Bæjarstjórn 06.04.16

1708.  fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 6. apríl 2016 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í fundarsal íþróttamiðstöðvar (2. hæð) og hófst fundurinn klukkan 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Örvar Jóhannsson í fjarveru Unnars Sveinlaugssonar og Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Eva Björk Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2354

 Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Örvar, bæjarstjóri og Örvar um lið 5.

 Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2355

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar með fundargerðinni:

Ungmennaráð frá 15.03.16.
Velferðarnefnd frá 22.03.16.
Fræðslunefnd frá 22.03.16.

 Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð fræðslunefndar frá 22.03.16 og stjórnskipulag skóla kaupstaðarins.

Fundargerð fræðslunefndar frá 22.03.16 ásamt fylgiskjali nr. 1 með fundargerðinni lögð fram og skjalið „Sameinaðir skólar á Seyðisfirði“ ásamt greinargerð.

Bæjarstjóri lagði einnig fram:

  • Leiðbeiningar fyrir rekstraraðila vegna samrekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Samkomulag launanefndar sveitarfélaga annars vegar og Kennarasambands Íslands hins vegar vegna Skólastjórafélags Íslands
  • Stjórnskipulag samrekinna, sameinaðra skóla á Seyðisfirði – Seyðisfjarðarskóla, útfærsla á tillögu fræðslunefndar og lauslegt kostnaðarmat
  • Stjórnskipulag samrekinna, sameinaðra skóla á Seyðisfirði – Seyðisfjarðarskóla, deildir – verkefni
  • Stjórnskipulag samrekinna, sameinaðra skóla á Seyðisfirði – Seyðisfjarðarskóla, deildir – mönnun – verkefni
  • Starfslýsingar
  • Texti auglýsingar um skólastjóra  Seyðisfjarðarskóla

Til máls tók bæjarstjóri.

Fundarhlé

Til máls tóku Hildur, Örvar, Margrét, Þórunn Hrund, Svava, Hildur, bæjarstjóri og Arnbjörg.

Fundarhlé

Svohljóðandi tillögur lagðar fram:

„Bæjarstjórn samþykkir tillögu um skipulag skólastofnana kaupstaðarins í samræmi við tillögur sem byggðar eru á tillögum stýrihóps um endurskoðun skólastefnu. Í samþykktinni felst að hefja samrekstur leik-, grunn- og tónlistarskólans undir heitinu Seyðisfjarðarskóli við upphaf næsta skólaárs. Samþykktin er í samræmi við tillögur að stjórnskipulagi sem lagðar eru fram á fundinum, sem er nánari útfærsla af stjórnskipulagi og drögum að starfslýsingum. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra, að auglýsa stöðu skólastjóra Seyðisfjarðarskóla samkvæmt samþykktinni, lausa til umsóknar nú þegar með umsóknarfrest til og með 28. apríl n.k.
Bæjarráði er falið að ganga frá ráðstöfunum sem af breyttu skipulagi leiða.“

 Tillaga samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 „Tillögum í fundargerð fræðslunefndar og fylgiskjali er vísað til bæjarráðs til áframhaldandi vinnslu við gerð skólastefnu.“

 Tillaga samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

4. Svæðisskipulag Austurlands.

Lögð fram fundargerð frá 1. fundi starfshóps um svæðisskipulag Austurlands frá 22.03.16, erindisbréf starfshópsins, leiðbeiningablað Skipulagsstofnunar um svæðisskipulag og útprentaðir kaflar úr skipulagslögum 123/2010 er varða svæðisskipulag. Í fundargerðinni er óskað eftir að sveitarfélögin tilnefni þrjú til fimm þemu sem líklegt er að sátt verði um sem innlegg í verkefnið. Einnig viljayfirlýsingu um þátttöku í verkefninu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Arnbjörg, Margrét og bæjarstjóri.

Svohljóðandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir að lýsa yfir vilja til að taka þátt í undirbúningi að verkefninu Svæðisskipulag Austurlands.“

 

5. Þróun almenningssamgangna á Austurlandi.

Lögð fram fundargerð starfshóps um þróun almenningssamgangna á Austurlandi (SVAust) frá 21.03.16.

Til máls tóku bæjarstjóri, Margrét, bæjarstjóri, Örvar og bæjarstjóri.

 

6. Fundargerð hafnarmálaráðs, 21.03.16      

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Arnbjörg og bæjarstjóri.

 Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

7. Fundargerð 837. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18.03.16.

Lögð fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 18.49.