Ferða- og menningarnefnd 04.01.16

Ferða- og menningarnefnd.

Boðað var  til fundar mánudaginn 4. janúar kl. 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hafnargötu 44.

Allir aðalmenn boðaðir á fundinn, mættir eru: Hjalti Bergsson, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir og Jónína Brá Árnadóttir.

Dagskrá:

Formaður óskar eftir afbrigði við dagskrá: kynning á  gjaldskrá tjaldsvæðis Seyðisfjarðar fyrir 2016. 

Menningar- og ferðamálanefnd leggur til að Jónína athugi nánar útfærslu á gistináttaskatti.

1. List í ljósi. 

Menningar- og ferðamálanefnd fagnar framtakinu og hvetur Seyðfirðinga til að taka þátt. Mælt er með því að Seyðisfjarðarkaupstaður styðji við verkefnið.

2. Fundargögn frá Skaftfell Miðstöð myndlistar á Austurlandi. 

Tinna fer yfir fundargerðir Skaftfells frá 10. sept. 2014 til 14. okt. 2015. Nefndin þakkar fyrir ítarlega kynningu, ánægjulegt að sjá hversu vel er haldið utan um rekstur og stækkun miðstöðvarinnar.

3. Héraðsskjalasafn Austurlands.  

Lagt fram til kynningar.

4. Fundargerð bæjarráðs vegna markaðsaðgerðaráætlunar.  

Málinu frestað til næsta fundar.

5. Meet the Locals. Jónína kynnir samning við Tanna Travel. 

Nefndin leggur til að þátttaka verði endurskoðuð vegna 2017, um haustið 2016.

6. Fastir viðburðir á Seyðisfirði. 

Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 16:15