í greininni og slíkt á ekki við hjá okkur.“

 

Til máls tóku Vilhjálmur, Elvar Snær og Rúnar um lið 8.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

 

3. 2460. Fundargerð bæjarráðs frá 27.02.2019 

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram með fundargerðinni:
Umhverfisnefnd, dagsett 25.02.2019
Velferðarnefnd, dagsett 25.02.2019

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Oddný Björk um lið 12 og lið 6, Rúnar um lið 12 og lið 6, Vilhjálmur um lið 3.2, lið 6, lið 11 og lið 13.

Til máls tóku bæjarstjóri, Þórunn Hrund, Elvar Snær, Þórunn Hrund, bæjarstjóri, Rúnar, Oddný Björk og Vilhjálmur um lið 13.

 

Eftirfarandi tillögu er að finna undir lið 2 í fundargerð

Varðandi lið 4 í fundargerð umhverfisnefndar

Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisnefndar um að auglýsa lýsingatillögu á endurskoðun aðalskipulags.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Vilhjálmur leggur fram tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að leita álits Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um bókun formanns bæjarráðs í 8. lið 1746. bæjarstjórnarfundar um rétt nefndarmanna til að fá mál tekin á dagskrá í bæjarráði og nefndum og þá túlkun á sveitarstjórnarlögum sem þar kemur fram um réttindi og skyldur nefndarmanna.

Jafnframt verði óskað eftir áliti ráðuneytisins um hæfi bæjarfulltrúa til þátttöku í úrlausn mála um byggingarfulltrúa kaupstaðarins eftir uppsögn samnings við EFLU um þjónustu byggingarfulltrúa."

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

 

4. 2461. Fundargerð bæjarráðs frá  06.03.19

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Elvar Snær, bæjarstjóri, Elvar Snær og bæjarstjóri um lið 6.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

 

5. Nefndarsvið Alþingis 6.03.2019 – 86. mál til umsagnar

Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar

þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis.

 

Til máls tóku Elvar Snær og Oddný Björk.

 

Fundarhlé hefst kl. 17:45

Fundarhléi lýkur kl. 17:52

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu sem lögð er fram af bæjarstjórn :

„Bæjarstjórn óskar eftir að Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis endurorði spurningu í tillögu sinni um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál, á eftirfarandi máta:

„Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands-, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík? 
    . Já. 
    . Nei.“ 

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Bæjarstjóra falið að koma umsögn áfram fyrir 20. mars 2019

 

 

6. Samtök orkusveitarfélaga, 13. febrúar 2019 – 35. Umsögn og  fundur stjórnar samtaka orkusveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

 

 

7. Knattspyrnuvöllurinn við Garðarsveg

Bæjarstjóri segir frá stöðu mála.

Til máls tóku Elvar Snær, Vilhjálmur, bæjarstjóri, Rúnar og Oddný Björk.

 

 

8. Drög að bréfi vegna niðurskurðar á Sýsluskrifstofu

Bæjarstjóri tekur til máls og fer yfir innihald bréfsins.

Til máls tóku forseti og bæjarstjóri.

 

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda bréfið á Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið, Fjármálaráðuneytið, Allsherjar- og stjórnskipunarnefnd, Dómsmálaráðuneytið og þingmenn kjördæmisins.

 

 

9. Stjórn Tækniminjasafns – tilnefning í stjórn.

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu að tilnefningum í stjórn.

Skúli Vignisson – formaður stjórnar / Þórunn Eymundardóttir til vara

Bjarki Borgþórsson  - Kári Lefever til vara

 

Til máls tóku Oddný Björk og bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum, Oddný Björk situr hjá.

 

 

10. Starfsmannamál – reglur um ráðningar í störf hjá Seyðisfjarðarkaupstað

Til máls tóku Elvar Snær, Rúnar

 

 

11. Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði – Aldan og Bakkahverfi. Drög að tillögu að matsáætlun.

Lagt fram til kynningar.

Til máls tók Vilhjálmur

 

Forseti leggur fram eftirfarandi bókun:

„Bæjarstjórn felur umhverfisnefnd og hafnarmálaráði að fara yfir drög að tillögu að matsáætlun um snjóflóðavarnir á Seyðisfirði – Aldan og Bakkahverfi og senda tillögur sínar til umfjöllunar í bæjarráði“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

 

12. Styrkveiting úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Seyðisfjarðarkaupstaður hefur hlotið styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða upp á kr 15.850.000,- til endurbóta og uppbyggingu á vinsælli gönguleið á Seyðisfirði Austdalur – Skálanes.

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Benedikta og bæjarstjóri

 

 

Fundargerð á 8 bls.

Fundi slitið kl. 18:59.