Ferða- og menningarnefnd 01.02.16

Ferða- og menningarnefnd.

Fundargerð ferða- og menningarnefndar, mánudaginn 1. febrúar kl. 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hafnargötu 44.

Mættir á fundinn: Hjalti Bergsson, Arnbjörg Sverrisdóttir, Ólafía María Gísladóttir, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð og Jónína Brá Árnadóttir. Að auki María Hjálmarsdóttir sem sat fundinn undir lið 1 og Pétur Kristjánsson sem sat fundinn undir lið 2.

1. Birtingaráætlun.

María Hjálmarsdóttir verkefnafrömuður hjá Austurbrú kynnir Birtingaráætlun Austurbrúar 2016 og verkefnið Áfangastaðurinn Austurland.

María Hjálmarsdóttir vék af fundi.

2. Tækniminjasafn Austurlands. 

Pétur Kristjánsson, safnstjóri Tækniminjasafnsins, kynnir áhersluverkefni 2016, með fyrirvara um fjármögnun, og rekstarforsendur á komandi ári. Ferða- og menningarnefnd telur safnið mjög mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Austurlandi og Seyðisfirði. Áætlað er að safnstjóri kynni starfsemina árlega fyrir nefndinni.

Pétur Kristjánsson vék af fundi.

3. Fundargerð bæjarráðs vegna markaðsáætlunar.

Ferða- og menningarnefnd mun boða aðila frá Ferðamálanefnd Seyðisfjarðar.

4. Viðburðir á Seyðisfirði.

Jónína mun gera yfirlit yfir viðburði á Seyðisfirði 2016-2020.

5. Gjaldskrá tjaldsvæðis Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Jónína kynnir.

6. Til kynningar

a) Icelandic Info

b) Auglýsingar

c) Erindi frá Einari Skúlasyni: Wappið

d) Styrkir og umsóknir

e) Vest Norden Travel Mart