Bæjarstjórn 11.04.18

1733. fundar bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn, 11. apríl 2018, kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal í Silfurhöll, Hafnargötu 28 og hófst fundurinn kl. 16:00.

Fundinn sátu: Arnbjörg Sveinsdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir.  Fundarritari var Inga Þorvaldsdóttir. 

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Ársreikningur 2017

Á fundinn undir þessum lið mættu Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi og Jóhann Harðarson endurskoðandi. Lögð fram drög að ársreikningi kaupstaðarins fyrir árið 2017 og ársreikningum sjóða hans fyrir árið 2017.

Hólmgrímur kynnti drögin að ársreikningi kaupstaðarins, ársreikningum sjóða og niðurstöður þeirra.

 

Undir lið númer 5 í fundargerð 2426. bæjarráðs má finna eftirfarandi tillögu: 

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir ársreikning 2017 til síðari umræðu.“

 

Undir lið 6 í fundargerð hafnarmálaráðs frá 09.04.17 samþykkir hafnarmálaráð að vísa drögum að ársreikningi hafnarsjóðs fyrir árið 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Ársreikningurinn er til umfjöllunar sér og í drögum að samstæðureikningi.

 

Til máls tóku: Arnbjörg, Elfa Hlín, Svava, Unnar og Vilhjálmur.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2425

Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til kynningar :  

Fræðslunefnd frá 13.03.18.

Velferðarnefnd frá 13.03.18.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Svava um lið 1.1 Elfa um lið 2.8 og lagði fram eftirfarandi bókun frá fulltrúum Seyðisfjarðarlistans.

 

Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn

Við teljum rétt að endurskoða reglulega stjórn kaupstaðarins og skipulag í kringum hana, m.a. út frá fjölda fulltrúa í bæjarstjórn en ekki síður þær nefndir sem starfandi eru í kaupstaðnum, hlutverk þeirra og vægi. Mikilvægt er að sú vinna sé gerð í góðu og upplýstu samráði við íbúa kaupstaðarins. Við teljum ekki rétt að fara í þá vinnu á þessum tímapunkti, nú rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar en að þetta eigi að vera eitt af fyrstu verkum nýrrar sveitarstjórnar“.

 

Umræða um lið 1.1, bæjarstjóri, Svava, Þórunn, Elfa, bæjarstjóri og Elfa. Umræða um lið 2.12, Elfa, Arnbjörg og Margrét.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Ljósleiðaralögn til Mjóafjarðar.

Undir lið 2.9. í 2425. fundargerð bæjarráðs má finna eftirfarandi tillögu :

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaður tekur þátt í verkefninu á þeim forsendum sem fram koma í erindinu. Útgjöld vegna þess færast í framkvæmdaáætlun eignasjóðs vegna ljósleiðara.“

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

 

Lögð fram eftirfarandi breytingartillaga:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaður samþykkir fyrir sitt leyti að taka þátt í ljósleiðaralögn til Mjóafjarðar á þeim forsendum sem fram koma í erindinu.

Útgjöld vegna þess færast í framkvæmdaáætlun eignasjóðs vegna ljósleiðara.“

 

Til máls tóku Vilhjálmur og Unnar.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

4. Íslands ljóstengt - Samningur um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli á árinu 2018.

Samningur um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli á árinu 2018 – Seyðisfjarðarkaupstaður lagður fram til kynningar. Um er að ræða samning um lagningu ljósleiðara, áfanga 1 í dreifbýli á Seyðisfirði.

 

5. Foss við brú.

Undir lið 9 í 2425. fundargerð bæjarráðs má finna eftirfarandi tillögu :

„Bæjarstjórn samþykkir að settur verði upp foss með varanlegum hætti á Fjarðarárbrú byggðan á þeim gjörningi sem sýndur var á List í ljósi 2018. Framkvæmdaaðilar verða höfundar gjörningsins. Kostnaðarmat við framkvæmdina verði unnið í samráði við framkvæmdaaðila og lagt fyrir bæjarráð.“

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku: Þórunn, Margrét og Unnar.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

6. Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag við lónin.

Undir lið 10 í 2425. fundargerð bæjarráðs má finna eftirfarandi tillögu :

„Bæjarstjórn samþykkir að að fara í undirbúning fyrir opna hugmyndasamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um framtíðarskipulag í kringum lónin í miðbæ Seyðisfjarðar, meðal annars m.t.t. gerðar göngustíga, gróðurs, lýsingar, áningarstaða og gerðar göngubrúar frá Framnesi og yfir Lónið/ána. Bæjarráði falin framkvæmd undirbúnings.“

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku: Þórunn, Elfa og Arnbjörg.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

7. Fundargerð bæjarráðs nr. 2426

Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til kynningar :  

Umhverfisnefnd frá 26.03.18.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Um lið 1.1 tók til máls: Arnbjörg.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Breyting á lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Lögð fram tillaga umhverfisnefndar til bæjarstjórnar um að tekið verði undir sérálit Samtaka atvinnulífsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Til máls tók Vilhjálmur.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn samþykkir að taka undir sérálit Samtaka Atvinnulífsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum."

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

9. Strandarvegur 21 umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Nord Marina.

Fyrir liggur eftirfarandi tillaga umhverfisnefndar:

Strandarvegur 21, Gistileyfi í flokki III. – Gistiskáli/Stærra gistiheimili.

Umsækjandi: Nord Marina kt. 610316-0930.

 

Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki III, stærra gistiheimili skv. 3. gr. laga nr. 85/2007. Matshlutanúmer virðast ranglega tilgreind í umsagnarbeiðni en þar er aðeins getið um mhl. 02 en samkvæmt umsókninni virðist vera sótt um fyrir bæði mhl. 13 og mhl. 02 Gestafjöldi 37.

Lokaúttekt hefur ekki farið fram á matshluta nr. 13 og þar hefur ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsinu. Starfsemi er því ekki í samræmi við byggingarskilmála.

Húsið stendur á svæði þar sem skilgreind landnotkun er hafnarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Ennfremur er svæðið á hættusvæði C samkvæmt Hættumati fyrir Seyðisfjörð frá 2002. Starfsemi er því ekki í samræmi við skipulagsskilmála.

Ekki eru til reglur um afgreiðslutíma gististaða.

Umsögn Haust liggur ekki fyrir.

Umsögn eldvarnareftirlits liggur ekki fyrir.

 

Umhverfisnefnd leggur til að bæjarráð veiti neikvæða umsögn vegna þessarar umsóknar á grundvelli þess sem að ofan er talið.

 

Til máls tóku: Vilhjálmur, Unnar, Arnbjörg, Margrét, Unnar, Elfa, Svava, Vilhjálmur, Unnar, Arnbjörg, Elfa og Arnbjörg.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

„Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisnefndar og veitir neikvæða umsögn á grundvelli þess sem fram kemur í tillögu nefndarinnar.“

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

10. Oddagata – ástand götu.

Undir lið 1.1. í fundargerð bæjarráðs vegna liðar númer 8 í fundargerð umhverfisnefndar leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að Oddagata og nærliggjandi svæði verði í forgangi varðandi gatnagerð og fjármögnun hennar.

 

Til máls tóku: Vilhjálmur, Elfa, Svava, Þórunn, Vilhjálmur, Unnar, Margrét, Arnbjörg og Vilhjálmur.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

"Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar vegna Oddagötu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019."

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

11. Vesturvegur 8. Breyting/stækkun lóðar.

Undir lið 2.4. í 2426. fundargerð bæjarráðs má finna eftirfarandi tillögu :

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða beiðni um breytingu/stækkun lóðar Vesturvegar 8.“

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku: Vilhjálmur og Unnar.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

12. Húsnæðisáætlun.

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun fyrir Seyðisfjarðarkaupstað

 

Til máls tóku: Vilhjálmur, Arnbjörg, Unnar, Elfa, Vilhjálmur, Svava og Vilhjálmur.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að húsnæðisáætlun fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.“

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

13. Reglur Seyðisfjarðarkaupstaðar um stofnframlög til almennra íbúða.

Undir lið 4 í 2426. fundargerð bæjarráðs má finna eftirfarandi tillögu :

„Bæjarstjórn samþykkir reglur Seyðisfjarðarkaupstaðar um stofnframlög til almennra íbúða.“

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

14. Skoðanakönnun.

Samantektarblað vegna íbúakönnunar um samstarf og/eða sameiningu sveitarfélaga á starfssvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs lagt fram til kynningar.

 

15. Fundargerð hafnarmálaráðs frá 09.04.2018.

Undir lið 1 í fundargerð má finna eftirfarandi tillögu :

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2018:

„Viðauki nr. 1, deild 4250, Eignir: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 20.000.000 króna. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni: 42-AH 12.000.000 króna, 42-BIFR 4.450.000 króna, 42-HAFN 3.550.000 króna. Viðaukanum verði mætt af handbæru fé.“

 

Fundargerð og tillaga opnaðar fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun 2018.“

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

16. Fundargerð 858 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.03.18.

Lögð fram til kynningar.

 

 

Fundi var slitið kl. 20:01.

Fundargerð á  9 bls.