Ferða- og menningarnefnd 18.01.19

Fundargerð ferða- og menningarnefndar 18.01.2019 

Fundur ferða- og menningarnefndar haldinn föstudaginn 18. janúar 2019 kl. 16:15 í fundarsal Bæjarskrifstofunnar.  

 

Mætt á fundinn:

Tinna Guðmundsdóttir, formaður L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir, varaformaður D-lista,

Hjalti Þór Bergsson, áheyrnarfulltrúi B-lista,

Davíð Kristinsson frá ferðaþjónustuaðilum,

Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira,

Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu- og menningarfulltrúi,

Sesselja Hlín Jónasardóttir frá ferðaþjónustuaðilum boðaði forföll,

Fundargerð ritaði Dagný Erla Ómarsdóttir.

 

Dagskrá:

 

1. Vetrarfundur og vorfundur ferða- og menningarmála á Seyðisfirði.

Nefndin vill halda áfram að hafa þessa tvo fundi á ári, nota vorfund fyrir innblástur og fræðslu og vetrarfund fyrir uppgjör sumarsins og framtíðarhugleiðingar. Stefnt að því að halda vorfund fyrstu vikuna í apríl.

 

2. Upplýsingamiðstöðvar á Íslandi.

Nefndin telur varhugavert að ef það er ætlun stjórnvalda að hætta stuðningi við hefbundinn rekstur upplýsingamiðstöðva og ráðstafa þeim fjármunum til að miðla upplýsingum með stafrænum hætti. Fjárstuðningur frá Ferðamálastofu er mjög mikilvægur fyrir rekstur Upplýsingamiðstöðvar Seyðisfjarðar.

 

3. Uppfærsla á visitseydisfjordur.com.

Málið áfram í vinnslu.

 

4. Seyðisfjörður guidelines.

Verkefnið snýst um að búa til kynningarefni fyrir gesti skemmtiferðaskipa sem heimsækja Seyðisfjörð, viðmið og reglur um hvernig á að virða umhverfið og persónulegt rými íbúa. Nefndin fagnar þessari vinnu.

 

5. El grillo félagið: styrkur.

Dagný segir frá styrk frá Alcoa upp á 250.000 krónur. Stefnt er að því að halda sýningu í tilefni þess að í ár eru 75 ár síðan El grillo skipinu var sökkt. Nefndin fagnar þessu framtaki.  

 

6. Verkefni hjá Austurbrú: Úrbótaganga.

Lagt fram til kynningar

 

7. Tímaritsútgáfa: Bóndavarðan á Djúpavogi.

Lagt fram hugmynd að tímaritaútgáfu fyrir Seyðisfjörð með svipuðum sniði og Bóndavarðan á Djúpavogi. Nefndinni finnst hugmyndin spennandi og vill skoða nánar.

 

8. Menningarviðburðir ársins.

Nefndin ræðir um aðkomu sveitarfélagsins og fyrirkomulag menningarviðburða á Seyðisfirði. Nefndin listar upp 28 árlega viðburði. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni og stolti yfir mörgum og fjölbreyttum viðburðum á staðnum. Málið áfram í vinnslu.

 

9. Fundartími.

Næsti fundur mánudaginn 11. febrúar.

 

Fundi slitið 16:10.