Ferða- og menningarnefnd 09.12.19

Fundur ferða- og menningarnefndar 9. desember 2019

Boðað var til fundar ferða- og menningarnefndar mánudaginn 9. desember 2019 klukkan 16:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

Mætt:

Tinna Guðmundsdóttir, formaður L-lista

Oddný Björk Daníelsdóttir, varaformaður D-Lista

Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira

Ólafur Pétursson, varamaður frá ferðaþjónustu

Bendikta Svavarsdóttir, varamaður frá ferðaþjónustu

 

Fjarvera:

Bóas Eðvaldsson, frá ferðaþjónustu
Sesselja Hlín Jónasardóttir, frá ferðaþjónustu
Hjalti Bergsson, áheyrnarfulltrúi

 

Fundur hófst: 16:00.

 

Formaður leitar eftir afbrigðum vegna lið 4 Ársreikningur Skaftfells og einnig eftir því að bæta inn sem afbrigði lið 6 varðandi afgreiðslu fundargerða, samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

  1. Ársreikningur Tækniminjasafns Austurlands 2018. Lagt fram til kynningar. Nefndin bendir á að ársreikningurinn er ekki endurskoðaður og óskar eftir því að framvegis séu lagðir fram endurskoðaðir reikningar. Einnig þarf að fylgja með ársskýrsla.
  2. Miðstöð menningarfræða. Lögð fram bókun frá bæjarráði Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 04.12.19., minnisblað frá 26.09.19 frá Signý Ormarsdóttur og minnisblað frá 30.10.19 frá Jónu Árni Þórðardóttur. „Nefndin bendir á að henni hafi ekki borist tímaskráningarbréf frá Austurbrú sem beðið var um í september og nefndarmenn ítreka þá beiðni. Nefndin er sammála um að mjög einkennilegt hvernig verkkaupi (Seyðisfjarðarkaupstaður) er talin vera ábyrgur fyrir veikindaleyfi starfsmanns Austurbrúar samkvæmt minnisblaði dagsett 26.09.19. Nefndin leggur til að skoðað sé ítarlega hvort sé tímabært að færa MMFræ aftur til Seyðisfjarðarkaupstaðar og hvetur bæjarráð til þess að skoða það sérstaklega“.
  3. Héraðsskjalasafn Austfirðinga, aðalfundur 2018: Tinna fór á fundinn fyrir hönd Seyðisfjarðarkaupstaðar. Lagt fram til kynningar.
  4. Ársreikningur Skaftfells 2018. Lagt fram til kynningar. Nefndin bendir á að ársreikningurinn er ekki undirritaður af stjórn og óskar eftir því að framvegis séu lagðir fram undirritaðir reikningar. Einnig þarf að fylgja með ársskýrsla.
  5. Varðandi afgreiðslu fundargerða:Nefndin bendir á að mikilvægt sé að fundargerðir séu teknar fyrir hjá bæjarráði eins fljótt og auðið er, samanber fundargerð frá 04.11.19 þar sem var bókun um Sóknaráætlun Austurlands sem var ekki fjallað um fyrr en eftir að umsagnarfrestur rann út“.

 

 

Fundi slitið: 17:16.