Bæjarstjórn 18.10.17

1727. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn, 18. október 2017, hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hófst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir í stað Svövu Lárusdóttur, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu. 

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs, dags. 21.09.17 nr. 2407

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni :
Velferðarnefndar frá 19.09.17.

 

Liður nr. 8 „Fjarðarheiðargöng“ er til umfjöllunar undir lið nr. 10 á dagskrá bæjarstjórnarfundarins.

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs, dags. 27.09.17, nr. 2408

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð hafnarmálaráðs, dags. 02.10.17

 

Til máls tóku hafnarstjóri sem kynnti fundargerðina. Elfa Hlín um liði 6 og 10, Margrét um liði 4 og 7. Hafnarstjóri sem svarar liðum frá Elfu Hlín og Margréti.

 

Liður 11 í fundargerðinni verður til umfjöllunar undir lið 8 „Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017“ á dagskrá bæjarstjórnar.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð bæjarráðs, dags. 13.10.17 nr. 2409

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram með fundargerðinni :

Fræðslunefnd frá 26.09.17.
Ferða- og menningarnefnd frá 2.10.17.
Umverfisnefnd frá 2.10.17. 

 

Undir lið 1.3. „Fjörður 4 erindi vegna breyttrar notkunar/starfsemi“ í fundargerð bæjarráðs er tillaga sem verður tekin fyrir undir lið 5 í fundargerð bæjarstjórnar.

Liður 2.5. „Örvar Jóhannsson 7.10.17. Yfirlýsing varðandi trúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið“ í fundargerðinni verður tekin fyrir undir lið 6 á dagskrá bæjarstjórnar.

Undir lið 6. „Fjármál 2017“ í fundargerðinni er að finna tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2017 sem verður tekin fyrir undir lið 8 á dagskrá fundarins.

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Þórunn Hrund um lið 1.3, Elfa Hlín um lið 1.1-1.4, Íris Dröfn um lið 2.11. Bæjarstjóri bregst við liðunum.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

5. Beiðni um breytingu á aðalskipulagi við Fjörð 4

Tekin fyrir tillaga umhverfisnefndar í lið 1.3. „Fjörður 4 erindi vegna breyttrar notkunar/starfsemi“ í fundargerð bæjarráðs samanber eftirfarandi bókun umhverfisnefndar.

 

„Borist hefur erindi frá OgSynir ehf. vegna fyrirhugaðra breytinga á Firði 4 og möguleikum á því að fá rekstrarleyfi fyrir gististarfsemi. Sótt er um breytingu á landnotkun á lóðinni úr íbúðalóð í viðskipta og þjónustulóð. Nefndin bendir á að stór hluti af fyrirhugaðri notkun samkvæmt erindinu getur fallið undir þá landnotkun sem er í gildi á svæðinu.

 

Umhverfisnefnd getur ekki mælt með því að landnotkun á þessu svæði verði breytt í þá veru sem sótt er um og vísar til stefnu bæjarstjórnar í þessum málum. Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað.“

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

 

Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar samþykkir bæjarstjórn að hafna beiðni um þá breytingu á aðalskipulagi við Fjörð 4 sem óskað er eftir.

 

Til máls tóku Elfa Hlín, Unnar, Margrét og Íris Dröfn.

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

6. Beiðni frá Örvari Jóhannssyni um lausn frá störfum í bæjarstjórn og nefndum.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða lausnarbeiðni Örvar Jóhannssonar. Bæjarstjórn þakkar Örvari störf í þágu Seyðisfjarðarkaupstaðar.“

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

7. Tilnefning í starfshóp sveitarfélaga á félagsþjónustusvæði Fljótsdalshéraðs um samstarf sveitarfélaganna.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir að Arnbjörg Sveinsdóttir verði fulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar í starfshóp sveitarfélaga á félagsþjónustusvæði Fljótsdalshéraðs um samstarf sveitarfélaganna.“

 

Til máls tóku Elfa Hlín, Arnbjörg og bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

8. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017

Lagðar fram tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2017 í eftirfarandi deildum:

Viðauki nr. 1, deild 04111, Seyðisfjarðarskóli – leikskóladeild: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 6.500.000 kr.

Viðauki nr. 2, deild 0262. Framlag vegna sérþarfa fatlaðra: Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.350.000 kr.

Viðauki nr. 3, deild: Efnahagur tæki og áhöld áhaldahús: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 302.748 kr.

Viðauki nr. 4, deild 0587. Kirkjubyggingar: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 132.000 kr.

Viðauki nr. 5, deild 0605. Íþróttafulltrúi: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 70.000 kr.

Viðauki nr. 6, deild 0722. Slökkvibílar: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 389.000 kr.

Viðauki nr. 7, deild 0851. Meindýraeyðing: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 120.000 kr.

Viðauki nr. 8, deild 1362. Tjaldsvæði: Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.145.000 kr.

Viðauki nr. 9, deild 2107. Endurskoðun: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.650.000 kr.

Viðauki nr. 10, deild 2140. Bæjarskrifstofa: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 620.000 kr.

Viðauki nr. 11, deild 2142. Tölvudeild: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 500.000 kr.

Viðauki nr. 12, deild 31251 Sundhöll: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.030.000 kr. Jafnað af deild 31102 viðhald ósundurliðað.

Viðauki nr. 13, deild 31301. Ráðhús: Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 154.640 kr.

Viðauki nr. 14, deild 3141. Leikvöllur: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 678.000 kr. Jafnað af deild 31102 viðhald ósundurliðað.

Viðauki nr. 15, deild 33512. Bifreiðin  LY-123 (MMC L200): Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 390.000 kr.

Viðauki nr. 16, deild 33525. Bifr.OL521 Volkswagen Transporter: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 276.000 kr.

Viðauki nr. 24, deild 5719. Múlavegur 38: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 855.000 kr. Jafnað af deild 5710 Sameiginlegur rekstur félagslegra íbúða.

Viðauki nr. 25, deild 6112. Dælustöð Austurvegi 19C: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 950.000 kr.

Viðauki nr. 26, deild 5850. Félagslegar íbúðir efnahagur: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 550.000 kr. Jafnað af deild 5710, Sameiginlegur rekstur félagslegra íbúða.

Viðauki nr. 27, deild 3250 - 32-BÆJAR. Hafnargata 44: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 7.120.000 kr. Jafnað af deild 31102, viðhald ósundurliðað.

Viðauki nr. 28, deild 3250 - Garðarsvöllur: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 300.000 kr. Mótframlag af deild 31201, viðhald ósundurliðað 375.000 kr.

Viðauki nr. 29, deild 3250 - Félagsheimilið Herðubreið: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.460.000 kr.

Viðauki nr. 36, deild 1006. Fjarðarheiðargöng: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 400.000 kr.

Nettóbreytingin nemur 11.034.308 króna gjaldamegin í reikningshaldi kaupstaðarins.

Viðauki nr. 17, deild 4101. Almenn hafnargjöld: Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 25.500.000 kr.

Viðauki nr. 18, deild 4105. Seld þjónusta: Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.900.000 kr.

Viðauki nr. 19, deild 4106. Rafmagn og vatn kaup/endursala: Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.385.172 kr.

Viðauki nr. 20, deild 4111. Hafnarmannvirki: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.665.000 kr.

Viðauki nr. 21, deild 4161. Hafnarhús Ferjuleiru: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.114.000 kr.

Viðauki nr. 22, deild 4162. Oddagata 4e: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.00.000 kr.

Viðauki nr. 23, deild 4166. Hafnarvog: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.00.000 kr.

Viðauki nr. 30, deild 4250. 42-AH Ránargata 2: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 48.250.000 kr.

Viðauki nr. 31, deild 4250. 42-BJÓL Bjólfsbakki: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 30.000 kr.

Viðauki nr. 32, deild 4250. 42-FERH Ferjuleira 1: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 450.000 kr.

Viðauki nr. 33, deild 4250. 42-HAFN Hafnarmannvirki: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 8.600.000 kr.

Viðauki nr. 34, deild 4250. 42-LANDG Hafnarmannvirki: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 320.000 kr.

Viðauki nr. 35, deild 4250. 42-SJÓV Hafnarmannvirki: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 555.000 kr.

Nettóbreytingin hjá hafnarsjóði nemur 31.588.828 króna gjaldamegin í reikningshaldi kaupstaðarins.

    

Til máls tóku Elfa Hlín og Arnbjörg.

 

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur og að þeim verði mætt af handbæru fé.“

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

9. Lokun fjarvarmaveitu RARIK ohf. á Seyðisfirði

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Í tilefni af því að RARIK ohf. hefur tilkynnt lokun Hitaveitu Seyðisfjarðar eftir tvö ár, samþykkir Bæjarstjórn Seyðisfjarðar að fela atvinnu - og framtíðarmálanefnd  að meta þá stöðu sem upp er komin í húshitunarmálum í Seyðisfjarðarkaupstað. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að með nefndinni starfi að málinu hópur sem veitt geti breiðari sýn á stöðu, áhrif, kosti,galla og áhættur mögulegra lausna.

Hópurinn verði skipaður eftirfarandi aðilum: Elfu Hlín Pétursdóttur, Unnari Sveinlaugssyni, Páli Guðjónssyni, Vilborgu Borgþórsdóttur, Cecil Haraldssyni og Ólafi Birgissyni. Auk atvinnu- menningar -og íþróttafulltrúa starfi bæjarstjóri með nefndinni og hópnum að málinu.

Bæjarstjórn samþykkir vegna undirbúnings málsins að fela bæjarstjóra að ræða við og afla upplýsinga frá Orkustofnun, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og RARIK ohf., einnig starfsmanni Austurbrúar sem starfar að orkuskiptum og Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum.

Bæjarstjórn samþykkir að bjóða fulltrúum Fljótsdalshéraðs til fundar um stöðu málsins með hliðsjón af fyrri samskiptum um mögulega lagningu hitaveitu frá Fljótsdalshéraði til Seyðisfjarðar um Fjarðarheiðargöng.”

 

Greinargerð:

  • RARIK hefur fyrir sína hönd boðið kostnaðarþátttöku við að koma upp hitakút hjá þeim sem vilja halda áfram að nýta vatnshitakerfi húsa sinna, þegar farið er í beina rafhitun.
  • Til viðbótar hefur Orkusetur, boðið styrki til þeirra sem vilja þar að auki lækka húshitunarkostnað sinn með því að setja upp varmadælu í einhverju formi. Ljóst er að þar er um þó nokkra kosti að ræða.
  • Á almennum borgarafundi sem RARIK boðaði til mátti greina vilja hjá sumum fundarmanna til að miðlæg hitaveita yrði áfram í rekstri í kaupstaðnum.
  • Verkefni hópsins er að meta þá kosti sem fyrir hendi eru, þar á meðal hvort grundvöllur er fyrir rekstri hitaveitu, sem myndi geta þjónað húshitun á viðráðanlegu verði fyrir bæjarbúa. Ef slíkur kostur er talinn raunhæfur verði kannaður vilji bæjarbúa og fyrirtækja í bænum til að skuldbinda sig í viðskipti við slíka veitu.
  • Reynist slíkur kostur álitlegur að mati hópsins er eðlilegt að bæjarstjórn leiti leiða til að stofna slíka veitu í eigin nafni eða í samstarfi við önnur orkufyrirtæki.
  • Verði miðlæg hitaveita ekki talinn fær kostur, leggi hópurinn fram tillögur um annars vegar hvernig sveitarfélagið geti komið að ráðgjafavinnu fyrir íbúana fyrir væntanleg orkuskipti. Hins vegar meti hópurinn með hvaða hætti sé hægt að standa að sameiginlegum innkaupum í því skyni að ná sem hagkvæmustum verðum á hitakútum og varmaskiptum.

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Þórunn Hrund, Unnar, Margrét, Elfa Hlín og Arnbjörg.

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

10. Fjarðarheiðargöng

 

Eftirfarandi bókun lögð fram:

„Eins og fram kom á fundum sem fulltrúar Seyðisfjarðarkaupstaðar áttu með Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrirhugaði hann að stofna starfshóp til að fara yfir mögulegar lausnir á vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Starfshópurinn hefur nú verið skipaður og eiga eftirtalin sæti í honum: Adolf Guðmundsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Hreinn Haraldsson, Jóna Árný Þórðardóttir og Snorri Björn Sigurðsson. Í ljósi stöðu húshitunarmála á Seyðisfirði leggur bæjarstjórn áherslu á samlegð vegganga til Fljótsdalshéraðs og hitaveitu frá Fljótsdalshéraði og mikilvægi þess að ekki verði hvikað frá niðurstöðu Alþingis í samgönguáætlun um Fjarðarheiðargöng. Áréttaður er fullur vilji sveitarfélaga á Austurlandi fyrir framkvæmdinni samanber ítrekaðar bókanir á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á Austurlandi, nú síðast á 51. aðalfundi SSA þann 29. og 30. september s.l. á Breiðdalsvík. Jafnframt er vegna stöðu húshitunar- og atvinnumála svo og íbúaþróunar á Seyðisfirði áréttað hve Seyðfirðingum er mikilvægt að tímasetning framkvæmdanna verði ákveðin. Minnt er á niðurstöðu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í þá veru að svigrúm sé til framkvæmdanna við lok eða samhliða gerð Dýrafjarðarganga.“

 

Til máls tóku Margrét, Elfa Hlín og Arnbjörg.

 

Hér þurfti Margrét að yfirgefa fundinn.

 

Bókun samþykkt með 6 greiddum atkvæðum.

 

11. Kosning í atvinnu- og framtíðarmálanefnd.

 

Tillaga um að Snorri Jónsson verði aðalmaður í stað Örvars Jóhannssonar

Tillaga samþykkt með 6 greiddum atkvæðum.

 

Tillaga um að Unnar Sveinlaugsson verði varamaður í stað Snorra Jónssonar

Tillaga samþykkt með 6 greiddum atkvæðum.

 

Tillaga um að Arnbjörg Sveinsdóttir verði formaður nefndarinnar.

Tillaga samþykkt með 6 greiddum atkvæðum.

 

12. Kosning í fræðslunefnd

 

Tillaga um að Sigurður Ormar Sigurðsson verði aðalmaður í stað Örvars Jóhannssonar

Tillaga samþykkt með 6 greiddum atkvæðum.

 

Tillaga um að Rúnar Gunnarsson verði varamaður í stað Sigurður Ormars Sigurðssonar 

Tillaga samþykkt með 6 greiddum atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 17.59.