Bæjarstjórn 13.01.16

1705.  fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 13. janúar 2016 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í fundarsal íþróttamiðstöðvar (2.hæð) og hófst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Eva Björk Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2346

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar með fundargerðinni:

Fundargerð umhverfisnefndar frá 7.12.15.
Fundargerð velferðarnefndar frá 15.12.15. 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Unnar, bæjarstjóri, Margrét og bæjarstjóri um lið 1. Arnbjörg og Unnar um lið 3.6.

Undir lið 2.1 í fundargerðinni leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að svohljóðandi tillaga umhverfisnefndar verði samþykkt.

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir beiðni lóðarhafa um stækkun lóðarinnar Norðurgötu 8 í átt að göngustígnum við lónið. Stækkunin er 4,8 metrar í áttina að lóninu. Lóðin er 14,2 metrar á breidd og verður eftir stækkun 19,0 metrar. Eftir breytingu verður hún 19  x 20 metrar eða 380 m2.“

 

Margrét Guðjónsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Til máls tók Unnar.

Tillagan samþykkt með 6 greiddum atkvæðum.

Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2347

 Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Svava um liði 1.5. og 8. Arnbjörg um liði 1.1. og lið 4, Hildur um lið 1.5., bæjarstjóri um liði 1.1, 4, 1.5. og 8. Unnar um lið 1.5.

Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð 833. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.11.15.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

4. Fundargerð 834. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.12.15.

Til máls tóku Arnbjörg og bæjarstjóri um lið 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

5. Fjarðarheiðargöng,

Forseti og bæjarstjóri upplýstu um niðurstöðu fjárlaga og önnur framlög til rannsókna á Fjarðarheiðargöngum á þessu ári. Samtals eru 150 milljónir til rannsókna fyrir árið í ár, auk þeirra fjármuna úr fjárlögum ársins 2015 sem ónýttir voru og færast til ársins 2016.

 

Fundi slitið kl. 17.30.