Ferða- og menningarnefnd 04.04.16
04.04.2016
Ferða- og menningarnefnd.
Boðað var til fundar mánudaginn 4. apríl kl. 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hafnargötu 44
Mættir á fundinn: Hjalti Bergsson, Arnbjörg Sverrisdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir og Jónína Brá Árnadóttir.
Formaður óskar eftir afbrigðum við dagskrá vegna kynningar og ósk um samstarfsbeiðni á málþingi Skaftfells 20.-21.maí. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
- Miðstöð menningarfræða.
Jónína og Tinna kynna. Nefndin fagnar komu nýs starfsmanns, en er umhugað um að atvinnutækifærum í fræðageiranum fjölgi og útibú Austurbrúar verði að veruleika á Seyðisfirði. - Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Jónína kynnir. - Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og ný lög um landsáætlun um innviði.
Jónína kynnir. Málin rædd varðandi undirbúning fyrir næsta umsóknarferli og halda sameiginlegan vinnufund með umhverfisnefnd. - Leiðbeiningar um ritun fundargerða.
Lagt fram til kynningar. - Stígavinir, félag um göngustígagerð.
Lagt fram til kynningar. - Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga.
Lagt fram til kynningar. - List í ljósi.
Nefndin þakkar aðstandendum hátíðarinnar fyrir gott starf og skemmtilega hátíð. Nefndin hvetur bæjaryfirvöld til að leita leiða til að koma hátíðinni inn í fjárhagsáætlun fyrir 2017. - Sumarstörf Vinnumálastofnunar/ Sumarstörf Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Lagt fram til kynningar. Sumarið 2016 verða þau störf sem falla undir sumarátaksstörf af hálfu sveitarfélaga eingöngu fyrir nemendur í háskólanámi og munu störfin taka mið af því. - Wappið.
Gönguleið um Seyðisfjörð er aðgengileg á smáforritinu Wappið. - Kynning og ósk um samstarfsbeiðni á málþingi Skaftfells 20.-21.maí.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 16:15.