1748. bæjarstjórn 10.04.19

1748. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 10. apríl 2019 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 2. hæð. Hófst fundurinn klukkan 16:00.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Arna Magnúsdóttir L-lista, í fjarveru Benediktu Guðrúnar Svavarsdóttur

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. Forseti ber upp afbrigði að taka út lið nr. 12 þar sem sama efni er rætt undir lið nr. 9.

 

Afbrigði samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. 2465. fundargerð bæjarráðs frá 04.04.2019

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar :

Velferðarnefnd frá 28.03.2019

Fræðslunefnd frá 26.03.2019

 

Tillögu undir lið 1 er vísað undir lið 3 í fundargerð.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Oddný Björk og bæjarstjóri um lið 2.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Samkomulag um endurnýjun gangstíga, Austdalur / Skálanes

Oddný Björk lýsir sig vanhæfa. Vanhæfi samþykkt með 5 greiddum atkvæðum; Oddnýjar Bjarkar, Hildar, Þórunnar Hrundar, Örnu og Rúnars. Tveir sitja hjá; Elvar Snær og Vilhjálmur.

 

Bæjarstjóri kynnir drög að samkomulagi um endurnýjun gangstíga, Austdalur / Skálanes við Skálanessetur ehf. sem liggja fyrir fundinum.

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnir málið, Vilhjálmur sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að láta vinna lögfræðiálit þar sem mat verði lagt á hvort heimilt sé samkvæmt hafnarlögum að ráðstafa fjármunum úr hafnarsjóði til framkvæmda af þeim toga sem hér um ræðir. Jafnframt nái lögfræðiálitið yfir fjármögnun úr hafnarsjóði á skýrslu sem umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða grundvallaðist á.“

Þórunn Hrund, Elvar Snær, bæjarstjóri, Vilhjálmur, bæjarstjóri, Rúnar og Elvar Snær sem leggur fram bókun:

„Hjá kaupstaðnum starfa bæði bæjarverkstjóri og skipulags- og byggingarfulltrúi. Eftir því sem komist er næst eru 30% hlutfall skipulags- og byggingarfulltrúa skilgreint sem tæknistjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar. Það liggur því beinast við að nýta þann mannauð sem við höfum til að stýra verkinu og nýta frekar þá fjármuni sem sparast við það til að endurnýja fleiri metra af göngustígum.“

 

Forseti ber upp tillögu Vilhjálms:

Samþykkir eru Elvar Snær og Vilhjálmur. Tillaga felld með 4 greiddum atkvæðum; Örnu, Rúnars, Hildar og Þórunnar Hrundar.

 

Drög að samkomulagi samþykkt með 4 greiddum atkvæðum; Örnu, Rúnars, Hildar og Þórunnar Hrundar. Einn greiðir á móti; Elvar Snær. Einn situr hjá; Vilhjálmur.

 

3. Ársreikningar til fyrri umræðu

Endurskoðandi Deloitte, Sigurður Álfgeir, kynnir ársreikninga kaupstaðarins.

Fundarhlé hefst klukkan 16.37
Fundarhléi lýkur klukkan 18.21

Bæjarstjórn þakkar Sigurði Álfgeiri kærlega fyrir greinargóða yfirferð.

 

Undir lið 1 er að finna eftirfarandi tillögu úr 2465. fundargerð bæjarráðs frá 04.04.2019

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir ársreikninga 2018 til síðari umræðu.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. 2463. fundargerð bæjarráðs frá 20.03.2019

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar :
Ferða- og menningarmálanefnd frá 18.03.2019

 

Til máls tóku formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Vilhjálmur um liði 3.1., 3.9. og 8 og bæjarstjóri um sömu liði.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. 2464. fundargerð bæjarráðs frá 28.03.2019

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar :
Atvinnu og framtíðarmálanefnd frá 14. mars 2019
Umhverfisnefnd frá 25.03.2019

 

Tillaga undir lið 2.2., varðandi lið 4, tekin fyrir í lið 6 í fundargerð.

Tillaga undir lið 2.2., varðandi lið 10, tekin fyrir undir lið 7 í fundargerð.

 

Eftirfarandi tillögu má finna undir lið 12.5

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Vegna liðar 1 í fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Austurlands frá 11. febrúar, getur bæjarstjórn Seyðisfjarðar ekki samþykkt breytta lýsingu svæðisskipulags Austurlands. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar leggur áherslu á að sjónarmið Umhverfisstofnunar um að hlutverk nýtingaráætlana, sem falla að upphaflegum forsendum sveitarfélaga á Austurlandi, verði hluti af verklýsingunni við gerð svæðisskipulags.“

 

Til máls tóku formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Oddný Björk, bæjarstjóri, Oddný Björk og bæjarstjóri um lið 6, Vilhjálmur og bæjarstjóri um liði 1, 2.2. (varðandi bókanir um liði 4 og 10 í fundargerð umhverfisnefndar), 8 og 14, Elvar Snær um liði 13 og 10 og leggur fram bókun um lið 10:

„Þrátt fyrir vinsamlega hvatningu á síðasta bæjarstjórnarfundi, nr. 1747, til bæjarstjóra og sneri að því að virða stjórnsýslulög og fylgja þeim virðist það ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Enn á ný brýtur bæjarstjóri gegn 3. mgr. 55. gr.  stjórnsýslulaga og hunsar tilskipanir bæjarráðs og framfylgir ekki bókunum fundargerða.  Því hvet ég bæjarstjóra enn á ný að fylgja lögum, þá sérstaklega er varða sveitarfélög og stjórnsýslu.“

Þórunn Hrund um lið 13.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Austurvegur 13b – Beiðni umsagnar vegna rekstrarleyfis

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn fyrir gistileyfi í flokki II fyrir 6 gesti á forsendum framlagðra gagna

 

Til máls tók Vilhjálmur sem leggur fram eftirfarandi bókun:

„Undirritaður situr hjá við afgreiðslu málsins vegna þess að tillaga umhverfisnefndar að umsögn kaupstaðarins er ekki í samræmi við beiðni leyfisveitanda né heldur 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.“

Einnig tók Rúnar til máls.

 

Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Örnu, Þórunnar Hrundar, Rúnars og Hildar. Þrír sitja hjá; Vilhjálmur, Elvar Snær og Oddný Björk.

 

7. Deiliskipulagstillaga við Hlíðarveg og Múlaveg

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

Bæjarstjórn samþykkir kynningu á deiliskipulagstillögu fyrir Hlíðarveg og Múlaveg.“

                                           

Til máls tóku Vilhjálmur, Oddný Björk og Elvar Snær.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Fundarhlé v.kvöldverðar hefst klukkan 18:54
Fundarhléi lýkur klukkan 19:27

 

8. Hafnarmálaráð 3. fundur frá 26.03.2019

Tillaga undir lið 5 tekin fyrir í lið 9 í fundargerð

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina, Oddný Björk og Rúnar um liði 1.1. og 1.2., Oddný Björk og bæjarstjóri um lið 1.4., Vilhjálmur og Rúnar um lið 1.2., Vilhjálmur og Þórunn Hrund um liði 7 og 8, Vilhjálmur um liði 1.2., 7 og 8, bæjarstjóri um lið 8, Elvar Snær um liði 1.2. og 7 og Þórunn Hrund um lið 7.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Breyting á gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir 2019

Til máls taka hafnarstjóri, Oddný Björk, Rúnar, Elvar Snær, Rúnar, Vilhjálmur, Oddný Björk og Rúnar.

 

Hafnarráð samþykkir að leggja fram breytingatillögu á gjaldskrá hafnarinnar, varðandi hafnsögugjöld. Hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að útfæra tillöguna til samþykktar fyrir bæjarstjórn.“

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingu á gjaldskrá Hafnarstjóðs: Fast gjald kr 4.200 pr. ferð. Stærðargjald kr. 6,50 á mælieiningu. Flutningur á hafnsögumanni kr. 25.000 pr. ferð.“

 

Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Örnu, Hildar, Rúnars og Þórunnar Hrundar. Tveir á móti; Elvar Snær og Vilhjálmur. Einn sat hjá; Oddný Björk.

 

10. Hafnarmálaráð, 4. fundur frá 08.04.2019

Tillaga undir lið 1 tekin fyrir í lið 11 í fundargerð.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

                                                                                                                                      

11. Ársreikningar hafnarsjóðs fyrir 2018 til fyrri umræðu

Endurskoðandi Deloitte, Sigurður Álfgeir, kynnir framlagðan ársreikning Hafnarsjóðs fyrir árið 2018 .

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir ársreikning hafnarsjóðs 2018 til síðari umræðu.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

12. Umhverfisnefnd frá 08.04.2019

Tillaga undir lið 1 tekin fyrir í lið 13 í fundargerð.

Tillaga undir lið 2 tekin fyrir í lið 14 í fundargerð.

 

Til máls tóku Elvar Snær, Oddný Björk, bæjarstjóri, Arna, Vilhjálmur, Elvar Snær, Þórunn Hrund, Oddný Björk, bæjarstjóri og forseti.

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að vísa fundargerð umhverfisnefndar frá 8. apríl til bæjarráðs, ásamt liðum 13 og 14 í fundargerð bæjarstjórnar.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

13. Lónsleira 7 – beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

Vísað til bæjarráðs  sbr. samþykkt í lið nr. 12

 

14. Nord Marina – beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

Vísað til bæjarráðs  sbr. samþykkt í lið nr. 12

 

15. Drög að svari til Mannvirkjastofnunar – beiðni um upplýsingar vegna ábendingar

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti málið, Elvar Snær, Rúnar, Elvar Snær og bæjarstjóri.

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu :

„Bæjarstjóra er falið að senda inn bréf og fylgigögn vegna beiðni um upplýsingar vegna ábendingar.“

 

Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Örnu og Rúnars. Þrír sitja hjá; Elvar Snær, Vilhjálmur og Oddný Björk.

 

16. Drög að svari til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna kvörtunar um ráðningarferli bæjarstjóra.  

Til máls tóku forseti og kynnti efnið, Rúnar, Elvar Snær, Rúnar, bæjarstjóri, Vilhjálmur, forseti, Þórunn Hrund, Elvar Snær, forseti, Oddný Björk og bæjarstjóri.

Fundarhlé hefst klukkan 20:54
Fundarhléi lýkur klukkan 21:11

 

Bréf lagt fram og samþykkt með undirritun forseta og varaforseta bæjarstjórnar.

 

17.  Samband íslenskra sveitarfélaga – 28.03.2019 – samfellt þjónustukort fyrir allt landið

Lagt fram til kynningar.

 

18. Samband íslenskra sveitarfélaga – 01.04.2019 – Yfirlýsing kjarasviðs

Lagt fram til kynningar.

 

19. Sambands íslenskra sveitarfélaga, 869. fundur stjórnar sambandsins

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

20. Erindisbréf ungmennaráðs

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf ungmennaráðs án breytingartillögu er snýr  að seturétti formanns bæjarráðs, auk forseta bæjarstjórnar.“

 

Til máls tóku Vilhjálmur, Hildur og Vilhjálmur.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

21. Tilnefning aðal- og varamanna í umhverfisnefnd og velferðarnefnd

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Lagt er til að Jón Halldór Guðmundsson taki við af Auði Jörundsdóttur, sem lætur af störfum í umhverfisnefnd. Lagt er til að Lilja Kjerúlf taki sæti aðalmanns í umhverfisnefnd í stað Elfu Hlínar Pétursdóttur. Lagt er til að Bjarki Borgþórsson og Helgi Örn Pétursson taki sæti varamanna í umhverfisnefnd í stað Jóns Halldórs Guðmundssonar og Arnars Klemenssonar.“

 

Til máls tóku Oddný Björk og Vilhjálmur.

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

„Lagt er til að Þórunn Hrund Óladóttir taki sæti varamanns í velferðarnefnd í stað Arnars Klemenssonar.“

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

22. Benedikta Svavarsdóttir fer í barneignarfrí í 6 mánuði, Arna Magnúsdóttir tekur hennar sæti  í bæjarstjórn á meðan

Forseti ber þá upp eftirfarandi tillögu:

„Benedikta Guðrún Svavarsdóttir hefur óskað eftir leyfi frá störfum í bæjarstjórn vegna fæðingarorlofs frá og með 10. apríl 2019. Arna Magnúsdóttir mun taka sæti hennar í bæjarstjórn á meðan á leyfi stendur.“

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

23. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - 05.04.2019 – Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk 2019

Lagt fram til kynningar.

 

 

Fundargerð á 12 bls.

Fundi slitið kl. 22:30.