Ferða- og menningarnefnd 13.03.17
Ferða- og menningarnefnd
Fundargerð ferða- og menningarnefndar mánudaginn 13. mars kl. 14:00 í Silfurhöllinni, Hafnargötu 28.
Mætt: Hjalti Bergsson, Dagný Erla Ómarsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Davíð Kristinsson og Tinna Guðmundsdóttir sem ritar fundargerð.
Fundardagskrá:
Afbrigði: Lið 8 er frestað til næsta fundar. Samþykkt af fundarmönnum.
1. Málþingið Sveitarfélög og ferðaþjónusta: Elfa Hlín Pétursdóttir mætti á fundinn og kynnti lykilatriði sem voru rædd á málþinginu. Umræða um skipulagsmál var viðamikil og áberandi en lítið rætt um húsnæðismál og mögulegar lausnir. Fleira sem var áhugavert var kynning frá Umhverfisráðuneytinu á Landsáætlun til 12 ára, niðurstöður úr könnun frá Ferðamálastofu og staða mála á Höfn í Hornafirði.
2. Stefnumörkun vegna bókasafnsins: Nefndin leggur til að þegar drög liggja fyrir að halda sameiginlegan vinnufund með fræðslunefndinni ásamt vinnuhópi um sameiningu bókasafna á Seyðisfirði.
Elfa Hlín víkur af fundi.
Arnbjörg víkur af fundi kl. 15:05.
3. Gönguleiðir og kort: Nefndin telur að ákjósanlegast ef hægt væri að útbúa kort sem væri mjög skiljanlegt án texta eða orða. Leggja áherslu á létta dagsleiðir. Gönguklúbburinn mælir með nokkrum leiðum og Dagný mun halda áfram þessari vinnu.
4. Erindi frá Helga Theódór Haukssyni og Liv Wathne: Nefndin óskar eftir áliti frá stjórn Tækniminjasafnsins.
5. Vorfundur ferðaþjónustu: Málið rætt, nokkur atriði sett á blað og ákveðið að halda í byrjun maí. Rætt nánar á næsta fundi.
6. Kynning á samningi Seyðisfjarðarkaupstaðar og Hugins: Nefndin fagnar þátttöku Íþróttafélagsins Hugins varðandi viðburðahald.
Arnbjörg kemur aftur á fundin kl. 16:05.
7. Staðan á húsnæðismála á Seyðisfirði: Nefndarmenn er sammála um að Seyðisfjörður er fyrir löngu komin að þolmörkun varðandi húsnæðisframboð fyrir nýja íbúa. Nefndin mælir með að gerð verði húsnæðisáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar.
8. Hvað er á döfinni í menningu og viðburðum? Frestað til næsta fundar.
9. Heilsueflandi samfélag: Nefndin tilnefnir Sigrúnu Ólafsdóttir fulltrúa.
Næsti fundur 3. apríl 2017.
Fundi slitið: 16:25.