1762. bæjarstjórn 08.04.20

1762. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 8. apríl 2020 heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fjarfund í Zoom kl. 16:00.Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á vef kaupstaðarins að fundi loknum.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir forseti L-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Benedikta G. Svavarsdóttir L-lista,

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

 

1. Ársreikningar 2019 - fyrri umræða, undir þessum lið mætir Sigurður Álfgeir á fundinn og fer yfir ársreikninga.

 

Forseti leggur fram tillögu :

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir ársreikning 2019 til síðari umræðu.“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Forseti leggur fram bókun fyrir hönd meirihlutans :

Ársreikningurinn sem hér birtist ber vitni um góða stjórnsýslu, ráðdeild og útsjónarsemi. Rekstrarniðurstaða A-hluta er sannarlega neikvæð um 5,1 milljón enda oft komið fram að erfitt er að reka A-hluta í plús. Rekstrarniðurstaða B-hluta er hinsvegar jákvæð umfram áætlanir. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins í A og B hluta var jákvæð um 93 milljónir en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 48,4 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Þessu ber að fagna, þrátt fyrir að bæjarfulltrúum greini á um einstaka mál, aðferðir og leiðir þá er rekstrarniðurstaðan góð og skuldaviðmiðið lækkar.

Að draga fram einstaka mál á þessum tímapunkti væri að bera í bakkafullan lækinn þar sem þau hafa verið rædd á fundum innan stjórnsýslunnar, krufin, gagnrýnd og útskýrð. Dæmi um slík mál eru endurskoðun- og ráðgjöf, skipulags- og byggingarfulltrúi, beltun Bjólfsbakka og áhaldahús.

Hér stöndum við frammi fyrir stóru verkefni sem COVID-19 er, þar þurfa bæjarstjóri og bæjarfulltrúar að snúa bökum saman og ganga samstillt fram til að freista þess að snúa vörn í sókn. Það er óneitanlega gott að vita til þess að fjármálin eru í góðu jafnvægi. Verkefnið er risavaxið og ekki séð á þessari stundu hvernig okkur mun reiða af.

 

Sigurður Álfgeir víkur af fundi kl. 16.28.

 

2. 2502. fundargerð bæjarráðs frá 18.03.2020

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:

Fræðslunefnd frá 05.03.2020.

 

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. 2503. fundargerð bæjarráðs frá 25.03.2020

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:

Ferða- og menningarnefnd frá 23.03.2020.

 

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. 2504. fundargerð bæjarráðs frá 01.04.2020

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:

Umhverfisnefnd frá 30.03.2020.

 

Tillaga í lið 1 í fundargerð bæjarráðs tekin fyrir í lið 1 í fundargerð bæjarstjórnar

Tillaga í lið 2.1 - liður 2 - tekin fyrir í lið 6 í fundargerð bæjarstjórnar
Tillaga í lið 2.1 - liður 3 - tekin fyrir í lið 7 í fundargerð bæjarstjórnar
Tillaga í lið 2.1 - liður 7 - tekin fyrir í lið 8 í fundargerð bæjarstjórnar

 

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Fundargerð Hafnarmálaráðs nr. 3 frá 31.03.2020

Tillaga undir lið 2 tekin fyrir í lið 9 í fundargerð bæjarstjórnar.

 

Til máls tóku Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs og kynnti fundargerðina, Elvar Snær um liði 4 og 7, Þórunn Hrund um lið 7, bæjarstjóri um lið 4, Elvar Snær, bæjarstjóri, Vilhjálmur, bæjarstjóri, Vilhjálmur, Þórunn Hrund og Rúnar um lið 7.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Auglýsing um umferð í Seyðisfjarðakaupstað   

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir að senda auglýsingu til birtingar og kynningar fyrir bæjarbúum.“

 

Enginn tók til máls.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

7. Við Lónið - Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.

Beiðni um umsögn frá sýslumanni vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði, og skemmtanahald. Gistileyfi í flokki II. Stærra gistiheimili. Gestafjöldi: 18. Umsækjandi er Við Lónið ehf. Kt. 590515-1080. Starfstöð: Norðurgötu 8, 710 Seyðisfirði. Fasteignanúmer 216-8704.  Heiti: Við Lónið Guesthouse. Forsvarsmaður: Margrét Guðjónsdóttir kt. 141281-5179. Landnotkun er í samræmi við aðalskipulag. Lokaúttekt hefur farið fram. Umsögn Heilbrigðisnefndar Austurlands liggur fyrir og er jákvæð. Umsögn Brunavarna Austurlands liggur fyrir og er jákvæð.

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

„Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Gistileyfi í flokki II. Stærra gistiheimili. Gestafjöldi: 18. Umsækjandi er Við Lónið ehf. kt. 590515-1080.“

 

Enginn tók til máls.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Erindi frá skipulagsfulltrúa varðandi deiliskipulagsbreytingu vegna lóðar við Búðarleiru 6. Breytingin felst í uppskiptingu lóðarinnar 2,4 og 6. Stærð lóðarinnar er 4921 m2 en lóð númer 6 verður stök og 1.000 m2 að flatarmáli. Umhverfisnefnd metur sem svo að smávægileg breyting á deiliskipulagi eins og þessi kalli ekki á grenndarkynningu.

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn fellur frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

 

Til máls tóku Elvar Snær, Rúnar og Elvar Snær.

Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Rúnars og Benediktu. Elvar Snær og Oddný Björk greiða atkvæði á móti, Vilhjálmur situr hjá.

 

9. Tillaga að breytingu á gjaldskrá hafnarinnar.

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á gjaldskrá hafnarinnar."

Enginn tók til máls.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

10. COVID-19

Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi vegna COVID-19 hafa bæjaryfirvöld gripið til ráðstafana til að bregðast við þeirri heilbrigðis- og efnahagsvá sem við blasir. Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur samþykkt að fresta greiðslu fasteignagjalda vegna apríl og maí 2020. Einnig samþykkti bæjarráð að gjöld verði leiðrétt samkvæmt skertri þjónustu í leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla auk þess sem framlengt verður í árskortum í íþróttahúsi, bókasafni og sundhöll í samræmi við skerta þjónustu.

 

11. Fjarðarheiðargöng

Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar skorar á yfirvöld að flýta gerð Fjarðarheiðagangna til að leysa samgönguvanda Seyðfirðinga. Ófærð og vetrareinangrun hefur hamlað vexti og uppbyggingu Seyðisfjarðar sem senn mun sameinast Borgarfirði, Fljótsdalshéraði og Djúpavogi. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi í íslensku samfélagi er mikilvægt að aukið fjármagn verði sett í lífsnauðsynlega innviði eins og samgöngur.

 

Fundargerð á 6 bls.
Fundi slitið kl. 17:28.

Videóupptaka í zoom