Ferða- og menningarnefnd 11.02.19

Fundarboð ferða- og menningarnefndar 11.02.2019

Fundur var haldinn í ferða- og menningarnefnd mánudaginn 11. febrúar 2019 í fundarsal Íþróttamiðstöðvar. Hófst fundurinn kl. 16:15.

Mætt á fundinn:

Tinna Guðmundsdóttir, formaður L-lista
Oddný Björk Daníelsdóttir, varaformaður D-lista
Bóas Eðvaldsson frá ferðaþjónustuaðilum í fjarveru Sesselju Hlínar Jónasardóttur
Davíð Kristinsson frá ferðaþjónustuaðilum
Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira
Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu- og menningarfulltrúi sem starfar með nefnd
Forföll: Hjalti Þór Bergsson, áheyrnafulltrúi B-lista

Fundarritari var Dagný Erla Ómarsdóttir

 

Dagskrá:

1. Tækniminjasafnið stöðumat

• Pétur Kristjánsson forstöðumaður mætir á fund og ásamt Gavin Morrisson, forstöðumanni Skaftfells. Pétur fer yfir hlutverk og skyldur safnsins. Hann upplýsir nefndina um það að safnið er mjög undirfjármagnað og á síðasta ári fór mikill tími í að tryggja fjármagn fyrir grunnrekstur safnsins, staðan sé einfaldlega sú að erfitt er að finna pening til að reka safnið og mjög dýrt að reka öll húsin. Leitað er eftir styrkjum víðsvegar, bæði fyrir rekstur og sýningar, og sjálfboðaliðar eru safninu mjög mikilvægir t.d. í tengslum við Smiðjuhátíðina. Safnið berst í bökkunum og þarf mikið að hafa fyrir því að halda stöðunni sem viðurkennt safn, en safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs og þar með hafa rétt á styrki úr Safnasjóði.

• Í forgangi er og verður að laga Angró og gömlu Skipasmíðastöðunna. Kortleggja þarf nákvæmlega hver mikið sú uppbygging kostar, en gróft mat er um 200 milljónir. Einnig er nauðsynlegt að laga Angró bryggjuna í náinni framtíð, sem er mjög kostnaðarsamt og á ábyrgð Hafnarráðs.

• Áherslan í ár og næstu ár er að halda áfram að reyna að tryggja grunnfjármagn fyrir rekstur. Safnið stefnir í þrot og ekki er hægt að halda áfram á sömu braut, þá mun safninu loka. Safnið fékk um 30 milljónir árið 2007 og var í góðum málum á tímabilinu 2002-2007. Samkvæmt safnalögum á grunnreksturinn að vera tryggður af sveitarfélaginu og stjórninni, forstöðumaður sækir um verkefnastyrki. Stjórn Tækniminjasafnsins mun hittast bráðlega, þegar ársreikningurinn fyrir 2018 er tilbúinn.

Ferða- og menningarmálanefnd er sammála Pétri um að stjórnin þyrfti að vera virkari og veita safninu meiri faglegan stuðning.

• Í lokin segja Gavin og Pétur frá samstarfsverkefni Skaftfells og Tækniminjasafnsins sem snýr að sýningu næstkomandi sumar tveimur verkum eftir Dieter Roth „Seyðisfjarðarskyggnunum“ og „Sjoppumyndunum“. Auk þess verður unnið að því að koma á fót varanlegri sýningu- „Dieter Roth Museum“ sem þar með verða partur af fjölbreyttu framboð af samtímamyndlist sem er að finna í firðinum. Ennþá er verið að leita eftir styrkum, bæði innanlands og erlendum styrjum.

• Ákveðið að bjóða Gavin Morrison á næsta fund og ræða Skaftfell.

 

2. Sameining sveitarfélaga – menning. Nefndin upplýst um að Dagný Erla Ómarsdóttir og Tinna Guðmundsdóttir eru fulltrúar Seyðisfjarðarkaupstaðar í hóp sem skoðar sameiningu sveitarfélaganna fjögurra á Austurlandi. Nefndin telur mikilvægt að það komi fram í hópnum að menning sé grunnatvinnugrein á Seyðisfirði.

3. Stöðumat á menningarlífinu- stofnanir og félagasamtök á Seyðisfirði. Rætt um starfsumhverfi, stöðugildi og veltu þeirra aðila sem vinna í menningargeiranum á Seyðisfirði sem og mikilvægi Uppbyggingasjóðs. Sum verkefni hafa verið í gangi í áraraðir og eru rótróin, s.s. Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar og LungA-hátíðin. Nefndin telur að mjög nauðsynlegt að verkefni af þessum toga myndu fá veglegri stuðning til lengri tíma í gegnum Uppbyggingarsjóð, t.d. í form samstarfssamnings til 2-3 ára.

4. Stöðumat. Dagný fer yfir stöðu mála varðandi atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa, ferða- og menningarnefnd og Miðstöð menningarfræða. Málin rædd.

5. Menningarstefna Seyðisfjarðarkaupstaðar. Nefndin telur mikilvægt að gerð verði menningarstefna og að fundið verði fjármagn til þess að fara í þessa vinnu.

6. Tjaldsvæði Seyðisfjarðar – endurbætur á húsbílastæði. Lagt fram til kynningar.

7. Bensínstöðin. Nefndin harmar lokun Orkuskálans. Um er að ræða einstakt atvinnutækifæri fyrir áhugasama aðila sem eru að leita sér að áskorun.

 

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 17:25.