1763. bæjarstjórn 06.05.20

1763. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 6. maí 2020 heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fjarfund í Zoom og hefst fundurinn kl. 16:00.Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á vef kaupstaðarins að fundi loknum.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir forseti L-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Benedikta G. Svavarsdóttir L-lista,

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. Forseti leitaði afbrigða að bæta inn lið nr. 16 „Gamla ríkið - endurgerð“.

Afbrigði samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. Bæjarráð 2506. fundur frá 14.04.2020

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina. Oddný Björk og bæjarstjóri um lið 1. Elvar Snær og bæjarstjóri um lið 7.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Bæjarráð 2507. fundur frá 22.04.2020 

Tillaga undir lið 3.1. tekin fyrir sem liður 11 í dagskrá bæjarstjórnar

Tillaga undir lið 3.2. tekin fyrir sem liður 12 í dagskrá bæjarstjórnar

 

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Bæjarráð 2508. fundur frá 29.04.2020

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram með fundargerðinni:

Umhverfisnefnd frá 27.04.2020

Ferða- og menningarnefnd frá 27.04.2020

 

Tillaga í lið 2.1 - liður 1 - tekin fyrir í lið 9 í fundargerð bæjarstjórnar

Tillaga í lið 2.1 - liður 2 - tekin fyrir í lið 10 í fundargerð bæjarstjórnar

Tillaga í lið 2.1 - liður 4 - tekin fyrir í lið 15 í fundargerð bæjarstjórnar

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina. Oddný Björk og bæjarstjóri um liði 5.1. og 5.2.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Bæjarráð 2509. fundur frá 04.05.2020  

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Hafnarmálaráð, fundur nr. 4 frá 28.04.2020

Til máls tóku Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina. Benedikta, bæjarstjóri og Oddný Björk um lið 1. Elvar Snær, bæjarstjóri, Þórunn Hrund og Rúnar um lið 8. Vilhjálmur og bæjarstjóri um lið 1.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Hafnarmálaráð, fundur nr. 5 frá 04.05.2020 

Tillaga í lið 1 - tekin fyrir í lið 7 í fundargerð bæjarstjórnar

 

Til máls tók Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

7. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 

Viðaukar Bæjarráð:

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu 31.03.20 og farið yfir ýmis atriði varðandi rekstur og framkvæmdir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2020:

Viðauki nr. 3, Deild 0001 Útsvar (Aðalsjóður): Tekjur innan við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, tekjuminnkun samtals 20.000.000 króna

Viðauki nr. 4, Deild 0010 Jöfnunarsjóður (Aðalsjóður): Tekjur innan við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, tekjuminnkun samtals 20.000.000 króna

Viðauki nr.  5, Deild 33321 Vélskófla (Þjónustumiðstöð/áhaldahús) , útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 600.000 krónur.

Viðauki nr.  6, Deild 3250  Eignir (Þjónustumiðstöð/áhaldahús) , útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.500.000 krónur.

Viðauki nr.  7, Deild 3321 Áhaldahús (Þjónustumiðstöð/áhaldahús) , útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.000.000 krónur. 

Viðauki nr.  8, Deild 31102 Viðhald ósundurliðað (Eignasjóður) , útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 9.900.000 krónur. 

 

Nettóbreyting viðauka er 56.000.000 króna í reikningshaldi kaupstaðarins. Auknum útgjöldum í viðaukanum verður mætt með lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

 

Viðaukar Hafnarmálaráð:

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2020:

Viðauki nr. 9, deild 4100 Hafnarsjóður: Tekjur innan við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, tekjuminnkun samtals 80.000.000 króna, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun um 16.000.000 króna. Samtals nettó breyting 64.000.000 króna.

Nettóbreyting viðauka er 64.000.000 króna í reikningshaldi kaupstaðarins og Hafnarsjóðs. Aukum útgjöldum í viðaukanum verður mætt með lántöku að fjárhæð kr. 40.000.000 og af handbæru fé sveitarfélagsins.

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka.“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Drög að lánaumsókn til Lánasjóðs sveitarfélaga 

Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi nr. 1763 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 140.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum hjá Hafnarsjóði upp á 40 milljónir, í eignasjóði upp á 20 milljónir og hjá Aðalsjóði upp á 80 milljónir og er þetta vegna verkefna sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Einnig er hluti lánsins tekið til viðspyrnu vegna COVID-19, gert er ráð fyrir aukningu í sumarstörfum hjá sveitarfélaginu sem og tekjuskerðingu sem þörf er á að mæta.

Jafnframt er Aðalheiði Borgþórsdóttur bæjarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Seyðisfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að lántöku til Lánasjóðs Sveitarfélaga að upphæð 140.000.000 kr.“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Breyting á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps - skipulagslýsing til kynningar

Skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 til umsagnar.

 

Forseti leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn um málið.“ 

 

Enginn tók til máls

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

10. Tillaga með tímabundinni breytingu á landnotkun vegna Strandarvegar 21

Forseti leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Lagt er til að afgreiðslu málsins verði frestað þar sem fram hafa komið athugasemdir frá Veðurstofu Íslands sem þarf að skoða nánar.“

 

Til máls tóku Elvar Snær, bæjarstjóri, Vilhjálmur, bæjarstjóri, Elvar Snær, bæjarstjóri, Vilhjálmur, bæjarstjóri, Vilhjálmur, Elvar Snær og bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

11. Djúpavogshreppur - 17.04.2020 - viðauki

 

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2020.

 

Forseti leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddur viðauki verði samþykktur.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

12. Fljótsdalshérað - 20.04.2020 - viðauki

 

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs árið 2020 .

 

Forseti leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddur viðauki verði samþykktur.“

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

13. Samband íslenskra sveitarfélaga - 27.04.2020 - fundargerð 881. fundar stjórnar sambandsins

Lagt fram til kynningar.

 

14. Austurvegur 22 - kauptilboð

Vakin er athygli á vanhæfi Benediktu. Vanhæfi samþykkt með 6 greiddum atkvæðum. Benedikta víkur af fundi kl. 16.54.

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir kauptilboð upp á 16,5 milljónir kr. á Austurvegi 22.“

 

Til máls tóku Elvar Snær, Rúnar, Elvar Snær, Þórunn Hrund, bæjarstjóri, Elvar Snær, bæjarstjóri og Rúnar sem leggur fram breytingartillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla á kauptilboði vegna Austurvegar 22.“

           

Breytingartillaga samþykkt með 6 greiddum atkvæðum

 

Benedikta mætir aftur á fundinn kl. 17.03

 

15. Norðurgata 2 - hluti af miðbæjarskipulagi

Varðandi lið nr. 4 leggur bæjarráð eftirfarandi fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarráð tekur undir með umhverfisnefnd og leggur áherslu á að horfa á götuna sem eina heild og að hún falli að framtíðaráformum miðbæjarskipulags.“

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi varðandi afnot af svæðinu fyrir framan Norðurgötu 2 og felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulaginu við hlutaðeigandi aðila.“

 

Til máls tóku Oddný Björk, bæjarstjóri, Elvar Snær, Rúnar, Vilhjálmur, bæjarstjóri, Oddný Björk, Rúnar, Elvar Snær og Þórunn Hrund.

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

16. Gamla ríkið - endurgerð

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi varðandi endurgerð Gamla ríkisins með fyrirvara um fulla fjármögnun. Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.“

 

Til máls tóku Elvar Snær, bæjarstjóri, Vilhjálmur, Þórunn Hrund, Oddný Björk, bæjarstjóri, Elvar Snær, bæjarstjóri, Vilhjálmur og bæjastjóri.

 

Forseti ber upp breytingartillögu:

„Bæjarstjórn fagnar mikilvægum áfanga og vísar samkomulagi varðandi endurgerð Gamla ríkisins til frekari vinnslu í bæjarráði. Bæjarstjóra er falið að afla frekari gagna.“

 

Til máls tóku Oddný Björk og Hildur.

 

Breytingartillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

 

Fundargerð á 9 bls.
Fundi slitið kl. 17:50.

Videóupptaka í zoom