Ferða- og menningarnefnd 06.06.16

Ferða- og menningarnefnd.

Boðað var  til fundar mánudaginn 6.júní kl. 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hafnargötu 44.

Mættir: Hjalti Bergsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Tinna Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð og Jónína Brá Árnadóttir. 

Boðuð forföll: Davíð Kristinsson.

 

1. Fundargerð stjórnarfundar hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga.
Lagt fram til kynningar.

 

2. Tilnefningar til Menningarverðlauna SSA 2016.

Tilnefningar ræddar og Jónína mun senda til stjórnar SSA.

 

3. Sumarstörf Vinnumálastofnunar / Sumarstörf Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Tvö stöðugildi voru til umráða í samstarfi við Vinnumálastofnun, eitt hjá Tækniminjasafninu og annað hjá Seyðisfjarðarkaupstað. Ráðið var í starfið hjá safninu en ekki kaupstaðnum. Sumarstörf Seyðisfjarðarkaupstaðar buðu upp á eitt nýtt stöðugildi í upplýsingamiðstöðinni og afleysingar á tjaldsvæðinu. Búið er að manna báðar stöður.

 

4. Minjagripir – fyrirspurn frá Rannveigu Þórhallsdóttur.
Lagt fram til kynningar. Jónína mun afla sér meiri upplýsingar um tildrög og niðurstöður samkeppninnar.

 

5. Stefnumótandi vinnufundur sveitarstjórnar um ferðaþjónustu.

Málin rædd og ákveðið að halda vinnufund í haust.

 

6. Næsti fundur er áætlaður mánudaginn 8. ágúst.

Fundi slitið: 15:05.