Bæjarstjórn 02.02.16

1706.  fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Þriðjudaginn 2. febrúar 2016 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í fundarsal íþróttamiðstöðvar (2. hæð) og hófst fundurinn klukkan 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Eva Björk Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn. Forseti leitaði í upphafi eftir afbrigðum um að setja inn sem lið 6 á dagskrá, kosningu varamanns í velferðarnefnd.

Afbrigðið samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2348

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar með fundargerðinni:

Ferða- og menningarnefnd frá 04.01.16.
Velferðarnefnd frá 12.01.16.
Umhverfisnefnd frá 25.01.16.

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Þórunn um lið 2.2. og bæjarstjóri um lið 2.1. og 2.2.

 

Undir lið 1.2. í fundargerðinni, vegna tillögu í lið 1 í fundargerð velferðarnefndar, er tillaga  frá bæjarráði. Bæjarstjóri leggur fram breytingartillögu og verður þá tillagan svohljóðandi:

“Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um viðmið vegna samningagerðar og  afnota af líkamsræktarstöð Seyðisfjarðarkaupstaðar.“

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu samhljóða með 7 greiddum atkvæðum. 

 

Undir lið 1.2. í fundargerðinni, vegna liðar 2 í fundargerð velferðarnefndar, er svohljóðandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að jafnréttisáætlun 2015-2019.“

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

Tillögu í lið 5 í fundargerð bæjarráðs er frestað til liðar 3 í dagskrá.

Tillögu í lið 10 í fundargerð bæjarráðs er frestað til liðar 4 í dagskrá.

 

Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð hafnarmálaráðs dagsett 18.01.16

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

3. Gjaldskrár 2016

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2016 fyrir: 1. Íþróttamiðstöð. 2. Sundhöll. 3. Tjaldsvæði“

 

Til máls tók bæjarstjóri.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

4. Reglur um afslátt af fasteignaskatti árið 2016

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti árið 2016.“

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

5. Ljósleiðaravæðing á Austurlandi - Ísland ljóstengt.

Til máls tók bæjarstjóri sem gerði grein fyrir Ljósleiðaravæðingu á Austurlandi og Arnbjörg.

 

6. Kosning varamanns í velferðarnefnd

Kosning varamanns í velferðarnefnd í stað Ingibjargar Lárusdóttur sem beðist hefur lausnar frá nefndarstörfum. Tilnefnd er Hrafnhildur Sigurðardóttir.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 17.04.