Ferða- og menningarnefnd 02.05.16

Ferða- og menningarnefnd.

Boðað var  til fundar mánudaginn 2. maí kl. 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hafnargötu 44.

Mættir: Arnbjörg Sveinsdóttir, Ólafía María Gísladóttir, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð og Jónína Brá Árnadóttir.

 

1. Opinn fræðslufundur föstudaginn 6. maí.

Jónína kynnir fund í samvinnu við starfsmann Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Djúpavogi, Katrínu Jónsdóttur. Framtíðar- og atvinnumálanefnd ætlar einnig að kynna starf nefndarinnar.

 

2. Súpufundur ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 24. maí.

Jónína kynnir. Fulltrúar Austurbrúar María Hjálmars og Jónína Brynjars munu kynna Áfangastaðinn Austurlands og brandið Seyðisfjörður. Einnig mun verða kynnt markaðsaðgerðaráætlun sem er lokahnykkurinn í Aldamótabærinn Seyðisfjörður – skapandi allt árið og getur nýst ferðaþjónustuaðilum sem verkfærakista. Fundinum lýkur með þjónustunámskeiði fyrir ferðaþjónustuaðila.  

 

3. Flutningur á orgeli.

Pétur Kristjánsson, forstöðumaður Tækniminjasafnsins, leggur til að orgelið verði flutt í Herðubreið. Nefndin er hlynnt þessari tillögu og leggur til að flutningurinn verði settur í ferli.

 

4. Sumarstörf Vinnumálastofnunar/ Sumarstörf Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Jónína kynnir. Ekki náðist að manna störfin og leggur nefndin til að störfin verði auglýst á ensku.

 

5. Næsti fundur.

Mánudaginn 6. júní er áætlaður næsti fundur sem er jafnframt síðasti fundur fyrir sumarfrí.

 

Fundi slitið kl. 15:00.