Ferða- og menningarnefnd 03.04.17

Ferða- og menningarnefnd

Fundargerð ferða- og menningarnefndar mánudaginn 3. apríl 2017 kl. 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hafnargötu 44.

Mætt: Rúnar Gunnarsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir og Dagný Erla Ómarsdóttir.

Boðuð forföll: Hjalti Bergsson

Fundardagskrá:

1. Signý Ormars, menningarfulltrúi Austurlands hjá Austurbrú kemur með erindi, m.a áhersluverkefni Sóknaráætlunar Austurlands

Rætt um hugmynda- og aðferðafræði við gerð Sóknaráætlunar Austurlands ásamt nýyfirstaðina yfirferð á menningarhlutanum. Nefndin sammála um mikilvægi þátttöku Seyðisfjarðarkaupstaðar í vinnuferlinu og fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar virkir í samráðshópnum.

Nefndin hlynnt því að menningarstefna fyrir Seyðisfjarðarkaupstað verði kláruð og innleidd við hið fyrsta.

Tinna mætir á fundinn kl. 14:25, kom gangandi.

Davíð víkur af fundi kl. 15:00, fór gangandi.

 

2. Erindi frá Sesselju Hlín og Celiu Harris varðandi orgel í Herðubreið. Dagný mun skoða mögulega lausnir.

 

3. Samstarfssamningur við Huginn – viðaukar. Nefndin telur að skerpa megi á þáttum varðandi kynningarmál en að öðru leyti samþykktir.

 

4. Hönnunarmars. Lagt fram til kynningar.

 

5. Göngukortið. Frumdrög af kortinu lagt fram til kynningar. Nefndarmenn komu með nokkra punkta og Dagný heldur áfram að vinna að málinu.

 

6. Tjaldsvæðið. Rúnar Gunnarsson leggur fram til kynningar grunnupplýsingar, Fact Sheet, á ensku og íslensku. Nefndin fagnar framtakinu.

 

7. Vorfundur ferðaþjónustunnar. Fundardagskrá fínpússuð og rætt um fundartíma.

 

8. Framkvæmdasjóður Ferðamanna.

a. Styrkveitingar og synjanir: Sótt var um styrk í þrjú verkefni: Áningastaðir við Fjarðarheiðarveg, Brú yfir Austdalsá og Göngustígakerfi um Seyðisfjörð. Seyðisfjarðarkaupstaður fékk 15.000.000 króna styrk fyrir verkefnið Áningastaðir við Fjarðarheiðarveg, til að byggja upp og efla áningastað við Neðri Staf en var synjað um hin tvö verkefnin. Nefndin þakkar fyrir veittan stuðning.

 

9. Skálanes. Nefndin vill boða Ólaf Pétursson á fund og fara í samtal um næstu skref.

 

10. Menningarstefna Fjarðarbyggðar. Lagt fram til kynningar.

 

Næsti fundur mánudaginn 24. apríl.