Bæjarstjórn 01.08.18

Fundargerð 1738. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Hófst fundurinn kl. 16:00.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir forseti bæjarstjórnar L-lista,

Elfa Hlín Pétursdóttir L-lista,

Eygló Björg Jóhannsdóttir B-lista.

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Skúli Vignisson D-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

og Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Vilhjálmur Jónsson

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn.

Forseti leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 3 „Kosning í umhverfisnefnd“.

Afbrigði var samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 7 greiddum atkvæðum.

 

Gerðir fundarins:

1. Starfsmannamál, ráðning bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Fyrir fundinum lá auglýsing um starfið, umsóknargögn umsækjenda sem ekki höfðu dregið umsóknir sínar til baka, handrit viðtala við umsækjendur og rökstuðningur meirihluta bæjarstjórnar sem er byggður á grunni vinnu Hagvangs með ráðningu Aðalheiðar Borgþórsdóttur í starf bæjarstjóra.

 

Til máls tók Eygló Björg sem bar fram eftirfarandi tillögu.

„Dagskrártillaga um frestun.

Ég undirrituð legg til þar sem ekki liggja önnur gögn fyrir fundinum en umsóknir og ferilskrár umsækjanda, auglýsing um starfið, handrit að viðtali og rökstuðningur um ráðningu eins umsækjanda, að þessum dagskrárlið verði frestað þangað til fullnægjandi gögn liggja fyrir. 

Eygló Björg Jóhannsdóttir“

 

Forseti bar upp tillöguna.

Tillagan var felld með 4 atkvæðum meirihlutans gegn 3 atkvæðum minnihlutans.

 

Til máls tók forseti og kynnti undirbúning og ráðningarferlið og lagði fram eftirfarandi tillögu frá meirihluta bæjarstjórnar.

„Bæjarstjórn samþykkir að bjóða Aðalheiði Borgþórsdóttur starf bæjarstjóra   
Seyðisfjarðarkaupstaðar. Það er mat bæjarstjórnar að Aðalheiður hafi best uppfyllt
þá þætti í kröfum sem gerðar voru til umsækjenda. Persónuleikapróf og viðtöl
styrktu það mat enn frekar.
Bæjarstjórn felur forseta bæjarstjórnar að ganga frá ráðningarsamningi við Aðalheiði Borgþórsdóttur“

 

Til máls tóku Eygló Björg, Oddný Björk sem lagði fram eftirfarandi tillögu,

„Tillaga um að ráða Arnbjörgu Sveinsdóttur sem bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar:

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að ráða Arnbjörgu Sveinsdóttur sem bæjarstjóra Seyðisfjaraðrkaupstaðar kjörtímabilið 2018 – 2022.

Auglýst var eftir bæjarstjóra sem uppfyllir eftirfarandi hæfniskröfur:

-Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

-Reynsla af stjórnun, stefnumótun og rekstri.

-Leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum.

-Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er æskileg.

-Jákvæðni, skipulagshæfni og metnaður til góðra verka.

Arnbjörg er menntuð frá Háskóla Íslands með MBA nám sem nýtist mjög vel með starfinu. Hún hefur staðið í einkarekstri síðastliðin sjö ár. Einnig hefur hún unnið í gegnum tíðina ýmis bókhalds, skrifstofu- og fjármálastörf.

Í gegnum störf sín sem Alþingiskona til fjórtán ára og á vegum þingsins hefur hún víðtæka þekkingu og reynslu innan opinberrar stjórnsýslu sem nýtist mjög vel í starfi bæjarstjóra.

Arnbjörg hefur setið þrjú kjörtímabil sem forseti bæjarstjórnar og einnig verið þingflokksformaður. Þar skiptir sköpum að hafa góð samskipti að leiðarljósi.

Arnbjörg hefur verið ötull talsmaður fyrir Fjarðarheiðargöngum og öðrum hagsmunamálum Seyðfirðinga til að mynda á Alþingi og á sameiginlegum vettvangi sveitafélaga.

Að okkar mati leiðir menntun, víðtæk reynsla og farsæll ferill hennar að Arnbjörg teljist hæfust umsækenda.

Oddný Björk Daníelsdóttir
Skúli Vignisson“

 

Til máls tóku Skúli, Elfa Hlín, Þórunn Hrund, Eygló Björg, Þórunn Hrund og Oddný Björk sem lagði fram eftirfarandi bókun:

„Það hafa ekki allir við þetta borð fengið öll gögnin í hendurnar sem skiptir máli í þessari ákvörðun. Svo sem: Skýrsla frá Hagvangi, matsblaðið frá Hagvangi, fundargerðir og minnispunktar Hagvangs frá viðtölum, punktar varðandi samtala við meðmælenda, persónuleikaprófin“

Til máls tóku Hildur, Oddný Björk, Skúli, Hildur og Eygló Björg.

 

Hér var gert fundarhlé,

 

Forseti bar upp tillögu meirihlutans um að ráða Aðalheiði Borgþórsdóttur í starf bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Tillagan var samþykkt með handauppréttingu með 4 atkvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum Oddnýjar Bjarkar og Skúla. Eygló Björg sat hjá.

 

Forseti bar upp tillögu minnihlutans um að ráða Arnbjörgu Sveinsdóttur í starf bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Tillagan var felld með handauppréttingu með 4 atkvæðum meirihlutans gegn 3 atkvæðum minnihlutans.

 

2. Umsókn nemanda frá Seyðisfirði um tónlistarnám í Tónlistarskólanum á Akureyri.

Fyrir fundinum liggur erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri þar sen tilkynnt er um umsókn frá nemanda frá Seyðisfjarðarkaupstað í tónlistarskólann á Akureyri og óskað eftir stuðningi og samstarfi skv. sjöundu grein samkomulags ríkis og sveitarfélaga til eflingar tónlistarmenntunar og jöfnun á aðstöðumun nemenda frá árinu 2011. Fyrirvari er um inntöku nemandans við að Seyðisfjarðarkaupstaður gangist undir þá ábyrgð sem í samkomulaginu felst. Jafnframt liggja frammi reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda.

 

Forseti gaf orðið laust.

Til máls tóku Elfa Hlín, Eygló Björg, Rúnar, Oddný, Elfa Hlín, Þórunn Hrund

 

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu.

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að styðja við tónlistarnám nemanda við tónlistarskólann á Akureyri samkvæmt framlögðu erindi“.

 

Tillagan var samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 7 atkvæðum.

 

3. Kosning í umhverfisnefnd.

Forseti lagði fram  tillögu um að formaður í umhverfisnefnd verði Elfa Hlín Pétursdóttur og varaformaður umhverfisnefndar verði Ágúst Torfi Magnússon.

Tillagan var samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 7 atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 17:53.

Fundargerðin er á 5 blaðsíðum.