Bæjarstjórn 16.03.16

1707.  fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 16. mars 2016 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í fundarsal íþróttamiðstöðvar (2. hæð) og hófst fundurinn klukkan 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Eva Björk Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn. Forseti leitaði í upphafi eftir afbrigðum um að setja inn lið 13 „Herðubreið“ í dagskrá. Afbrigðið samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2349

Undir lið 13 má finna eftirfarandi tillögu

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning við Motus ehf og Lögheimtuna ehf“.

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Undir lið 15 má finna eftirfarandi tillögu

„Bæjarstjórn samþykkir framlögð viðmið vegna samningagerðar og afnota íþróttafélaga, björgunarsveita, slökkviliðs og nema af Sundhöll Seyðisfjarðar“.

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Fundargerð og tillögur opnaðar fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Til máls tók Margrét um liði 9, 10 og 11, bæjarstjóri um liði 9 og13.

 

Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2350

Liðir 2.1. og 7 í fundargerðinni eru til umfjöllunar undir lið 9 í dagskrá fundargerðar.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2351

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

„Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum og öllum sem komu að uppsetningu List í ljósi – Listahátíðar á Seyðisfirði, fyrir framlag þeirra til menningar á Seyðisfirði og óskar þeim til hamingju með afar vel heppnaðan viðburð. Bæjarráð óskar þess að hátíðin marki upphaf árlegrar ljóslistahátíðar á Seyðisfirði.“

 

Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð bæjarráðs nr. 2352

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar með fundargerðinni:

Velferðarnefnd frá 22.02.16.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

5. Fundargerð bæjarráðs nr. 2353

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar með fundargerðinni:

Fræðslunefnd frá 26.01.16.
Fræðslunefnd frá 23.02.16.
Umhverfisnefnd frá 09.03.16.

 

Undir lið 2.5. má finna eftirfarandi tillögur:

Vegna liðar 1 í fundargerð umhverfisnefndar er lögð fram svohljóðandi tillaga:

„Austurvegur 13B, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

„Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, samþykkir bæjarstjórn leyfi til sölu gistingar að Austurvegi 13b,  fyrir sitt leyti“.“

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Vegna liðar 2 í fundargerð umhverfisnefndar er lögð fram svohljóðandi tillaga:

„Norðurgata 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

„Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, samþykkir bæjarstjórn leyfi til sölu gistingar að Norðurgötu 8 fyrir sitt leyti“.“

 

Tillagan samþykkt með 6 greiddum atkvæðum. Margrét vék af fundi undir þessari afgreiðslu.

 

Vegna liðar 3 í fundargerð umhverfisnefndar er lögð fram svohljóðandi tillaga:

„Ránargata 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar á tímabilinu 1. apríl til 1 nóv,.

„Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, samþykkir bæjarstjórn leyfi til sölu gistingar á tímabilinu 1. apríl til 1 nóv. að Ránargötu 8 fyrir sitt leyti“.“

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Vegna liðar 4 í fundargerð umhverfisnefndar er lögð fram svohljóðandi tillaga:

„Austurvegur 18-20, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

„Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, samþykkir bæjarstjórn leyfi til sölu gistingar að Austurvegi 18-20 fyrir sitt leyti“.“

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Liður 9 í fundargerð umhverfisnefndar ásamt tillögu tekinn fyrir undir lið 12 í fundargerðinni.

 

Undir lið 6 má finna eftirfarandi tillögu.

„Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að reglum um vinnulag við eftirfylgni og breytingar á fjárhagsáætlun“.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Fundargerð og tillaga opnaðar fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

6. Fundargerð hafnarmálaráðs, dagsett 22.02.16

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

7. Deiliskipulag fyrir Hafnarsvæði, Fjarðarhöfn, Pálshúsreit og Ölduna.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Hafnarsvæði, Fjarðarhöfn, Pálshúsreit og Ölduna.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir Hafnarsvæði, Fjarðarhöfn, Pálshúsreit og Ölduna.  Tillagan hefur fengið hefðbundnakynningu og að auki sérstaka umfjöllun í hafnarmálaráði.“.

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Arnbjörg og bæjarstjóri.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

8. Þjónustusamningur við Austurbrú fyrir árið 2016.

Lögð fram greinargerð frá Austurbrú um framlög sveitarfélaga á Austurlandi til markaðs- og atvinnuþróunarmála hjá Austurbrú. Greinargerðin innifelur samanburð milli sveitarfélaga, og framlaga til framangreindra greina eftir landshlutum og er ætlun vegna umræðu um framlög ársins 2017.

 

Til máls tóku bæjarstjóri og Arnbjörg.

 

9. Fjarðarheiðargöng.

Svohljóðandi bókun lögð fram:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar fagnar þeim jákvæðu áföngum sem áunnist hafa vegna undirbúnings Fjarðarheiðarganga og þakkar Alþingi, innanríkisráðherra, þingmönnum Norðausturkjördæmis, Vegagerðinni, sveitarfélögum á Austurlandi og öðrum sem lagt hafa þessari löngu tímabæru framkvæmd lið.“

 

Til máls tóku Svava, Arnbjörg, bæjarstjóri og Margrét.

Bókunin samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

10. Fundargerð 835. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.01.16. Lögð fram til kynningar.

 

11. Fundargerð 836. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.02.16. Lögð fram til kynningar.

 

12. Framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á Fjarðarheiði fyrir Vegagerðina. 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir að verða við umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar á Fjarðarheiði og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út leyfi á grundvelli umsóknarinnar með þeim skilmálum sem fram koma í bókun umhverfisnefndar.“         

                 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 7 greiddum atkvæðum.

 

13. Herðubreið

Til máls tóku Magrét, Svava, Þórunn, Hildur, Arnbjörg, bæjarstjóri, Hildur, bæjarstjóri og Arnbjörg.

 

Rekstrar- og framtíðarmöguleikar hússins ræddir ítarlega út frá hugmyndum sem fram hafa komið við gerð skólastefnu hjá stýrihópi á vegum fræðslunefndar, verkefnahóps um endurreisn Herðubreiðar og stjórnendum LungA skólans sbr. það sem fram kemur í fundargerð bæjarráðs 2353 lið 7.

 

 „Bæjarstjórn felur bæjarráði að taka upp viðræður við hlutaðeigandi aðila um framtíðarfyrirkomulag rekstrar Herðubreiðar“.

        

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 18.33.