Bæjarstjórn 16.05.18
Miðvikudaginn, 16. maí 2018, kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til aukafundar í fundarsal í Silfurhöll, Hafnargötu 28 og hófst fundurinn kl. 14:00.
Fundinn sátu: Arnbjörg Sveinsdóttir, Hildur Þórisdóttir í fjarveru Elfu Hlínar Pétursdóttur, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Eva Jónudóttir.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.
Dagskrá:
1. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2018.
Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu.
„Bæjarstjórn samþykkir framlagða kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 sem fram fara 26. maí 2018. Jafnframt er kjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí nk. í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.“
Til máls tók bæjarstjóri.
Tillagan var samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
2. Kosning í kjörstjórn.
Tilnefnd í kjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 2018 í stað Ástu Guðrúnar Birgisdóttur, sem verður í tímabundnu leyfi, er Unnur Óskarsdóttir.
„Unnur Óskardóttir er kjörin í kjörstjórn vegna tímabundins leyfis Ástu Guðrúnar Birgisdóttur.“
Til máls tók Þórunn Hrund.
Tillagan var samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
Fundi var slitið kl. 14. 14
Fundargerð á 2 bls.