1760. bæjarstjórn 11.03.20

1760. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 11. mars 2020 heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 2. hæð) og hefst fundurinn kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir forseti L-lista,

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir L-lista, í stað Þórunnar Hrundar Óladóttur,

Arna Magnúsdóttir L-lista,

Snorri Jónsson B-lista, í stað Vilhjálms Jónssonar,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. Forseti leitar afbrigða að bæta lið nr. 9 „Fundargerð hafnarmálaráðs“.

 

Afbrigði samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. 2499. fundargerð bæjarráðs frá 19.02.2020

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni :

Ferða- og menningarnefnd frá 10.02.2020

 

Liður 2.5 í fundargerð 2499 verður afrgreiddur í lið nr. 7 í fundargerð

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina. Elvar Snær og bæjarstjóri um lið 7.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. 2500. fundargerð bæjarráðs frá 26.02.2020

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni :

Velferðarnefnd frá 18.02.2020

 

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. 2501. fundargerð bæjarráðs frá 04.03.2020

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni :

Umhverfisnefnd frá 25.02.2020

 

Tillaga í lið 1.1. tekin fyrir í lið 5 í fundargerð

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Elvar Snær og bæjarstjóri um lið 2.5.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Vesturvegur 4, beiðni um minniháttar breytingu aðalskipulags.

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á landnotkun við Vesturveg 4 með landnúmerið L155273. Tilgangurinn með breytingunni er að landnotkunin leyfi verslunar- og þjónustusvæði í bland við íbúðabyggð. Umhverfisnefnd telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé um að ræða þar sem nærliggjandi svæði eru ýmist þjónustusvæði eða blönduð byggð.“

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Oddný Björk, bæjarstjóri, Elvar Snær, Rúnar, Elvar Snær, Oddný Björk, Rúnar, bæjarstjóri, Oddný Björk, bæjarstjóri, Arna, Elvar Snær, Arna og bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með fimm greiddum atkvæðum; Hildar, Benediktu, Rúnars, Örnu og Snorra. Tveir sitja hjá; Elvar Snær og Oddný Björk.

 

5. Suðurgata 2 - Ósk um breytingu á lóðamörkum.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Ólafur Pétursson kt. 010478-5619 sækir um breytingu á legu lóðarinnar við Suðurgötu 2 skv. meðfylgjandi tillögu að lóðarblaði. Lóðin er með landnúmerið L155243. Heildarstærð lóðarinnar er óbreytt skv. tillögunni en ósk um nýja legu lóðamarka.

 

Enginn tók til máls

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

6. Nefndarsvið Alþingis - 28.02.2020 - 311. mál til umsagnar.     

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu að umsögn:

150. löggjafarþing 2019–2020. Þingskjal 352 — 311. mál.

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar tekur undir tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar en leggur til að eftirfarandi spurning; „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands-, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns annar jafngóður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar" verði umorðuð með eftirfarandi hætti:

Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands-, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?

Já.

Nei." 

 

Til máls tóku Elvar Snær og bæjarstjóri.

        

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

7. Tryggvi Gunnarsson 17.02.2020 - lóðarumsókn.

Á fundi bæjarráðs nr 2499 var afgreiðslu lóðarumsóknar Tryggva Gunnarssonar frestað þar sem umsækjandi óskaði eftir lóð nr. 9 við Hafnargötu í tölvupósti rétt fyrir fund bæjarráðs. Þar var bæjarstjóra falið að skoða málið nánar með umsækjanda ofl. Bæjarstjóra barst tölvupóstur frá umsækjanda 5. mars sl. þar sem hann er horfinn frá því að óska eftir lóð við Hafnargötu 9 en óskaði eftir því að fyrri beiðni hans um lóð númer 7 við Hafnargötu yrði tekin til afgreiðslu.

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

 

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta Tryggva Gunnarssyni lóð númer 7 við Hafnargötu og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að gera lóðarsamning við umsækjanda.

 

Til máls tóku Oddný Björk, Rúnar, Elvar Snær, bæjarstjóri, Rúnar, Elvar Snær og forseti.

 

Tillögu hafnað með 7 greiddum atkvæðum.

 

Forseti ber upp eftirfarnandi tillögu

„Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu aftur til bæjarráðs.“

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

 

8. Kosning í undirkjörstjórn.

Jón Halldór Guðmundsson hefur beðist lausnar frá undirkjörstjórn, í hans stað er tilnefndur Þorkell Helgason.

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt sem sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Fundargerð hafnarmálaráðs nr. 2 dagsett 18.02.20

Til máls tók hafnarstjóri sem kynnti fundargerðina. Elvar Snær og bæjarstjóri um liði 3 og 7 og Elvar Snær, bæjarstjóri og Arna um lið 7.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Fundargerð á 5 bls.
Fundi slitið kl.  17:21