Ferða- og menningarnefnd 04.04.16

Ferða- og menningarnefnd.

Boðað var  til fundar mánudaginn 4. apríl kl. 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hafnargötu 44

Mættir á fundinn: Hjalti Bergsson, Arnbjörg Sverrisdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir og Jónína Brá Árnadóttir.

Formaður óskar eftir afbrigðum við dagskrá vegna kynningar og ósk um samstarfsbeiðni á málþingi Skaftfells 20.-21.maí. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 1. Miðstöð menningarfræða.
  Jónína og Tinna kynna. Nefndin fagnar komu nýs starfsmanns, en er umhugað um að atvinnutækifærum í fræðageiranum fjölgi og útibú Austurbrúar verði að veruleika á Seyðisfirði.
 2. Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar.
  Jónína kynnir.
 3. Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og ný lög um landsáætlun um innviði.
  Jónína kynnir. Málin rædd varðandi undirbúning fyrir næsta umsóknarferli og halda sameiginlegan vinnufund með umhverfisnefnd.
 4. Leiðbeiningar um ritun fundargerða.
  Lagt fram til kynningar.
 5. Stígavinir, félag um göngustígagerð.
  Lagt fram til kynningar.
 6. Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga.
  Lagt fram til kynningar.
 7. List í ljósi.
  Nefndin þakkar aðstandendum hátíðarinnar fyrir gott starf og skemmtilega hátíð. Nefndin hvetur bæjaryfirvöld til að leita leiða til að koma hátíðinni inn í fjárhagsáætlun fyrir 2017.
 8. Sumarstörf Vinnumálastofnunar/ Sumarstörf Seyðisfjarðarkaupstaðar.
  Lagt fram til kynningar. Sumarið 2016 verða þau störf sem falla undir sumarátaksstörf af hálfu sveitarfélaga eingöngu fyrir nemendur í háskólanámi og munu störfin taka mið af því.
 9. Wappið.
  Gönguleið um Seyðisfjörð er aðgengileg á smáforritinu Wappið.
 10. Kynning og ósk um samstarfsbeiðni á málþingi Skaftfells 20.-21.maí.
  Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 16:15.