Ferða- og menningarnefnd 10.09.18

Fundargerð  Ferða og menningarnefndar 10.09.2018

Mánudaginn 10.september 2018  ferða- og menningarnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 16:15.

Fundinn sátu:

Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir, varaformaður D- lista,

Hjalti Þór Bergsson, áheyrnarfulltrúi B-lista,

Tinna Guðmundsdóttir frá ferðaþjónustuaðilum

Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira.

Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu- og menningarfulltrúi

Davíð Kristinsson mætti klukkan 17:15

Sesselja Hlín Jónasardóttir boðaði forföll.

Fundargerð ritaði Dagný Erla Ómarsdóttir

 

Gerðir fundarins:

1. Erindisbréf – kynning

Formaður bauð nýkjörna ferða- og menningarnefnd velkomna til starfa og kynnti erindisbréf hennar. Nefndin bendir á að ósamræmi sé á milli samþykktar kaupstaðarins og erindisbréfs nefndarinnar, samþykkt 13. ágúst 2014.

2. Kosning ritara.

Ferða og menningarnefnd samþykkir að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi riti fundargerðir nefndarinnar.

3. Starfshættir og siðareglur.

Siðareglur kjörinna fulltrúa sem samþykktar voru af bæjarstjórn 11. júní 2013 og staðfestar af Innanríkisráðuneytinu, liggja til kynningar á fundinum ásamt yfirliti yfir ýmsum lögum og reglum er varða störf kjörinna fulltrúa.

Nefndarmenn í ferða- og menningarnefnd samþykkja að undirgangast siðareglur kjörinna fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 11. júní 2013.

4. Drengskaparheit um þagnarskyldu 2018-2022

Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

5. Fundartími.

Ferða- og menningarnefnd samþykkir að fastir fundartímar nefndarinnar verði annar mánudagur í mánuði klukkan 16:15.

6. Tillaga um uppfærslu erindisbréfs og breytingu á nefnd.

Gögn lögð fram til kynningar. Umræður um kosti og galla á breytingu erindisbréfs. Frekari umræðum frestað til næsta fundar.

7. Fjárhagsáætlun 2019.

Gögn lögð fram til kynningar. Starfsáætlanir liggja fyrir á næsta fundi og þá verður umræðum haldið áfram. Nefndin leggur hins vegar til að á næstu fjárhagsáætlun verði framlag aukið til Skaftfells, myndlistarmiðstöðvar.

8. Skiltamál

Dagný segir frá stöðu mála.

9. Haustroði

Dagný segir nefndinni að Haustroði verði 13.október 2018.

10. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Dagný segir frá því að opnað verði fyrir umsóknir um mánaðarmótin september/október og óskar eftir hugmyndum frá nefndinni að mögulegum verkefnum. Málin rædd og haldið áfram með umræður á næsta fundi.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 18:50.