Bæjarstjórn 23.06.18

Fundargerð 1737. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Laugardaginn 23. júní 2018 kom nýkjörin bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 2. hæð) kl. 10:00.

Fundinn sátu: Hildur Þórisdóttir, Rúnar Gunnarsson, Elfa Hlín Pétursdóttir og Þórunn Hrund Óladóttir L-lista, Elvar Snær Kristjánsson og Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista og Vilhjálmur Jónsson B-lista.

Fundarritari var Dagný Erla Ómarsdóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Sá bæjarstjórnarmaður sem á að baki lengstu setu í sveitarstjórn, í þessu tilviki Vilhjálmur Jónsson, bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. 

Hann leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 9 „Erindisbréf“, lið nr. 10 „Knattspyrnuvöllur“ og lið númer 11 „Fjarðarheiðargöng“.

Liður nr. 9 „Erindisbréf“ samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

Liður nr. 10 „Knattspyrnuvöllur“ samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

Liður nr. 11 „Fjarðarheiðargöng“ samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

1. Sveitarstjórnarkosningar 2018

Vilhjálmur fór yfir úrslit sveitastjórnarkosninganna sem fóru fram þann 26. maí síðastliðinn.

Niðurstöður voru þessar: B–listi Framsóknarfélags Seyðisfjarðar og frjálslyndra fékk 70 atkvæði og 1 mann kjörinn. D-listi Sjálfstæðisfélagsins Skjaldar fékk 136 atkvæði og tvo menn kjörna. L-listinn, Seyðisfjarðarlistinn fékk 235 atkvæði og fjóra menn kjörna.

Nýja bæjarstjórn skipa: Hildur Þórisdóttir L-lista, Elvar Snær Kristjánsson D-lista, Rúnar Gunnarsson L-lista, Þórunn Hrund Óladóttir L-lista, Vilhjálmur Jónsson B-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista og Elfa Hlín Pétursdóttir L-lista. 

Varamenn í bæjarstjórn: Benedikta Guðrún Svavarsdóttir L-lista, Skúli Vignisson D- lista, Arna Magnúsdóttir L- lista, Ágúst Torfi Magnússson L- lista, Eygló Björg Jóhannsdóttir B- lista, Arnbjörg Sveinsdóttir  D- lista og Guðjón Már Jónsson L-lista.

Kjörnir bæjarfulltrúar hafa fengið kjörbréf sín afhent.

 

Forseti bæjarstjórnar gefur orðið laust.

Enginn tók til máls.

 

2. Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar

Forseti bæjarstjórnar var kjörin Hildur Þórisdóttir L-lista í leynilegri kosningu með 4 atkvæðum og tók hún nú við stjórn fundarins.  Elfa Hlín Pétursdóttir L-lista fékk 2 atkvæði og 1 seðill var auður.

Kosinn var 1. varaforseti Elvar Snær Kristjánsson D -lista í leynilegri kosningu með 5 atkvæðum. Elfa Hlín Pétursdóttir fékk 1 atkvæði og 1 seðill var auður.

 

3. Kosning í nefndir, ráð, stjórnir og embætti bæjarstjórnar eftir því sem við á sbr. samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar:

 

A. Fulltrúar kjörnir til eins árs á fundi í júní ár hvert:

 

Kosning í bæjarráð

Tilnefnd voru Elfa Hlín Pétursdóttir L- lista formaður, Rúnar Gunnarsson L- lista varaformaður og Elvar Snær Kristjánsson D- lista.

 

Til máls tók Elvar Snær Kristjánsson, D-lista

 

Tillögur um nefndarmenn voru samþykktar með 7 atkvæðum

 

Kosning skrifara

Tveir aðalmenn og tveir til vara. 

Tilnefndir sem aðalmenn Þórunn Hrund Óladóttir L- lista og Elvar Snær Kristjánsson D- lista.

Tilfnefndir sem varamenn Elfa Hlín Pétursdóttir L-lista og Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista.

 

Tillögur um skrifara voru samþykktar með 7 atkvæðum

 

B. Fulltrúar kjörnir til 4 ára í fastanefndir á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum:

 

Kosning í hafnarmálaráð

Tilnefndir sem aðalmenn: Þórunn Hrund Óladóttir L- lista formaður, Guðjón Már Jónsson L- lista varaformaður og Oddný Björk Daníelsdóttir af D-lista.

Tilnefndir sem varamenn: Rúnar Laxdal Gunnarsson L-lista, Sigurjón Guðmundsson- L- lista og Skúli Vignisson D-lista.

 

Til máls tók Vilhjálmur sem tilnefndi Unnar Sveinlaugsson B- lista sem áheyrnarfulltrúa í hafnarmálaráð og Ingvar Jóhannson B-lista  sem varaáheyrnarfulltrúa í samræmi við samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

Tillögur um nefndarmenn og áheyrnarfulltrúa voru samþykktar með 7 atkvæðum

 

Kosning í umhverfisnefnd

Tilnefndir sem aðalmenn: Ágúst Torfi Magnússon L- lista formaður, Elfa Hlín Pétursdóttir L- lista varaformaður, Auður Jörundsdóttir L- lista, Skúli Vignisson D- lista, Brynhildur Bertha Garðarsdóttir D- lista og Óla Magnúsdóttir B- lista.

Tilnefndir sem varamenn: Jón Halldór Guðmundsson, L- lista, Lilja Kjerúlf L- lista, Arnar Klemensson L- lista, Brynjar Júlíusson D- lista, Sveinn Ágúst Þórsson D- lista og Gunnhildur Eldjárn B- lista.

 

Til máls tók forseti sem kynnti að varpað yrði hlutkesti um 5. fulltrúa í nefndina.

 

Niðurstaða varð að Brynhildur Bertha Garðarsdóttir af D-lista hlaut 5. tilnefninguna.

 

Til máls tók Vilhjálmur sem tilnefndi Ólu Magnúsdóttur B-lista sem áheyrnarfulltrúa í umhverfisnefnd og Gunnhildi Eldjárnsdóttur B- lista sem varaáheyrnarfulltrúa, í samræmi við samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

Tillögur um nefndarmenn og áheyrnarfulltrúa voru samþykktar með 7 atkvæðum

 

Kosning í atvinnu- og framtíðarmálanefnd

Tilnefndir sem aðalmenn: Rúnar Gunnarsson L-lista formaður, Ósk Ómarsdóttir L-lista varaformaður og  Skúli Vignisson af D-lista.

Tilnefndir sem varamenn: Guðni Sigmundsson  L- lista, Jóhanna Gísladóttir L- lista og Daníel Björnsson D- lista.

Frá atvinnulífinu sem aðalmenn: Benedikta Guðrún Svavarsdóttir  og Sævar Eiríkur Jónsson.

Til vara frá atvinnulífinu:  Bjarki Borgþórsson og  Bergþór Máni Stefánsson.

 

Til máls tók Vilhjálmur sem tilnefndi Snorra Jónsson B- lista sem áheyrnarfulltrúa í atvinnu- og framtíðarmálanefnd og Ingvar Jóhannson  B- lista sem varaáheyrnarfulltrúa, í samræmi við samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

Tillögur um nefndarmenn og áheyrnarfulltrúa voru samþykktar með 7 atkvæðum

 

Kosning í ferða- og menningarnefnd

Tillaga um að fresta skipan í nefndina til ágústfundar.

Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum

 

Kosning í fræðslunefnd

Tilnefndir sem aðalmenn: Ragnhildur Billa Árnadóttir L- lista formaður, Bára Mjöll Jónsdóttir L- lista varaformaður, Gunnar Sveinn Rúnarsson L-lista, Jóhanna Magnúsdóttir D- lista og Ingvar Jóhannsson B- lista.

Tilnefndir sem varamenn: Halla Dröfn Þorsteinsdóttir L- lista, Katla Rut Pétursdóttir, L-lista, Elfa Hlín Pétursdóttir L-lista, Brynhildur Bertha Garðarsdóttir D- lista og Gunnhildur Eldjárnsdóttir B-lista.

 

Til máls tók forseti sem kynnti að varpað yrði hlutkesti um 5. fulltrúa í nefndina.

 

Niðurstaða varð að Ingvar Jóhannsson af B- lista hlaut 5. tilnefninguna

 

Tillögur um nefndarmenn voru samþykktar með 7 atkvæðum

 

Kosning í velferðarnefnd.

Tilnefndir sem aðalmenn: Guðrún Ásta Tryggvadóttir L- lista formaður, Arnar Klemensson L- lista varaformaður, Cecil Haraldsson L- lista,  Lilja Finnbogadóttir D- lista, Bergþór Máni Stefánsson  D- lista, og Eygló Jóhannsdóttir B- lista.

Tilnefndir sem varamenn: Arna Magnúsdóttir L- lista, Ósk Ómarsdóttir L- lista, Hildur Þórisdóttir L- lista, Elfa Ásgeirsdóttir D- lista, Daníel Björnsson D- lista og Snædís Róbertsdóttir B- lista.

 

Til máls tók forseti sem kynnti að varpað yrði hlutkesti um 5. fulltrúa í nefndina.

 

Niðurstaða varð að Bergþór Máni Stefánsson af D- lista hlaut 5. tilnefninguna

 

Til máls tók Vilhjálmur sem tilnefndi Eygló Björgu Jóhannsdóttur B- lista sem áheyrnarfulltrúa í velferðarnefnd og Snædísi Róbertsdóttur B- lista sem varaáheyrnarfulltrúa, í samræmi við samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

Tillögur um nefndarmenn og áheyrnarfulltrúa voru samþykktar með 7 atkvæðum

 

C. Fulltrúar kjörnir til 4 ára í sameiginlegar fastanefndir og sameiginlegir fulltrúar með öðrum sveitarfélögum í fastanefndum, kjörnir eftir samkomulagi um tilnefningu. Kjör á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitar­stjórnar­kosningum.

 

Almannavarnarnefnd Múlaþings

Tilnefndur er Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri og til vara Hildur Þórisdóttir forseti bæjarstjórnar.

 

Tillögur um nefndarmenn voru samþykktar með 7 atkvæðum

 

Brunavarnir á Austurlandi

Tilnefndur er Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri og til vara Hildur Þórisdóttir forseti bæjarstjórnar.

 

Tillögur um nefndarmenn voru samþykktar með 7 atkvæðum

 

Búfjáreftirlitsnefnd Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar

Ekki er tilnefnt í nefndina þar sem hún hefur ekki hlutverk lengur.

 

 

Félags- og barnaverndarnefnd (Félagsmálanefnd)

Tilnefnd er Guðrún Ásta Tryggvadóttir L- lista.

 

Tillaga um nefndarmann var samþykkt með 7 atkvæðum

 

Heilbrigðisnefnd – aðal- eða varamaður eftir samþykktum Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Tilnefndur Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri

 

Tillaga um nefndarmann var samþykkt með 7 atkvæðum.

 

D. Kosningar og tilnefningar í félög, stjórnir og ráð:

 

Kjörnir til eins árs, að jafnaði á fundi í júní hvert ár:

 

Kosning fulltrúa og varafulltrúa á aðalfund SSA. 

Tilnefndir voru sem aðalmenn: Hildur Þórisdóttir L- lista, Rúnar Gunnarsson L- lista og Elvar Snær Kristjánsson D- lista.

Tilnefndir sem varamenn, Elfa Hlín Péturdóttir L- lista, Þórunn Hrund Óladóttir L- lista og Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista. 

 

Tillögur um nefndarmenn var samþykkar með 7 atkvæðum.

 

 

Skólaskrifstofa Austurlands

Tilnefndur Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri og til vara Hildur Þórisdóttir forseti bæjarstjórnar.

 

Tillaga um nefndarmann var samþykkt með 7 atkvæðum

 

Heilbrigðiseftirlit Austurlands - aðalfundur

Tilnefndur Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri og til vara Hildur Þórisdóttir forseti bæjarstjórnar.

 

Tillögur um fulltrúa og varafulltrúa var samþykktar með 7 atkvæðum

 

Menningarráð Austurlands

Ekki er tilnefnt í ráðið þar sem það hefur verið lagt niður.

 

Kjörnir til 4 ára á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitar­stjórnar­kosningum:

 

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Tilnefndur sem aðalmaður Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri og til vara Hildur Þórisdóttir forseti bæjarstjórnar.

 

Tillaga um fulltrúa og varafulltrúa var samþykkt með 7 atkvæðum

 

Fulltrúaráð Héraðsskjalasafns Austfirðinga - aðalfundur

Tilnefndur Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri og til vara Hildur Þórisdóttir forseti bæjarstjórnar.

 

Tillaga um fulltrúa og varafulltrúa var samþykkt með 7 atkvæðum

 

Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands

Tilnefndur Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri og til vara Hildur Þórisdóttir forseti bæjarstjórnar.

 

Tillaga um fulltrúa og varafulltrúa var samþykkt með 7 atkvæðum

 

Kosning í stjórn Tækniminjasafns Austurlands

Forseti leggur fram tillögu um að fresta tilnefningum í stjórn Tækniminjasafns Austurlands.

 

Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum

 

Kosning í stjórn Skaftfells

Forseti leggur fram tillögu um að fresta tilnefningum í stjórn Skaftfells.

 

Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum

 

Tillaga um endurskoðanda bæjarins

Bæjarstjórn samþykkir að Deloitte verði áfram endurskoðandi kaupstaðarins.

 

Tillaga um að bæjarráð taki þetta fyrir á fundi sínum í júlí.

 

Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum

 

4. Kosning í svæðisskipulagsnefnd Austurlands.

Tilnefndir sem aðalmenn: Ágúst Torfi Magnússon L- lista og Skúli Vignisson D- lista

Tilnefndir sem varamenn: Bjarki Borgþórsson L- lista og Sveinn Ágúst D- lista

 

Tillögur um nefndarmenn voru samþykktar með 7 atkvæðum

 

5. Ráðning bæjarstjóra.

Undir þessum lið vék Vilhjálmur af fundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram af fulltrúum meirihlutans:

 

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að ráða Vilhjálm Jónsson  kt. 220360-4749 sem bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar. Tímabundinn ráðningarsamningur gildir frá 11. júní 2018 og framlengist ráðningarsamningur Seyðisfjarðarkaupstaðar við Vilhjálm frá síðasta kjörtímabili til þess tíma.“

 

Tillaga opin fyrir umræðum.

Enginn tók til máls

 

Tillagan var samþykkt með 6 atkvæðum

 

6. Starfshættir og siðareglur kjörinna fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar, endurskoðun.

Siðareglur kjörinna fulltrúa sem samþykktar voru af bæjarstjórn 11. júní 2013 og staðfestar af Innanríkisráðuneytinu, liggja fyrir fundinum ásamt yfirliti yfir ýmis lög og reglur er varða störf kjörinna fulltrúa.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir að siðareglur kjörinna fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 11. júní 2013 gildi óbreyttar.“

 

Tillaga opin fyrir umræðum.

Til máls tók Vilhjálmur Jónsson, B-lista

 

Tillagan var samþykkt með 7 atkvæðum

 

7. Beiðni um tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn.

Undir þessum lið vék Vilhjálmur af fundi.

Tekin fyrir beiðni frá Vilhjálmi Jónssyni um tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn á meðan hann gegnir starfi bæjarstjóra.

 

Bæjarstjórn samþykkir beiðni Vilhjálms með 6 atkvæðum

 

8. Sumarleyfi bæjarstjórnar.

Forseti leggur fram svohljóðandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að sumarleyfi bæjarstjórnar hefjist 25. júní og ljúki 13. ágúst og að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 15. ágúst. Bæjarstjórn veitir bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, á meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.“

 

Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum

 

9. Erindisbréf.

Forseti bæjarstjórnar fer yfir erindisbréf nefnda, hlutverk og reglur.

Forseti bæjarstjórnar opnar fyrir umræður.

 

Til máls tóku: Elfa Hlín Pétursdóttir, L-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir, D-lista tók til máls og leggur fram bókun:

„Ég vek athygli á því að undarlegt sé að taka íþróttaþáttinn frá velferðarnefnd þar sem ýmis málefni velferðanefndar snerta íþróttir beint.“

Elvar Snær Kristjánsson, D-lista tekur til máls, Elfa Hlín Pétursdóttir, L-lista til andsvara, Elvar Snær Kristjánsson, D-lista tekur til máls, Elfa Hlín Pétursdóttir, L-lista til andsvara, Oddný Björk Daníelsdóttir, D-lista tekur til máls, Elfa Hlín Pétursdóttir, L-lista til andsvara, Vilhjálmur Jónsson, B-lista tekur til máls, Þórunn Hrund Óladóttir, L-lista tekur til máls, Elvar Snær Kristjánsson, D-lista tekur til máls og leggur fram bókun:

 „D listi Sjálfstæðisflokks telur ekki vænlegt að þiggja formennsku nefnda í ljósi þeirra róttæku breytinga sem meirihlutinn hefur boðað í nefndarvinnu framundan og telur ekki vænlegar til árangurs.“

 

Forseti bæjarstjórnar leggur fram tillögu að erindisbréf verði tekin til umfjöllunar í bæjarráði á meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.

 

Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum

 

10. Knattspyrnuvöllur.

Forseti bæjarstjórnar leggur fram tillögu:

„Bæjarstjórn felur bæjarráði að skipa 3 manna vinnuhóp sem vinni að úrlausn mála við fjármögnun viðgerðar knattspyrnuvallarins.“

Bæjarstjóri leggur fram svohljóðandi viðbótartillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að fyrsta verkefni starfshóps um Garðarsvöll verði að hópurinn leggi mat á hvort hægt verði að bjóða út endurnýjun á yfirborið Garðarsvallar í sumar þannig að af framkvæmd geti orðið á árinu til að völlurinn geti orðið nothæfur næsta sumar. Við það verði miðað að fjármögnun verkefnisins sé tryggð á grundvelli upphaflegra hugmynda með breyttri útfærslu hvað varðar fjármögnunaraðild annarra aðila en kaupstaðarins, en hlutdeild hans liggur fyrir í fjárhagsáætlun.“

 

Tillögur opnar fyrir umræðum

Elvar Snær Kristjánsson, D-lista tekur til máls, Hildur Þórisdóttir, L-lista til andsvara. Vilhjálmur Jónsson, B-lista tekur til máls.

 

Tillaga forseta bæjarstjórnar samþykkt með 7 atkvæðum

Tillaga bæjarstjóra samþykkt með 7 atkvæðum

 

Forseti bæjarstjórnar leggur fram tillögu um að bæjarráð samþykki að gera erindisbréf fyrir vinnuhópinn.

 

Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum

 

11. Fjarðarheiðargöng.

Tillaga frá minnihlutanum. Elvar Snær Kristjánsson, D-lista, lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Tillaga um Fjarðarheiðargöng
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að fela bæjarstjóra að skipuleggja hið fyrsta fund bæjarstjórnar Seyðisfjarðar og óska eftir samvinnu Fljótsdalshéraðs, með samgönguráðherra um fjármögnun Fjarðarheiðarganga. Einnig verði óskað eftir fundi með fjármálaráðherra og þingmönnum kjördæmisins ef þurfa þykir að því loknu.

Greinargerð:
Minnihluti bæjarstjórnar telur að það sé mikilvægasta verkefni bæjarstjórnar nú í sumar varðandi framtíð Seyðisfjarðar að fylgja eftir samþykktum fyrri bæjarstjórna um Fjarðarheiðargöng. Vísar minnihlutinn meðal annars í áskorun þá er samþykkt var á síðasta fundi fyrri bæjarstjórnar varðandi stöðu undirbúnings Fjarðarheiðarganga, ákvarðanir Alþingis og samþykktir SSA. 
Nú er komið að örlagastund varðandi fjármögnun ganganna og má bæjarstjórn einskis láta ófreistað til að ná niðurstöðu um fjármögnun Fjarðarheiðarganga.


Elvar Snær Kristjánsson
Oddný Björk Daníelsdóttir
Vilhjálmur Jónsson"

 

Tillagan opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku Vilhjálmur Jónsson, B-lista, Þórunn Hrund Óladóttir, L-lista.

 

Tillaga var samþykkt með 7 atkvæðum

 

Fundi slitið kl. 13:32.

Fundargerð á 16 bls.